Fréttablaðið - 30.01.2010, Page 11
LAUGARDAGUR 30. janúar 2010 11
SJÁVARÚTVEGUR Jón Bjarnason, sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra,
heimilaði í gær veiðar á 130 þús-
und tonnum af loðnu samkvæmt
tillögu Hafrannsóknastofnunar um
hámarksafla fyrir vertíðina. Þar af
koma rúmlega 90 þúsund tonn í hlut
íslenskra loðnuskipa samkvæmt
milliríkjasamningum um nýtingu
loðnustofnsins við Ísland.
Hafrannsóknastofnunin hefur
nú mælt loðnustofninn um 530 þús-
und tonn en sem kunnugt er hefur
stofnunin staðið að umfangsmikilli
loðnuleit að undanförnu. Gildandi
aflaregla gerir ráð fyrir að 400 þús-
und tonn séu skilin eftir til hrygn-
ingar.
Gera má ráð fyrir að 90 þúsund
tonna afli geti gefið um tíu millj-
arða króna í útflutningsverðmæt-
um en ráðherra mælir með að veið-
um og fullvinnslu þessa afla verði
hagað með þeim hætti, að sem mest-
ur þjóðhagslegur ábati skapist.
Mæling Hafrannsóknastofnun-
ar í byrjun árs sýndi stofninn undir
400 þúsund tonnum. Ekki náðist að
kanna allt fyrirhugað leitarsvæði
sökum íss sem var fyrir vestan-
verðu Norðurlandi. Því þótti mik-
ilvægt að endurtaka mælingar.
Í liðinni viku var rannsóknaskip-
ið Árni Friðriksson við mælingar
á stærð stofnsins úti fyrir Aust-
ur- og Norðurlandi ásamt Súlunni
EA, sem verið hefur til aðstoðar
við kortlagningu loðnu á svæðinu.
Fannst loðna allt frá svæðinu út af
Austfjörðum og norður um. - shá
Hrygningarstofn loðnu metinn 530 þúsund tonn og flotinn getur hafið veiðar:
Loðnukvótinn 130 þúsund tonn
UMHVERFISMÁL Hver Reykvíking-
ur henti að meðaltali 185 kílóum
af óflokkuðu sorpi á síðasta ári.
Það er um fimmtungi minna en
árið 2006, þegar hver íbúi henti
233 kílóum að meðaltali.
Í umfjöllun um sorphirðu á vef
Reykjavíkurborgar kemur fram
að áhugi íbúa á sorpflokkun og
breytt neyslumunstur sé líkleg-
asta skýringin á þessari breyt-
ingu. Um 2.500 bláar tunnur eru
nú í notkun í borginni. Í þær má
henda pappír og fernum.
Sorphirða Reykjavíkur sótti
tæplega 22 þúsund tonn á síðasta
ári, samanborið við rúmlega 25
þúsund tonn árið 2008. - bj
Minna óflokkað sorp í ruslið:
Henda 185 kíló-
um á mann
Í RUSLIÐ Borgarbúar hentu alls 22
þúsund tonnum á síðasta ári, um 60
tonnum á dag. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
BORGARMÁL Hanna Birna Kristj-
ánsdóttir borgarstjóri og Stefán
Eiríksson, lögreglustjóri höfuð-
borgarsvæðis-
ins, undirrituðu
í gær tveggja
ára samstarfs-
samning á sviði
öryggis- og for-
varnamála.
Með samn-
ingnum er
stefnt að fækk-
un innbrota,
eignaspjalla og
umferðarslysa
í borginni um
fimm til tíu pró-
sent milli ára
með regluleg-
um mælingum,
viðeigandi við-
brögðum, eft-
irfylgni og eft-
irliti.
Lögregl-
an verður með
aðsetur í þjónustumiðstöðvum
borgarinnar og mun í samstarfi
við starfsmenn miðstöðvanna
vinna að forvörnum og fjölskyldu-
þjónustu auk umferðarfræðslu.
LRH sendir borgaryfirvöldum
upplýsingar um þróun afbrota og
umferðarslysa á ársfjórðungsfresti
samkvæmt samningnum. - shá
Samstarf lögreglu og borgar:
Samstarf um
fækkun afbrota
EFNAHAGSMÁL Afgangur af vöru-
skiptum við útlönd í fyrra var
alls 87,2 milljarðar króna. Þetta
er 96,1 milljarðs króna viðsnún-
ingur frá árinu 2008, þegar vöru-
skipti voru neikvæð um 8,9 millj-
arða króna, að því er fram kemur
á vef Hagstofu Íslands.
Í fyrra voru fluttar út vörur
fyrir 497,1 milljarð króna, en inn-
flutningur nam alls 409,9 millj-
örðum króna. Heildarverðmæti
vöruútflutnings í fyrra var 20,6
prósentum minni en árið áður, sé
reiknað á föstu gengi.
Mestur samdráttur varð í inn-
flutningi á bílum og flutninga-
tækjum, 51 prósent milli ára. - bj
Vöruskipti við útlönd í fyrra:
96 milljarða
viðsnúningur
Sekt fyrir líkamsárás
Tæplega tvítugur piltur hefur verið
dæmdur í 140 þúsunda króna sekt
fyrir að ráðast á mann í félagsheimili
á Suðurlandi. Árásarmaðurinn var
einnig dæmdur til að greiða fórnar-
lambinu 150 þúsund í skaðabætur.
DÓMSTÓLAR
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/Ó
SK
A
R
KOMIÐ INN TIL LÖNDUNAR Það
styttist í að loðnuskipin tínist inn
til hafnar drekkhlaðin loðnu.
HANNA BIRNA
KRISTJÁNSDÓTTIR
STEFÁN EIRÍKSSON
STYRKTU STÖÐU ÞÍNA Á NÝJU ÁRI!
KYNNTU ÞÉR FLEIRI SÓKNARFÆRI Á www.opnihaskolinn.is
NÁMSBRAUTIR OG LENGRI NÁMSKEIÐ
Nám til prófs í verðbréfaviðskiptum hluti III
3. febrúar
Námsbraut í markaðsfræði í verki
Skapaðu verðmæti með áhrifaríkum
markaðslausnum
15. febrúar
Námsbraut í alþjóðaviðskiptum
Breytt heimsmynd – Ísland í sókn
15. febrúar
Rekstrar- og fjármálanám
16. febrúar
Vefstjórnun
22. febrúar
Almennir bókarar
2. mars
Námsbraut í markþjálfun (Coaching)
8. apríl
Námsbraut í ferðamálum og þjónustu
Fangaðu tækifæri vaxandi atvinnugreinar
8. mars
STYTTRI OPIN NÁMSKEIÐ
Þjónusta og framkoma
Fyrir fólk í gestamóttöku
4.febrúar
Framkoma og tjáning
8. febrúar
Grunnatriði verkefnastjórnunar
8. febrúar
Telephone English
15. febrúar
Skapandi kennsluhættir
15. febrúar
Tímastjórnun
17. febrúar
Samningatækni
22. febrúar
Greining ársreikninga
25. febrúar
Innri endurskoðun á tímamótum
4. mars
E-mail English
15. mars
FagMennt Opna háskólans í HR býður öflug og fjölbreytt námskeið sem styrkja stöðu þína
og stuðla að nýjum sóknarfærum. Kynntu þér námsframboð Opna háskólans vorið 2010.
VERTU ... ... ÖFLUGRI
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk
Opna háskólans í HR í síma 599 6387.
Skráðu þig núna á
www.opnihaskolinn.is