Fréttablaðið - 30.01.2010, Page 34

Fréttablaðið - 30.01.2010, Page 34
MENNING 4 Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Sértímar fyrir barnshafandi konur, byrjendur og lengra komna. Nýtt og spennandi gallerí og listamenningarmiðstöð sem nefnist MMX opnaði í hverfinu Mitte í Berlín í gær. Um er að ræða þúsund fermetra rými í fallegu gömlu húsi og garði þar sem fókusinn er á nýja nálgun í þýskri og alþjóðlegri list. Fyrsta sýningin opnar í dag en þar mun íslenska myndlistarkonan Björk Viggósdóttir sýna hljóð- verk með listaverki Rebeccu Loyche sem er ljósherbergergi með dagsbirtuljósi til að lyfta lundarfari gesta. „Þessi nýja listamiðstöð er gífurlega spennandi og það er frábært að geta tekið þátt,“ segir Björk sem einnig sýnir um þessar mundir á samsýningu í Gallerí Crymo í Reykjavík sem nefnist Flow/Line/Details. Björk er ekki eini íslenski listamaðurinn til að sýna í MMX en Darri Lorenzen sem er búsettur í Berlín verður með innsetningu sem einnig opnar um helg- ina. Meðal annarra listamanna sem sýna á þessari fyrstu sýningu sem lýkur 28. febrúar eru hinn þýski Patrick Timm sem sýnir sér- staka teiknivél, vídeóverk eftir hinn spænska Pablo Fernandez Pujol og svo verður sérstakt rými helgað vídeóverkum þar sem 35 verk verða í stöðugri spilun. MMX – Open Art Venue Linienstraße 142/143 10115 Berlin www. mmx.mx Íslendingar sýna í Berlín MYNDLIST ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON Björk Viggósdóttir er með hljóðverk á sýningu sem opnar í MMX í Berlín í dag. L istakonan Unnur Andrea Einarsdóttir útskrifað- ist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2005. Vídeóverkin henn- ar hafa verið sýnd um allan heim og meðal annars í Betlehem. „Ég fór upphaflega að læra myndlist því þar gat ég blandað öllu saman, tónlist, myndlist og leiklist. Ég fæst aðallega við víd- eóverk og gjörninga. Mér finnst gjörningaformið vera einstök upplifun því þetta er eitthvað sem maður er að gera einmitt þar og þá og maður deilir þessu andar- taki með áhorfandanum,“ útskýr- ir Unnur Andrea. Verk hennar hafa ferðast um heiminn undanfarin ár og verið sýnd víða, meðal annars í Evr- ópu, S-Ameríku, Indlandi og í Betlehem og segir Unnur Andr- ea að hún hafi fengið mjög mis- jöfn viðbrögð frá fólki við verkun- um, sumum finnist þau hræðileg en öðrum finnst verkin einstök. „Verkin hafa eiginlega ferðast heiminn sjálf. Ég hafði upphaf- lega sent nokkur verk eitthvert til sýningar og svo hafa menn sent þau áfram á önnur gallerí og svo framvegis. Ég hef meðal annars fengið bréf frá Indlandi þar sem mér var tilkynnt að eitt verka minna hafi verið á sýningu þar. Mér þótti sérstaklega vænt um að hafa fengið að taka þátt í sýning- unum í Betlehem því það er víst erfitt að fá vestræna listamenn og menningu þangað yfir vegna ástandsins þar. Ég sendi gallerí- rekanda eitt sinn nokkur vídeó- verk og hann hefur notað þau öll á nokkrum mismunandi sýning- um, Ég er sem sagt mikil stjarna í Betlehem,“ segir Unnur Andrea og hlær. - sm STJARNA Í BETLEHEM Annað hvort hötuð eða dáð. Unnur Andrea segist hafa fengið misjöfn viðbrögð við verkum sínum, sumir elska þau, öðrum finnst þau hræðileg. Melaninholia Ljósmynd úr vídeóvekinu Melaninholia 3 frá árinu 2008. Annað hvort hötuð eða dáð. Unnur Andrea segist hafa fengið misjöfn viðbrögð við verkum sínum, sumir elska þau, öðrum finnst þau hræðileg. Mikil bók að vöxtum, á þriðja hundrað síður í þéttskrifuðum eindálki, en auðlesin og aðgengi- leg, fyndin, hvöss og málglöð með eindæmum. Bókin er yfirlit yfir sögu íslenska lýðveldisins frá stofnun þess í úrhellinu sumarið 1944 til loka nýliðins árs. Sextíu og fimm ár í sextíu og sex erind- um (eða ljóðum) sem hvert um sig er frá tveimur upp í tæpar tíu síður. Bókin er því eins konar „Öldin okkar“ í ljóðformi (sem jaðrar við prósa) eða öllu heldur 66 skáldleg áramótaskaup í rit- uðu máli. En skopið er einkar nap- urt og hæðið. Bókin einkennist af ísköldu háði, biksvörtum húmor, afbökuðum útúrsnúningum og afgæðingum, ögrandi vísunum í eldri skáld og skáldskap, mein- yrtum lýsingum á helstu atburð- um (og persónum og leikendum) liðinnar tíðar: allt og allir fá það óþvegið, engum er hlíft, ekkert er skáldinu heilagt – bókin „storkar blygðunarlaust helgustu kenndum kristinna manna“ (63), lætur allt flakka og fokka. Vegur og særir á víxl. Hápólitísk bók, berorð og bein- skeytt, höfundur felur hvergi viðhorf sitt til atburða og ein- staklinga (sem eru óspart nafn- greindir) talar ávallt út þótt hann snúi víða útúr, predikar án afláts og gefur lesanda sínum lítið svig- rúm til að gelda í vegginn. Mark- miðið er áróður og málafylgja en hvorki lýrísk hughrif né íhugun skáldlegra ráðgátna. Kostir bók- arinnar eru mælska, orðfimi, dirfska, stílfærni, málhæfi, skörp málbeiting, frjótt ímyndunarafl, markviss tök á afbökunum, mein- leg kímnigáfa og nístandi írónía. Lestir bókarinnar eru einlit sjón- armið, einstrengingsleg umvönd- un, skefjalaus stóryrðaflaumur á stundum, víða oftrú á mælgi og stagli: skortur á ritstjórn og ögun – það besta er bæði hnyttið og frumlegt, nýstárlegt og eggjandi, en víða inn á milli eru bragðlitl- ar langlokur og ansi súrt slátur; hálfkæringur, fjas og margtuggn- ir brandarar. Þetta er nútímalegur lands- ósómi, textinn hamslaus spuna- og hrunadans eins og fyrir- myndin: „Þurfa menn ógæfu til að yrkja?“ (20) spyr skáldið, og kveikja þessarar bókar og und- irrót er vissulega ógæfa heillar þjóðar, siðlaus græðgi og stjórn- lausar fjárglæfrar: „Stórasta land í heimi var aðeins málvilla“, útrás- in útræsi (197). Saga um „skáld- aða skáldaþjóð“ (203) og stráka- skríl sem vildi „dúxa á prófum án þes að lesa fyrir þau“ (199): Saga um „stærsta bankarán sögunnar“ (201). Sigurður Hróarsson Niðurstaða: Hressileg bók, málóður skáldskapur í takt við svikin fyrirheit. Hápólítísk, berorð og beinskeytt Bókmenntir ★★★ Ljóðveldið Ísland Sindri Freysson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.