Fréttablaðið - 30.01.2010, Side 66

Fréttablaðið - 30.01.2010, Side 66
BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar 38 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Margir stórkostlegir list- málarar voru gróflega misskildir í lifanda lífi. Ég passa fullkomlega inn í þann hóp. Ég verð lofaður og dáður löngu eftir dauða minn. Ef ég næ að útmá öll spor. Ég er að safna skeggi! Ókei. Fínt. Ég mun ekki raka mig, sama hvað þú segir. Þessi mótþróafulla uppreisn hefði meiri þýðingu ef þú styddir ekki svo hjartanlega við bakið á mér. Afsakið, elskan. Ef einhver hefði sagt mér fyrir tíu árum að einn daginn yrði ég kominn á fætur klukkan sex að morgni á frídegi og væri hamingjusamur með það, þá hefði ég sagt að sá hinn sami væri klikkaður. Gleðileg jól, ástin. Það á enn eftir að lagfæra nokkrar villur í tölvubún- aðinum, slæmir hlutir eru að henda gott fólk... MIÐASALAN ER OPIN 13-17 MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 Samstarfsaðili: MIÐASALA Á WWW.LEIKFELAG.IS MIDASALA@LEIKFELAG.IS ÓTRÚLEG LEIKTILÞRIF! ÓTRÚLEG SPENNA! ÓTRÚLEGAR TÆKNIBRELLUR! TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í SÍMA 4 600 200! 4 LEIKA RAR 13 9 HLUT VERK F É L A G Í S L E N S K R A B Ó K A Ú TG E F E N D A BÓKAMARKAÐUR 2010 Árlegur Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður Í Perlunni 19. febrúar til 7. mars næstkomandi. Útgefendur sem vilja bjóða bækur sínar á markaðinum er bent á að hafa samband við Félag íslenskra bókaútgefenda sem fyrst, eða eigi síðar en 5. febrúar nk., í síma 511 8020 eða á netfangið baekur@simnet.is Aðeins verður tekið á móti bókum sem komu út 2008 eða fyrr. Nú er orðið ljóst að ef ísbjörn gengur á land á Íslandi þá verður hann skotinn. Viðbragðsáætlunin er ekki flóknari en það og við getum hætt að tala um sérhönnuð búr og deyfilyf. Þetta er hugsanlega skýrasta viðbragðsáætlun sem til er á landinu. Ef þú sérð ísbjörn, þá skaltu skjóta hann í haus- inn. Flott. Þetta er þá komið á hreint. NÚ þurfum við að snúa okkur að smíði við- bragðsáætlunar ef annarri skepnu í útrým- ingarhættu skolar á land; útrásarvíkingn- um. Útrásarvíkingar voru algengastir hér á landi í kringum aldamót og allt til ársins 2008. Þá snarminnkaði stofninn í kjölfar þess að beitilandið nánast hvarf. Þeir sem lifðu af héldu flestir til annarra landa þar sem enn má finna fóður, en útrásarvík- ingar nærast á peningum, skuldabréfum, verðbréfum og öðrum verðmætum pappír. ÚTRÁSARVÍKINGA má þekkja á klæða- burði þeirra. Þeir eru yfirleitt klæddir í falleg jakkaföt, í sléttum skyrtum og með stórglæsileg bindi. Ég vil benda fólki á að mikilvægt er að halda ró sinni þegar útrásarvíkingur verð- ur á vegi manns. Mikilvægt er að styggja hann ekki með tali um liðna tíð og í engum tilvikum ætti fólk að biðja hann um pen- inga. Útrásarvíkingurinn er fljótur upp ef á honum er brot- ið og er hann oft með her svokallaðra „lög- fræðinga“ með í för. Þeir eru sérstaklega hættulegir – séu þeir hungraðir. GEÐ útrásarvíkingsins ræðst mikið til af ástandi á fjármálamörkuðum. Ekki nálgast hann ef Úrvalsvísitalan er veik. Þá bítur hann. Ef grænar tölur einkenna fjármála- markaði ætti útrásarvíkingurinn hins vegar að vera mjög gæfur. Í einhverjum til- vikum ætti að vera í lagi að nálgast hann, klóra honum bak við eyrun og leyfa honum að éta klink úr lófa. Ef útrásarvíkingur- inn byrjar að sleikja lófann er mikilvægt að slíta sig frá honum – hann er þekktur fyrir að grípa allan lófann, sé honum réttur fing- ur. EKKI er mælt með því að halda útrásar- víkinga sem gæludýr og þeir henta einnig illa við búskap. Þeim lyndir illa við önnur dýr og þeir sem hafa geymt þá í hesthús- um segja að það endi yfirleitt með því að þeir reyni að kaupa hrossin. Vel hefur hins vegar reynst að geyma þá með svínunum, en líffærum og atferli útrásarvíkingsins svipar mjög til svína. ÉG vona að þið getið notað þessar upp- lýsingar, ef útrásarvíkingi skolar á land í ykkar sveit. Ef allt bregst er gott að vita af búrinu sem átti að geyma ísbirni, en ætti að rúma tíu til tólf útrásarvíkinga. Viðbragðsáætlun

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.