Fréttablaðið - 30.01.2010, Side 32

Fréttablaðið - 30.01.2010, Side 32
MENNING 2 Í litla fallega salnum á loftinu í Iðnó var frumsýning á sunnudags- kvöldið á Tilbrigðum eftir Þór Rögnvaldsson og August Strind- berg. Þetta eru örstuttir einþátt- ungar, þrír fyrir hlé og tveir eftir hlé. Fyrst er frumgerðin leikin og síðan tilbrigðin með nútímaleg- um aðlögunum og aðstæðum sem hægt er að þekkja úr íslenskum raunveruleika. Raunar er frum- gerðin hin sterkari; svo klassísk að það skiptir engu máli að hún ger- ist á nítjándu öld. Hér hefur verið valin sú leið að halda sér alfarið við hina gömlu umgjörð í höttum og búningum í þessum fyrsta bút, en búningar í síðari hlutum voru úr samtímanum. Eiginkonan kemst að því að vin- konan hafi haldið við manninn hennar. Hugmyndin er ekki endilega eins og margir vilja lesa í verk- ið úr heimahögum rithöfundar- ins heldur ákaflega algengt þema í frönskum smásögum samtímans. Strindberg hafði af því talsverðar áhyggjur þegar hann ritaði verkið að verkið væri of stutt og innihald- ið of umfangsmikið. Hin sterkari er verk sem hver einasti leiklist- arnemi í Svíþjóð fæst við í skólum og enn er verið að setja þessa sýn- ingu upp jafnt með konum og körl- um og hafa margir leikarar reynt fyrir sér í þessum hlutverkum. Eiginkona Strindbergs Siri von Essen fór með hlutverk frú X 1889 sem hin sterkari en hann sjálfur sagði að hún væri hin mýkri. Þetta stutta verk er í raun að finna í upp- hafi annars leikrits (á sænsku For- drinsägaren). Hin sterkari er hluti af flokki einþáttunga, Paría og Samum sem Strindberg föndrar við sem eins konar rannsóknir á naturalismanum í leikhúsinu. Hér er um nokkurs konar einvígi tveggja persóna að ræða, þó það sé aðeins önnur sem talar og hin þegir og tjáir sig með líkama og svipbrigðum. Tvær vinkonur hitt- ast á veitingastað á aðfangadags- kvöld, því kvöldi þegar fólk á að vera í samvistum við sína nánustu og ekki í ópersónulegu öldurhúsi úti í bæ. Það hafa verið skrifaðar margar lærðar ritgerðir um þetta verk og hina innri baráttu þar sem önnur talar og hin þegir en gegn- um þögnina kemst sú er talar að því er hún sjálf túlkar að sé sann- leikurinn. Í uppsetningu Ingu Bjarnason með texta Þórs Rögnvaldssonar í fleiri stuttum samtölum byggðum á sama þema virðist leit listamann- anna vera að sýna að hin sterkari sé hin veikari að sá sem er veikur sé sterkur. Lilja Þórisdóttir leikur frú X í útgáfu Strindbergs sjálfs. Það er gott að sjá Lilju aftur svona geisl- andi á sviði og finna styrkinn og leikgleðina sem ávallt hefur verið hennar aðalsmerki. Guðrún Þórð- ardóttir fer með hlutverk þeirrar er þegir og er leikur hennar með augunum sterkur. Leikritið er fyrst sett á svið í Dagmar-Teatret, leik- húsi í Kaupmannahöfn árið 1889. Þá var skilningur svo góður yfir hin skandínavísku landamæri að ekki þurfti að bregða fyrir sig eng- ilsaxneskri tungu til þess að koma hugsunum sínum til skila. Í öðrum hlutanum kljást þeir Gunnar Gunnsteinsson og Valgeir Skafjörð. Valgeir talar og Gunn- ar þegir. Í þriðja hlutanum er komið að Lilju að taka við gusun- um frá Guðrúnu og í þeim fjórða hittast konurnar aftur og verkinu lýkur svo með að Gunnar og Val- geir eru í hlutverki mága þar sem Valgeir leikur fiðlusnilling sem velur að sitja og drekka sig fullan meðan mágurinn, sem hefur farið í meðferð og lært að fóta sig í líf- inu, gerir allt sem hann getur til þess að vekja hann úr dái drykkj- unnar og fá hann til þess að gera sér grein fyrir að slíkir snillingar eigi ekki að eyða lífi sínu í sull og kennslu, það bíða tónleikasalir úti í heimi. Áhorfendur sitja á kaffihúsi, það eru litlar fallegar rjómabollur á borðum og boðið er upp á kaffi og heitt súkkulaði meðan á sýningunni stendur. Salurinn er eins og snið- inn fyrir efnið og af og til kvaka endurnar og gæsirnar fyrir utan svo hátt að þær senda skilaboð inn í gjörninginn. Akkílesarhæll þess- arar sýningar í heild sinni var að sannleikanum var troðið oní fólk. Það hefði farið betur á því að leyfa undirtexta og þeim raunverulega vilja sem liggur til grundvallar gjörða að lifa aðeins betur. Gunnar er sterkur og með hljómþýða rödd og Valgeir sýnir það þarna eins og svo oft áður að hann er góður í byttunum og líkamsbeiting hans með þessum slettulegu hreyfingum fagmannleg og sniðug. Stöllurnar Guðrún og Lilja voru báðar eink- ar glæsilegar í fyrsta hlutanum en svo var eins og þeim fataðist svo- lítið flugið í þeim þætti þegar per- sóna Guðrúnar er að ásaka Önnu sem Lilja leikur. Búningarnir voru flottir Þetta er hefðbundið stofudrama og leikarar allir með góða fram- sögn þó leikstíllinn væri nú svolít- ið í anda gamla Iðnós. Vonandi að þetta verði nú til þess að rykið sé dustað vel af verkum Strindbergs og ekki síst að allir þeir listamenn sem að verkinu komu mæti aftur með önnur verk. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Klassískt verk fullt af leikgleði en það hefði betur farið ef undirtexti hefði lifað aðeins betur. Það er engu líkara en fjórmenn- ingarnir í Vampire Weekend hafi aldrei heyrt minnst á klisjuna um hina erfiðu og krítísku plötu númer tvö. Í öllu falli virðist hugtakið ekki þvælast fyrir New York-búunum á nýjustu plötu þeirra en frumraun- in, samnefnd bandinu, vakti mikla og verðskuldaða athygli fyrir tveimur árum, þótt líklega hafi hún farið í taugarnar á jafn mörg- um og fíluðu hana í botn. Á Contra er róið á sambærileg mið með tilheyrandi gáfumanna- léttleika og ævintýramennsku í lagasmíðum og útsetningum, en platan leitar líka enn víðar fanga en forverinn. Músíkin fer í raun í allar áttir, Afríkurythmar og eit- íspopp-áhrifin eru greinilegri en áður og hljóðfæri á borð við stál- trommur og sílafóna skamm- laust kynnt til sögunnar. Flóran hefur fengið efasemdamenn til að stimpla tónlist Vampire Week- end sem barnalega, en þá verður svo að vera. Contra ætti nefnilega að sannfæra flesta, nema þá helst örgustu fýlupúka sem hengja sig í minnstu smáatriði, um að sveit- in hefur óhemju gaman af því sem hún gerir og gerir það á eigin for- sendum. Það eitt og sér fer lang- leiðina með að tryggja gullið. Hér er á ferð plata sem virk- ar strax kunnugleg en gefur þó ekkert undan við ítrekaða hlust- un. Lagasmíðarnar eru grípandi, „húkkarnir“ bráðsmitandi, mel- ódíurnar ljúfar og hápunktarnir margir. Söngvarinn Ezra Koenig fer á kostum í upphafslaginu Hor- chata, Cousins er fyrirtaks amer- ískt slappstikk-pönk og Giving up the Gun dansgólfs-popp í hæsta gæðaflokki sem minnir dálítið á Fun Boy Three. Meðlimir sveitarinnar eru yfir- höfuð allt annað en feimnir við að sækja gull í greipar meistara for- tíðar og áhrif Pauls Simon jaðra við að vera glæpsamlega auð- merkjanleg á köflum, sérstaklega í hinum frábæru White City og Run. Einhvern tíma hefðu Vamp- ire Weekend vafalaust þurft að sæta gagnrýni af svipuðum toga og téður Simon þegar hann sendi frá sér plötuna Graceland, sem hann vann með suður-afrískum tónlist- armönnum og var í kjölfarið sakað- ur um tónlistarlega nýlendustefnu, en ýmislegt hefur breyst á aldar- fjórðungi. Jafnvel í þeim örfáu tilfellum þar sem lagasmíðarnar á Contra ná ekki allra hæstu hæðum, eins og í hinu ska-skotna Holiday, bæta útsetning- arnar það rækilega upp (og bætir í leiðinni fyrir þá áralöngu mis- þyrmingu sem ska-ið, þetta göfuga tónlistarform, hefur orðið fyrir af hálfu ungra Bandaríkjamanna með skrítnar hárgreiðslur). Diplomat‘s Son er svo besta lag plötunnar; Með góðum vilja er hægt að ímynda sér Morrissey syngjandi reggílag sem samplar bæði MIA og Toots and the Maytals. Blautur draumur í dós. Contra er plata sem á skilið að vera á fóninum langt fram eftir vetri og ætti að heyrast á öllum útvarpsstöðvum, að Útvarpi Lata- bæ meðtöldu. Undirritaður yrði ekki hissa þótt ekki kæmi út betri plata á árinu, að minnsta kosti ekki skemmtilegri plata. Kjartan Guðmundsson Niðurstaða: Tónlistin á annarri plötu Vampire Weekend fer í allar áttir og er stórskemmtileg og heillandi. Eins grípandi og þær gerast. Tónlist ★★★★★ Contra Vampire Weekend „Þetta er fyrsta verkið sem ég set upp á Íslandi og reyndar fyrsta skipt- ið sem ég yfirleitt kem til Íslands,“ segir norski dans- og leikritahöf- undurinn Alan Lucien Øyen sem kom til Reykjavíkur í byrjun desem- ber. „Ég þekki Katrínu Hall hjá Íslenska dansflokknum ágætlega og hef fylgst lengi með því sem hún er að gera. Þegar hún bauð mér að koma til Íslands og setja upp verk í Borgarleikhúsinu sló ég að sjálfsögðu til.“ Alan, sem er þrjátíu og tveggja ára gamall og býr í Björgvin, hefur átt farsælan feril ytra bæði sem dansari, danshöfundur og leikskáld. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín og þess má geta að fyr- irtæki hans, Winterguests, fékk nýlega styrk frá Norska listasjóðnum upp á 117 miljónir íslenskra króna. „Verkið sem ég samdi fyrir dans- flokkinn heitir Endalaus og fjallar um endalok ástarinnar. Hvað gerist þegar ástin deyr, eða deyr hún yfirleitt? Breytist hún kannski? Ég velti fyrir mér tilfinningunum sem vakna þegar sambönd enda, sorginni, fortíðarþránni og tómleikanum.“ Hið melankólíska yfirbragð verks- ins er ástæða þess að Alan hafði samband við íslenska tónlistarmann- inn Ólaf Arnalds sem semur tónlistina við verkið. „Ég hafði lesið frá- bæra umfjöllun um Óla erlendis og heyrt eitthvað af verkum hans og var mjög hrifinn. Mér fannst að tónlistin hans myndi passa verulega vel við það sem ég var að skapa. Það hefur gengið mjög vel að vinna saman. Mér finnst Íslenski dansflokkurinn sýna hugrekki með þessu verki, þegar fjallað er um ástina á þennan hátt er vissulega fín lína yfir í væmnina. Þau hafa tekist á við þetta með snilldarbrag.“ Endalaus er frumsýnt næsta fimmtudag og einungis sex sýningar verða í boði. Fín lína yfir í væmnina DANS ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON SKRIFAR Norðmaðurinn Alan Øyen og tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds semja um endalok ástarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Gull úr greipum fortíðar menning kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Anna Mar- grét Björnsson Hönnun: Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd: Stefán Karlsson Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is Leikhús ★★★★★ Tilbrigði við stef Stef Hin sterkari eftir August Strindberg Með tilbrigðum eftir Þór Rögn- valdsson Leikarar Guðrún Þórðardóttir, Gunnar Gunnsteinsson, Lilja Þórisdóttir, Valgeir Skagfjörð Ljós Jóhann Bjarni Pálmason Búningar Filore Berisha Aðstoð við leikstjórn Hildur Sif Thorarensen Leikstjóri: Inga Bjarnason Huggulegt stofuleikhús

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.