Fréttablaðið - 30.01.2010, Page 58

Fréttablaðið - 30.01.2010, Page 58
menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] Janúar 2010 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VIÐ ERUM Á FACEBOOK Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu EINSTÖK UPPLIFUN Golf í London verð frá:* 99.000- 99.000- 110.000- 140.000- Foxhills Club & Resort Donnington Valley Hotel & Spa NÝTT - Formby Hall Golf Resort & Spa Celtic Manor Resort Hanbury Manor The Grove * Flug með Icelandair, flugvallaskattar og aukagjöld, gisting með morgunverði, golf og aðgengi að heilsulindum hótelanna. Bókaðu golfferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000 Kynntu þér kosti þess að skella sér í golfferð til London með GB Ferðum: AÐ TJALDABAKI Klám eða snilld? Það eru skiptar skoðanir á nýjustu bók- inni í Neon- seríu Bjarts, Votlendi eftir þýska rithöfundinn Charlotte Roche. Bókin fjallar um unga stúlku sem er lögð inn á spít- ala eftir að hafa skorið sig við rakstur á milli rasskinnanna. Frásögnin er vægast sagt bersögul og ekki við hæfi viðkvæmra enda skiptist lesendahópurinn í tvo hópa – annar kúgast og kallar hana klám en hinn lofar. Áttu Guðrún Vilmundardóttir og félagar hjá Bjarti víst í stökustu vandræðum með að finna viljugan þýðanda, þar til Bjarni Jónsson leik- skáld tók að sér verkið. Guð- rún er líka glúrin í markaðs- setningu – Votlendi kemur út 2. febrúar næstkomandi, sem svo skemmtilega vill til að er einmitt alþjóðlegur dagur votlendis. Sýningin Ljóslitlífun er skemmtileg kynning á öllum helstu „hipp og kúl“ listamönn- um Íslands um þessar mundir, eins og Sigtryggur Berg Sigmars- son, Davíð Örn Halldórsson, Sara Riel og Helgi Þórsson eru. Í dag gefst unga fólkinu tækifæri til þess að kynnast þessari hressu málaralist en klukkan 14 hefst dagskrá þar sem leitað er að furðuver- um, dýrum og plöntum sem birtast á ólíklegustu stöðum á sýningunni og kannað hvernig málverkin flæða út fyrir ramma, mörk og „venju- leg“ rými. Það er frítt inn og allir velkomnir. Lærisveinn Nerdrums, Þrándur Þórarinsson, sýnir málverk frá og með deginum í dag á veggj- um veitinga- hússins Geysis í Aðalstræti 2 í Reykjavík. Verkin eru hluti af sýn- ingu Þrándar, Áfangar, sem haldin var í 101 Gallerí nýlega.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.