Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2010, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 30.01.2010, Qupperneq 30
30 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR V ið byrjum á málefn- um Ríkisútvarps- ins sem hafa verið í brennidepli síðustu daga. Gripið hefur verið til uppsagna og annars sparnaðar vegna lækkandi fjárframlaga. Katrín vill ekki gefa niðurskurðaraðgerðum stjórnenda RÚV einkunn strax enda telur hún endanlegar ráðstafanir ekki komn- ar fram. „Í raun og veru er ekki komin fram nákvæm útfærsla á þessu. Það þarf að setjast yfir þessar tillögur og það mun ég gera með stjórn Ríkisútvarpsins eftir helgi. Augljóslega þarf að skera niður en þetta er spurning um forgangs- röðun,“ segir Katrín. Ljóst sé að tekjur RÚV dragist saman um tíu prósent og vitaskuld muni um það. Hafa verði samráð við slík- ar aðstæður en feta þurfi einstig- ið. „RÚV á að vera óháður fjöl- miðill og ég á ekki að segja til um hvað mér finnst að eigi að vera á dagskrá. En það þarf samt sam- ráð vegna þess hlutverks sem skilgreint er í samningi RÚV og menntamálaráðuneytisins um útvarpsþjónustu í almannaþágu. Og mér sýnist reyndar á öllu að það þurfi að breyta honum til sam- ræmis við þá stöðu sem er uppi.“ Breyta ber skipulagi RÚV En getur RÚV vænst þess að fram- lögin verði hækkuð? „Fjárlög ársins 2010 hafa verið samþykkt og þeim verður ekki breytt. RÚV er reyndar að fá meira en útvarpsgjaldið skilar. Við gerum ráð fyrir að 2,8 millj- arðar innheimtist en framlögin nema 3.218 milljónum.“ Ofan í þessar aðgerðir hefur starfshópur ráðherra um almanna- þjónustuhlutverk RÚV skilað til- lögum. Þar er eitt og annað lagt til sem færa kunni stjórnskipulag- ið í átt til meira lýðræðis. Katrínu finnst einsýnt að breytingar verði gerðar. „Þetta er sérstakt eins og það er. RÚV er opinbert fyrirtæki með þingkjörna stjórn, faglegt eftirlit af hálfu menntamálaráð- herra og hlutabréfaeiganda sem er fjármálaráðherra fyrir hönd þjóðarinnar. Ábyrgð og aðkoma stjórnmálanna er því óljós og hana þarf að skýra. Ég tel líka að skoða þurfi hvernig hægt sé að auka lýðræðið í RÚV, til dæmis með aðkomu starfsmanna og fulltrúa listamanna og fræðasamfélags í stjórninni.“ Kvikmyndagerðarmenn reiðir Við höldum okkur við menning- una. Kvikmyndagerðarmenn segja stjórnvöld – og þar með Katrínu sem jú ber ábyrgð á málaflokkn- um – ganga af greininni dauðri með niðurskurðaraðgerðum. Það er ekki lítið að hafa á sam- viskunni. „Framlög til Kvikmyndasjóðs eru skorin niður um 23 prósent. Ástæða þess að svo mikið er skor- ið niður er sú að framlög til sjóðs- ins hafa hækkað mjög mikið á und- anförnum árum. Allir liðir sem hækkað hafa mikið á síðustu árum voru teknir til sérstakrar skoðun- ar. Framlög til Kvikmyndasjóðs eru þrátt fyrir niðurskurð talsvert hærri nú en fyrir nokkrum árum enda hafa þau hækkað verulega á fjórum árum.“ Katrín bendir á að framlög til Óperunnar hafi verið skorin niður um 20 prósent, framlög til Jöfnun- arsjóðs námsmanna um 28 prósent og svo mætti áfram telja. „Og ég get líka nefnt að rannsóknarsamning- urinn sem var gerður við Háskóla Íslands fyrir mína tíð og miðaði að stórfelldri aukningu til rannsókna upp á hundruð milljóna var nánast tekinn úr sambandi. Eigi að síður byggir hann á svipuðum hugmynd- um og aukningin sem átti að renna til kvikmyndagerðarmanna. Þeir tala réttilega um þjóðhagslega hag- kvæmni kvikmyndagerðar og það sama á við um rannsóknir. Það er hins vegar dýrt að vera fátækur. Við vorum með 200 milljarða króna halla á ríkissjóði í upphafi síðasta árs og stefnt er að því að ná honum niður í 100 milljarða með nýjum fjárlögum. Peningar eru af mjög skornum skammti og það er verið að taka hátt í milljarð króna út úr menningunni á þessum fjárlögum. Kvikmyndagerðarmenn og aðrir verða hins vegar að líta til þess að við erum ekki að ganga í gegn- um ein svona fjárlög heldur verð- ur þetta svona, að minnsta kosti á næsta ári. Vonandi verður hægt að hlífa kvikmyndagerðinni við frek- ari niðurskurði í næstu fjárlögum,“ segir hún. Leiðinlegur tími Katrín er annálaður menningar- áhugamaður og sinnti ýmsum störfum á sviði menningar og mennta áður en hún var kjörin á þing 2007. Hún segir erfitt að þurfa að stjórnast af hagrænum forsendum í störfum sínum. „Ég er að breytast í Excel-skjal og það er ekki skemmtilegt. Það er asnalegt að segja það – svona af því að ég bauð mig fram aftur eftir að ég varð ráðherra – en þetta er ekki skemmtilegur tími til að vera ráðherra.“ Sérðu eftir því að hafa boðið þig fram á nýjan leik? „Stundum geri ég það. Og ég held að margir stjórnmálamenn velti fyrir sér stöðu sinni þessa dagana. Ég held að það sé eðli- legt og nauðsynlegt að fólk hugsi nú um hvort það eigi raunverulegt erindi.“ Hefur hvarf lað að þér að hætta? „Já, það hefur reglulega gert það. En það hefur verið þannig í öllum störfum sem ég hef sinnt. Ég hef alltaf efast. En líklega miklu meira í þessu en öðru. Ég veit ekki hvort þetta er réttur bransi fyrir viðkvæmt fólk. Í þessu þarf fólk að vera hart af sér.“ Hefurðu rætt það við einhvern að hætta? „Við tölum um þetta á heimilinu. Umræðan hefur líka verið mun harðari í stjórnmálunum núna en þegar ég var að byrja í pólitík. Ég kem úr menningar- og menntageir- anum og er bara eins og venjulegt fólk og kannski ekki vön þessari tegund umræðu.“ Hvað segir fólkið í kringum þig? „Vinir og fjölskyldan spyrja hvort þetta sé eitthvað fyrir mig.“ En þú ert þarna enn þá. „Já, ég er hér enn þá. Ég bauð mig fram fyrir innan við ári. Ég vil klára það sem ég tek að mér og skoða svo stöðuna þegar það þarf að skoða stöðuna.“ Stíll Steingríms Við víkjum að Icesave. Stjórnvöld og aðrir vinna að því hörðum hönd- um að fá Breta og Hollendinga að samningaborðinu á ný. Katrín segir óvíst hvort betri samning- ar náist. „En ég er þeirrar skoðunar að það sé skylda okkar að reyna. Neit- un forsetans breytti stöðunni. Ég er raunar þeirrar skoðunar að það sé æskilegt fyrir Breta og Hollend- inga að ganga aftur að samninga- borðinu.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, tók Icesave-málið svo að segja í fangið og gerði að sínu. Þeirri skoðun hefur verið hreyft að það hafi verið mistök af hans Ég er að breytast í Excel-skjal … … og það er ekki skemmtilegt,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Í samtali við Björn Þór Sigbjörnsson ræðir hún um niðurskurðinn hjá Ríkisútvarpinu og til Kvikmyndasjóðs, ástandið í VG og þá staðreynd að hún hefur íhugað að hætta í pólitík. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Í þann stutta tíma sem hún hefur setið á Alþingi hefur verið gjörningaveður í stjórn- og þjóðmálunum. „Ég veit ekki hvort þetta er réttur bransi fyrir viðkvæmt fólk. Í þessu þarf fólk að vera hart af sér,“ segir hún og viðurkennir að hafa íhugað að hætta í pólitíkinni. Það stangast enda á við grundvallarhugsjónir hennar að skera niður opinber framlög til menningarmála. Í slíkum verkum hefur hún staðið að undan- förnu við litla hrifningu þeirra sem í hlut eiga. Hvað sem því líður ver Katrín gjörðir sínar; peningar eru af mjög skornum skammti og það er dýrt að vera fátækur, segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í STOFUNNI HEIMA Miklar annir fylgja þingmennsku og ráðherradómi. Katrín vinnur langan vinnudag en reynir að eiga frí á sunnudögum til að vera með fjölskyldunni. Þessi djúpstæði ágreiningur innan okkar raða hefur verið mjög erfiður. Sum okkar telja að við höfum verið á réttri leið en aðrir eru algjörlega ósammála.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.