Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 31
menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] janúar 2010 FRAMHALD Á SÍÐU 6 Fyrir nokkrum árum tók einn reyndasti kvikmyndagerðarmaður landsins, Ari Kristinsson, ákvörðun um að taka undir sig heljarinnar stafrænt stökk eða deyja ella með fi lmunni. Síðan hefur hann verið í fararbroddi kvikmyndatöku- manna sem nýta sér nýjustu tækni til að skapa nýja heima fyrir áhorfendur að hverfa inn í. Ari segir hljóðláta byltingu hafa átt sér stað í kvikmyndagerð. KVIKMYNDIR HÓLMFRÍÐUR HELGA SIGURÐAR- DÓTTIR Þ essa dagana situr Ari Kristinsson yfir eftir- vinnslu á nýrri kvikmynd eftir Grím Hákonarson, Sumarlandið. Fyrir nokkrum árum hefði sú vinna farið fram einhvers staðar í útlöndum. Þar hefði Ari setið dögum og jafnvel mánuðum saman í herbergi með ókunnugum manni og borið litaspjöld saman við film- ur á ljósaborði. Nú er filman horfin af sjónarsviðinu og stafræna tæknin tekin yfir. Þetta er bylting, segir Ari. „Núna eru kvikmyndir að hluta til búnar til eftir á. Þar af leiðandi tekur maður myndirnar með allt öðru hugarfari. Á meðan þetta var allt á filmu varðstu að klára þetta allt á tökustað. Nú þarftu að sjá til þess að grunnatriði séu í lagi. Mörg smáatriði og auka- atriði geturðu lagað seinna. Það hefur orðið bylting í kvikmyndabransanum sem ég held að fólk almennt geri sér enga grein fyrir. Ég er svo sem ekki hissa á því, enda áttar stór hluti þeirra sem er að gera kvikmyndir sig ekki á henni heldur.“ Hann játar að það geti verið skrýtið fyrir mann sem hefur notað filmu mestallt sitt líf að sumt líti beinlínis illa út á tökustað. „Jú, það getur verið dálítið óþægilegt. En þegar ég efast verð ég að trúa á mínar fyrri tilraunir. Það sparar heilmikinn tíma í mynda- töku að vinna þetta svona. Atriði í heild er kannski tekið upp á mörgum mismunandi og jafnvel mjög ólíkum dögum, til dæmis við misjöfn birtuskilyrði. Í litgreiningartölvunni er svo hægt að fá allt til að falla saman. Þannig að allt líti út fyrir að vera tekið við sömu skilyrði.“ Stafræna stökkið eða dauði Ari notaði filmu þar til honum fannst stafræna tækn- in komin á þann stað að hægt væri að ná sömu gæðum eða betri en á filmuna. Fyrsta stafræna myndin sem hann gerði var barnamyndin Duggholufólkið, sem hann leikstýrði sjálfur. Þegar svo kom að því að skjóta nýjustu mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Mömmu Gógó, kom ekki annað til greina í Ara huga en að fara stafrænu leiðina. Það tók hann nokkurn tíma að sannfæra Friðrik Þór um að sleppa filmunni. „Friðrik var dálítið smeykur við þetta til að byrja með. Tækninni fleygir svo hratt fram að hún hafði þróast töluvert frá því ég gerði Duggholufólkið. Nú notaðist ég við svokallaða RED-tækni. Munurinn á þessari tækni og þeirri sem ég notaði við Duggholu- fólkið er að þá þurfti ofsalega stórt harðdiskapláss til að geyma upplýsingarnar á. Latibær var þá eini staðurinn á landinu sem átti nægilega stórt harð- diskasafn og ég fór í samstarf við þá. RED-forritið þjappar myndinni saman án þess að skemma hana, þannig að hún tekur miklu, miklu minna pláss. Ég var ánægður með að Friðrik væri tilbúinn að taka BYLTING ÍSLENSKRAR KVIKMYNDAGERÐAR Semur tónlist fyrir Íslenska dansflokkinn Ólafur Arnalds og Alan Oyen vinna verk um endalok ástarinnar. SÍÐA 2 Íslendingar sýna í Berlín Björk Viggósdóttir með hljóðverk í spennandi lista- miðstöð í Mitte-hverfinu. SÍÐA 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.