Fréttablaðið - 30.01.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 30.01.2010, Síða 10
 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR ALÞINGI Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætisráðherra segist von- góð um að breytingar á stjórn- arráðinu verði gerðar á vorþingi og samþykkt að sameina sjávar- útvegs-, landbúnaðar- og iðnað- arráðuneyti í nýtt atvinnuvega- ráðuneyti. Kveðið er á um þessar breyt- ingar í samstarfsyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra hefur hins vegar lýst andstöðu við þessar breytingar. Flokksráð Vinstri grænna samþykkti á fundi nýlega að varhugavert væri að draga úr vægi landbún- aðar- og sjáv- arútvegs innan stjórnsýslunn- ar. Þórunn Svein- bjarnardótt- ir, þingmaður Samfylkingar, tók málið upp á Alþingi í gær, spurði hvað liði undirbúningi á breytingunni og hvatti ríkis- stjórnina til að vinna „sem einn maður að þessu máli“. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði að enginn bilbugur væri á ríkisstjórninni í þessum efnum en þau sjónar- mið hefðu heyrst innan Vinstri grænna, að fara ætti hægar í sak- irnar. Ekki stæði til að draga úr vægi atvinnugreina við breyting- arnar heldur efla atvinnulífið. Vinna við frumvarp um málið sé langt komin í forsætisráðuneyt- inu, vonandi verði það að lögum á vorþingi. - pg Forsætisráðherra segir sameiningu ráðuneyta enn í undirbúningi: Stefnt að stofnun atvinnuvega- ráðuneytis á vorþingi JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Hafðu samband sími Arion banki frestar öllum uppboðsbeiðnum út árið 2010 Arion banki mun fresta öllum uppboðsbeiðnum vegna íbúðalána til sýslumanna út árið 2010. Þannig gefst fleiri viðskiptavinum okkar færi á að greiða úr málum sínum. Íbúðalán Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér fjölmargar lausnir okkar í lánamálum. Hjartamiðstöðin Tilkynning – H jartalæ knar Hef hafið störf í Hjartamiðstöðinni, Holtasmára 1, 6. hæð í Kópavogi. Tímapantanir eru í síma 550 3030 eða á www.hjartamidstodin.is Holtasmára 1 • 6. hæð • 201 Kópavogi • Sími 550 3030 • www.hjartamidstodin.is Helgi J. Óskarsson hjartalæknir Landvarðanámskeið Umsóknum skal skilað fyrir 5. febrúar 2010 til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24 eða í tölvupósti á umhverfisstofnun@ust.is Í umsókn þarf að koma fram nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang. Skilyrði er að umsækjendur séu fæddir 1990 eða fyrr. Skemmtileg störf í náttúru Íslands 18. febrúar til 21. mars Kennt er um helgar og á kvöldin á virkum dögum, sjá dagskrá á umhverfisstofnun.is Námskeiðið er 110 tímar og gjald kr. 120.000 BANDARÍKIN, AP Michael Bloomb- erg, borgarstjóra í New York, hefur snúist hugur og hvetur nú leiðtoga Demókrataflokksins til að sjá til þess að réttarhöld yfir föngum frá Guantanamo-búðun- um á Kúbu verði ekki haldin í New York, eins og Barack Obama Bandaríkjaforseti hafði tilkynnt. Vaxandi andstaða er fyrir því að réttarhöldin verði haldin þar í borg, og nú virðist ríkisstjórn Obama vera að láta undan þeim þrýstingi. Bandaríska fréttastofan AP fékk þetta staðfest hjá tveimur embættismönnum stjórnarinnar, sem vilja þó ekki láta nafns síns getið. Obama hafði tilkynnt að réttar- höldin yfir Khalid Sheikh Muham- med og fjórum öðrum mönnum, sem grunaðir eru um að hafa skipulagt árásirnar á Bandarík- in 11. september 2001, verði hald- in í New York. Dómsalurinn, sem þau réttarhöld færu fram í, er á Manhattan-eyju, skammt frá þeim stað þar sem Tvíburaturn- arnir stóðu. Obama hafði strax við upphaf forsetatíðar sinnar fyrir rúmu ári lofað því að Guantanamo-búðun- um yrði lokað innan árs. Það hefur tafist og ekki er að sjá hve- nær Obama getur efnt það loforð, ef nokkurn tímann. gudsteinn@frettabladid.is Vilja ekki sjá fanga frá Guantanamo Vaxandi andstaða er í New York við að réttarhöld yfir föngum frá Guantanamo verði haldin þar. Borgarstjórinn biðlar til leiðtoga Demókrataflokksins. GUANTANAMO Borgarstjóri New York vill ekki að réttarhöldin verði haldin á Manhattan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.