Fréttablaðið - 30.01.2010, Síða 20

Fréttablaðið - 30.01.2010, Síða 20
20 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR Icesave-skuldin fari í þróunaraðstoð UMRÆÐAN G. Pétur Matthíasson skrifar um þróunaraðstoð Staða okkar Íslendinga er ekki öfundsverð og ljóst hvernig sem fer að kreppan á eftir að bíta tölu- vert meira áður en leiðin fer að liggja upp á við. Það er svo undir okkur komið hvenær viðsnúningur- inn verður. Það er víst tómt mál að tala um það úr þessu hversu verr við erum stödd núna en ef við hefðum strax í fyrravor gengið frá Icesave-samkomulaginu. Það ætti að vera hægt að slá á hversu mörgum millj- örðum eða tugmilljörðum íslensk heimili og atvinnulíf hafa tapað og munu tapa á næstu mánuðum. Það yrði auðvitað aldrei annað en spá og breytir ekki stöðunni. Það verður engin endurreisn í landinu nema hún fari fram með reisn. Reisn hins sjálfstæða manns og það verður að viður- kennast að það er sárt að horfa upp á landa sína sem telja okkur svo smá og svo vesæl að við getum ekki axlað ábyrgð á því gífur- lega og glæpsamlega gáleysi sem gráðug- ir bankamenn og spilltir og sofandi stjórn- málamenn stunduðu árum saman. Það finnst mér ekki að vera að standa í lappirn- ar. Það þarf ekki annað en að fylgjast með fréttum frá Haítí til að skammast sín fyrir þetta viðhorf marga landsmanna. Til að leysa hnútinn er nauðsyn- legt að hugsa hlutina upp á nýtt. Það er ekki auðvelt að sjá hvernig ætti að breyta Icesave-samningnum sem ríkisstjórn og Alþingi hefur undir- gengist nú þegar. Krafa þeirra sem hæst láta virðist nefnilega vera að ganga lengra en Alþingi samþykkti í ágúst og forsetinn skrifaði þá undir. Hvernig Hollendingar og Bretar eigi að samþykkja það er undirrit- uðum hulin ráðgáta. Það má ekki gleyma því að þegar Icesave-reikningarnir voru opnaðir í Hollandi í lok maí 2008 mátti þeim sem um véluðu vera ljóst að dæmið myndi aldrei ganga upp. Það má alveg færa rök fyrir því að um hreinan þjófnað hafi verið að ræða. Afstaða okkar helstu bandamanna meðal þjóðanna, norrænu ríkjanna, sýnir okkur að þrátt fyrir jákvæð og gleðileg skrif ýmissa útlendinga, sérstaklega í Bretlandi, þá er ætlast til þess að við öxlum ábyrgð, það er ætlast til þess að við sýnum hið minnsta einhvern lit. Þegar almenningur í Afríku veit það helst um Ísland að við séum þjóðin sem neitar að borga skuldir sínar þá höfum við vissulega verk að vinna að bæta álitið á okkur sem þjóð. Icesave-skuldin hver sem hún verður er gífurlega há upphæð fyrir Ísland en smá- aurar fyrir hin stóru hagkerfi Bretlands og Hollands. En hún er stærri en gífurlega stór fyrir almenning á Haítí, svo dæmi sé tekið. Þess vegna legg ég til að Icesave-deilan verði leyst með því að Bretar og Hollending- ar falli frá kröfum sínum en við Íslendingar gerum bindandi samkomulag um að borga skuldina með því að veita þróunarhjálp fyrir alla upphæðina. Með því móti mætti semja um vextina upp á nýtt og notast við hógvær- ari tölu sem myndi þá létta á greiðslubyrð- inni. Einnig mætti vel hugsa sér að greiðsla hæfist eftir sjö ár og stæði þess vegna leng- ur en gert er ráð fyrir í núverandi sam- komulagi. Þetta yrði ávinningur fyrir flesta og lausn sem deiluaðilar ættu að geta sætt sig við. Féð fer þá til góðra verka á sama tíma og Íslendingar axla ábyrgð. Þetta er fjarlægur möguleiki en mögu- leiki samt og alltaf rétt að vera bjartsýnn. Bjartsýnisbjarminn sem kviknaði í mínu brjósti um áramótin er eigi að síður og því miður slokknaður. Í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni 6. mars er ekki annað að gera en að segja já en málið verður samt fellt. Þá er ekki annað að gera en að bíða allt þetta ár eftir því að menn reyni að komast að sam- komulagi um Icesave, bíða eftir því að mönnum takist að fá að semja meðan AGS bíður eða bara fer, meðan Norðurlandaþjóð- irnar bíða, meðan þeir atvinnulausu bíða, bíða eftir því að tíminn líði þar til aftur verður hægt að taka til við endurreisnina. Höfundur er áhugamaður um þjóðlega reisn. G. PÉTUR MATTHÍASSON UMRÆÐAN Fanný Gunnarsdóttir skrifar um frístundavagna Ég vil vekja athygli á nýlegum samþykktum borgarstjórn- ar sem lúta að velferð og öryggi barna borgar- innar. Borg- arstjórn hefur samþykkt að á árinu 2010 verði forgangsrað- að með velferð barna að leið- arljósi og á sér- stakur aðgerða- hópur að leggja fram tillögur um útfærslu til borgarinnar. Þegar gengið var frá fjárhagsá- ætlun fyrir næsta ár var samþykkt að leggja 10 milljónir króna í að útfæra hugmyndir og koma á fót frístundavögnum í hverfum borg- arinnar. Það hafa margir lýst yfir áhuga og nauðsyn þess að bjóða börnum borgarinnar upp á örugg- an ferðamáta þegar kemur að þátt- töku í frístundastarfi. Lengi hefur verið bent á kosti þess að gera vinnudag barna sem samfelldast- an þ.e. að frístundir og skóladag- urinn myndi eina samfellda heild. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar en þær hafa ekki náð að festa sig almennt í sessi í borginni. Með því að bjóða upp á frí- stundavagna er hægt að gera dag barna og foreldra einfaldari, draga úr skutli og þar með óhöppum í umferð, loftmengun og stressi. Það hafa alls ekki allir foreldrar tækifæri til að skreppa úr vinnu til að sækja börn og keyra á milli staða. Reyndar reyna foreldrar að skipuleggja sig og samræma ferðir vina og félaga. Þrátt fyrir að strætisvagnar gangi um borg- ina eru til hverfi þar sem almenn- issamgöngum er ábótavant og þó þær séu til staðar henta þær ekki alltaf. Eins og fram kemur í kynningu frá Reykjavíkurborg er ætlunin að börnum standi til boða góðar og öruggar samgöngur innan hverfa borgarinnar þannig að þau geti komist í frístundastarf frá heim- ili eða skóla. Með skipulögðum og öruggum ferðamáta má jafn- framt vænta þess að fleiri börn og unglingar nái að nýta sér þau frí- stundatilboð sem boðið er upp á. Vagnarnir ættu að auðvelda sam- starf skólayfirvalda og skipuleggj- enda frístundastarfs í borginni. Ég sé fyrir mér að ef vel tekst til ættu börn að geta sótt skóla og fjölbreytt frístundastarf í sínum hverfum og komist örugg á milli staða. Það þarf strax nú á nýju ári að hefjast handa við að undirbúa og kynna þessa nýju þjónustu en að því verki verða að koma ólík svið borgarinnar. Þar sem ég er það lánsöm að starfa með börnum, unglingum og foreldrum þeirra vænti ég mikils af þessum samþykktum og hlakka til að fylgjast með fram- gangi þeirra hér í Reykjavík. Höfundur er starfandi náms- og starfsráðgjafi í Reykjavík. Velferð barna í borginni FANNÝ GUNNARSDÓTTIR Chevrolet gæði - frábært verð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.