Fréttablaðið - 30.01.2010, Page 59
LAUGARDAGUR 30. janúar 2010 31
hálfu. Katrín segir þetta hefðbund-
in vinnubrögð flokksformannsins.
„Þetta er hans stíll. Hann legg-
ur sig allan undir sama hvaða mál
eiga í hlut. Þetta gerði hann með
Icesave og líka skattkerfisbreyt-
ingarnar. Ég er ekki viss um að
það sé rétt að kalla það mistök því
þegar vel gengur eru allir glað-
ir. Þegar við lögðum af stað með
minnihlutastjórnina fyrir ári sögð-
umst við ætla að leysa þetta. Það
höfum við reynt en engan óraði
fyrir að ári síðar yrði málið enn
óleyst.“
Ömurlegt er orðið sem Katr-
ín velur Icesave-málinu. En þó
að enginn íslenskur skattgreið-
andi vilji borga skuldir sem hann
stofnaði ekki til segist hún telja að
langflestir séu sammála um að það
verði að leysa málið.
Óviss um lagalegu ábyrgðina
En hvað vill hún sjálf?
„Mín skoðun er sú að við berum
ábyrgð á stjórnvöldum á hverjum
tíma. Stjórnvöld á þeim tíma tóku
ákvarðanir sem skapa þessa stöðu
nú. Við hljótum að bera einhverja
ábyrgð á því sem gerðist en ég er
hins vegar ekki viss um að við
berum lagalega ábyrgð. En málið
hefur aðrar hliðar; siðferðislegar
og hagrænar og að teknu tilliti til
þessa alls komst ég að þeirri nið-
urstöðu að segja já við málinu í
tvígang í þinginu.“
Katrín telur fyrri ríkisstjórn
hafa átt að bregðast við öðru vísi
en hún gerði þegar Bretar beittu
hryðjuverkalögunum. „Þá áttum
við að fara í hart en við misstum
þá af tækifæri til að fara með það
mál fyrir dómstóla. Eftir það hef
ég stutt það heils hugar að leysa
þetta með samningum.“
Stjórnarandstaðan hefur hald-
ið uppi látlausri gagnrýni á ríkis-
stjórnina í Icesave-málinu. Katrín
segir umræðuna hafa verið stór-
yrta en viðurkennir af heiðarleika
að líklega hefði hún orðið það,
sama hverjir hefðu verið í stjórn-
arandstöðu. Hún fordæmir hins
vegar allt tal um landráð og að
fólk hafi gætt hagsmuna erlendra
ríkja, telur það fyrir neðan allar
hellur.
Erfitt ástand í VG
En gagnrýnin hefur ekki aðeins
komið úr fylkingum stjórnar-
andstöðunnar, þingmenn Vinstri
grænna eru jú sumir hverjir harð-
ir andstæðingar Icesave-samn-
inganna og laganna um þá. Og
Ögmundur hætti í ríkisstjórninni.
Katrín er sammála því að málið
hafi leikið VG afar grátt.
„Þessi djúpstæði ágreiningur
innan okkar raða hefur verið mjög
erfiður. Sum okkar telja að við
höfum verið á réttri leið en aðrir
eru algjörlega ósammála.“
Truflar þetta önnur mál í flokkn-
um?
„Já það gerir það. ESB-málið
hefur líka verið okkur erfitt. Og
veran í ríkisstjórn hefur svo sem
verið okkur erfið út af fyrir sig.
Eftir tíu ár í stjórnarandstöðu þar
sem við gátum verið með skýra
afstöðu í öllum málum þurfum
við að gera málamiðlanir. Lítið
dæmi er þessi mikli niðurskurður
til menningar sem ég í prinsippinu
er algjörlega á móti.“
Það er kannski hrokafullt að
spyrja en hentar það flokki eins
og VG að vera í ríkisstjórn?
„Þetta er ekki hrokafull spurn-
ing. Það má alveg spyrja hvort það
er veikleiki eða styrkleiki að þing-
menn greiði ekki allir atkvæði sem
einn og þetta hefur oft verið rætt í
þingflokknum. Það getur stundum
verið styrkleiki að vera sammála
um að vera ósammála en þetta er
auðvitað óhefðbundið í samanburði
við til dæmis hinn hefðbundna
valdaflokk íslenskra stjórnmála,
Sjálfstæðisflokkinn. Á þeim bæ
væri svona lagað fjarstæðukennt.
En ég held að í öllu falli séum við
vel stjórntæk þó við stundum ann-
ars konar stjórnmál.“
Stjórnin metur stöðuna
Hver verður staða ríkisstjórnar-
innar ef Icesave verður fellt í þjóð-
aratkvæðagreiðslu?
„Ég sé ekki fyrir mér að við
segjum sjálfkrafa af okkur eins og
sumir telja. Ekki frekar en að við
munum sjálfkrafa halda áfram þó
Icesave verði samþykkt. Það þarf
að meta stöðuna hvernig sem fer.“
Við sitjum í stofunni hjá Katrínu
í Vesturbænum. Yngri drengurinn
hennar er með hlaupabólu og finnst
gott að hafa mömmu sína hjá sér.
Það er fátítt að menntamálaráð-
herra sé heima hjá sér um hábjart-
an virkan dag. „Ég held að þetta sé
í fyrsta sinn sem ég sem ráðherra
er heima hjá veiku barni. Maðurinn
minn sinnir því venjulega en í dag
er hann að kenna uppi á Bifröst.“
Vinnurðu annars sjö daga vik-
unnar?
„Stundum en það er meira um að
ég vinni mjög langa fimm daga vik-
unnar. Ég reyni alla vega að vera
heima hjá mér á sunnudögum.“
Að þessu sögðu kveðjumst við.
Síðari hálfleikur í leik Íslendinga
og Norðmanna á Evrópumótinu í
handbolta er að hefjast. Ráðherra
íþróttamála þarf jú að fylgjast
með.
➜ VARÐ RÁÐHERRA Á AFMÆLISDEGINUM SÍNUM
Katrín er fædd 1. febrúar 1976.
Hún varð því ráðherra á 33 ára
afmælisdeginum sínum fyrir rétt
tæpu ári.
Katrín er með próf í íslensku og
íslenskum bókmenntum. Hún
sinnti margvíslegum störfum á
sviði menningar og kennslu áður
en hún var kjörin á þing 2007.
Hún var formaður Ungra vinstri
grænna 2002-2003 og hefur verið
varaformaður VG frá 2003. Hún
var varaborgarfulltrúi í Reykjavík
2002-2006.
Marki Katrínar er Gunnar Örn Sig-
valdason og eiga þau synina Jakob
og Illuga.
afsláttur
30
70
til
prósent
íþróttaskór útivistarfatnaður sportfatnaður barnafatnaður reiðhjól
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND www.utilif.is
mei
ri
afsl
áttu
r