Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 30.01.2010, Qupperneq 12
12 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR UNDIR HITALAMPA Þrír jarðkettir stilltu sér upp undir hitalampa í snjónum, þegar frostið var komið niður í tíu gráður í dýragarðinum í Worms í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Karlmaður um sextugt hefur verið dæmdur fyrir stór- fellt skattalagabrot í tólf mán- aða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 54 milljónir króna sem rennur til ríkissjóðs. Maðurinn var ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalög- um og lögum um bókhald í tengsl- um við rekstur þriggja einka- hlutafélaga um lengri tíma. Hann var daglegur stjórnandi og eini stjórnarmaður hlutafélaganna þriggja. Brotin framdi hann á árunum 1999 til 2005. Hann játaði sök fyrir dómi og var meðal annars litið til þess við ákvörðun refsingar. - jss Stórfellt skattalagabrot: Rúmlega 50 milljónir í sekt ÍRAN „Ef við sýnum veikleika nú þá verður framtíðin verri,“ sagði Ahmed Jannati, einn af harðlínu- klerkunum í Íran við föstudags- bænir í gær. „Það er ekkert rúm fyrir íslamska miskunnsemi.“ Jannati er áhrifamikill í land- inu og flytur oft aðalpredikun við bænahald á föstudögum, sem eru helgidagar í viku múslima. Ummæli hans í gær þykja ótvíræð vísbending um að fleiri stjórnar- andstæðingar verði teknir af lífi á næstunni. Tveir menn voru teknir af lífi á fimmtudag, en þeir voru báðir handteknir í mótmælum sem fram fóru í kjölfar umdeildra forseta- kosninga síðasta sumar. Fjölmenn mótmæli brutust út í kjölfar kosn- inganna. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa fordæmt aftök- urnar á fimmtudag og segja rétt- arhöldin yfir þeim ekki hafa upp- fyllt lágmarkskröfur um réttláta málsmeðferð. „Aftökurnar eru þær fyrstu svo vitað sé sem tengjast mót- mælunum um allt landið í kjölfar kosninganna,“ segir í yfirlýsingu samtakanna, sem óttast að fleiri mótmælendur verði teknir af lífi. „Að minnsta kosti níu aðrir eru á dauðadeild í Íran eftir álíka sýnd- arréttarhöld.“ - gb Amnesty International fordæmir aftökur mótmælenda í Íran: Búast má við fleiri aftökum MÓTMÆLI Í TEHERAN Fjölmenn mót- mæli brutust út á síðasta ári og hafa blossað upp af og til síðan. NORDICPHOTOS/AFP Skíðabox St i l l ing hf . · S ími 520 8000 www.st i l l ing. is · s t i l l ing@sti l l ing. is VIÐSKIPTI Landsbankinn, NBI, gerði nokkrar árangurslausar til- raunir til að selja málningarvöru- verslunina Slippfélagið nálægt upplausnarvirði áður en tilboði eigenda Málningar í reksturinn var tekið fyrir tæpum hálfum mánuði, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Nokkuð hefur borið á gagn- rýni vegna sölunnar og hefur Lilja Mósesdóttir, formaður við- skiptanefndar Alþingis, lýst yfir áhyggjum af ógagnsæi fyrir- tækjasölu bankanna. Þá hefur Fréttablaðið heyrt í einstaklingi sem telur sig hlunnfarinn enda ekki fengið að bjóða í fyrirtæk- ið. Landsbankinn tók Slippfélag- ið yfir í fyrrahaust. Skipamáln- ing frá Hempel hefur í tæp sex- tíu ár numið um helmingi af veltu Slippfélagsins og réð það miklu um framtíð fyrirtækisins. Á meðal krafna Hempel var að Landsbankinn seldi ekki Slipp- félagið í opnu söluferli. Þetta er sambærileg krafa og áður hefur verið sett fram, svo sem í tengsl- um við yfirtöku á Vífilfelli, sem er með umboð frá Coca Cola, og Toyota-umboðinu. Fyrri eigendur Slippfélagsins ætluðu að leggja fram tilboð í reksturinn. Félag þeirra, Ísalind, varð hins vegar gjaldþrota áður en af því varð. Botninn tók úr rekstrargrund- velli Slippfélagsins nokkru fyrir síðustu áramót þegar Hempel sleit samningum við fyrirtækið. Nokkrir sölumenn Slippfélags- ins tryggðu sér umboðið og fluttu með sér yfir til Flügger á Íslandi. Þessi þróun setti verulegt strik í reikninginn og hefur Fréttablað- ið heimildir fyrir því að í kjölfar- ið hafi verðmæti Slippfélagsins hrapað í bókum bankans. Ljóst var að staða Slippfélags- ins versnaði mikið við að missa umboðið frá Hempel, jafnvel óvíst að fyrirtækið gæti stað- ið við skuldbindingar sínar. Til- boðsferlinu var því flýtt og sjö aðilum boðið að borðinu og bjóða í Slippfélagið nálægt upplausn- arvirði. Tilboðin voru öll undir væntingum ef frá er talið tilboð Málningar. jonab@frettabladid.is VERSLUN SLIPPFÉLAGSINS Danski málningarvöruframleiðandinn Hempel gerði samning við Slippfélagið um framleiðslu á málningarefnum árið 1951 en sleit þeim um síðustu áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Slippfélagið átti allt sitt undir Hempel Hempel í Danmörku var á móti opnu söluferli með Slippfélagið en sleit samningum til áratuga á ög- urstundu. Verðmæti félagsins hrundi og gerði NBI nokkrar tilraunir til að koma því í hendur annarra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.