Fréttablaðið - 30.01.2010, Side 78

Fréttablaðið - 30.01.2010, Side 78
50 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR HANDBOLTI Íslenska landslið- ið hefur staðið sig frábærlega á Evrópumótinu í Austurríki og er búið að tryggja sér sæti í undan- úrslitunum á sínu öðru stórmóti í röð. Vörnin og markvarslan hefur verið frábær stærsta hluta mótsins en það sem stendur líka upp úr er fjölbreytni sóknarleiksins þar sem allir sex byrjunarliðsmenn liðsins hafa skorað meira en fjögur mörk að meðatali í leik. Íslenska landslið- ið á þannig sex leikmenn meðal 26 markahæstu manna Evrópumótsins þegar aðeins á eftir að spila örfáa leiki á mótinu. Íslenska landsliðið hefur skorað mest allra liða á EM eða 32,0 mörk að meðaltali, þar af hefur þessi sextett, sem er byrjunarlið liðsins, skorað 27,2 mörk í leik eða 85 pró- sent markanna. Arnór Atlason er markahæsti leikmaður íslenska liðsins með 33 mörk í 6 leikjum eða 5,5 mörk að meðaltali. Arnór hefur skorað öll mörkin sín utan af velli og 23 af þeim hafa verið úr langskotum. Arnór hefur einnig skorað flest mörk úr gegnumbrotum í íslenska liðinu eða alls fimm. Ólafur Stefánsson er annar markahæsti leikmaður íslenska liðsins með 27 mörk í 6 leikjum eða 4,5 að meðaltali í leik. Ólafur hefur skorað 21 af mörkum sínum úr langskotum og 2 úr vítum. Þeir Snorri Steinn Guðjónsson, Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa allir skor- að 26 mörk í 6 leikjum eða 4,3 að meðaltali. Snorri Steinn hefur skor- að flest mörk úr vítum (14), Guðjón Valur hefur skorað flest úr hraða- upphlaupum (16) og úr horni (10) og Róbert Gunnarsson hefur skor- að flest af línu eða 24. Alexander Petersson er síðan sjötti maðurinn með yfir fjög- ur mörk en hann hefur skorað 25 mörk í 6 leikjum eða 4,2 að meðal- tali í leik. Fimm leikmenn íslenska liðsins skoruðu fjögur mörk eða meira í leik á HM í Þýskalandi fyrir þrem- ur árum en Ísland átti þá marka- hæsta mann mótsins í Guðjón Val Sigurðssyni. Guðjón Valur skoraði þá 6,6 mörk að meðaltali í leik en þeir Ólafur Stefánsson (5,3) Snorri Steinn Guðjónsson (5,3), Logi Geirs- son (4,8) og Alexander Petersson (4,8) skoruðu allir yfir fjögur mörk að meðaltali í tíu leikjum íslenska liðsins á mótinu. Það er ekki skrítið að handbolta- sérfræðingar hrósi sóknarleik íslenska liðsins og að margir telji okkur eiga besta sóknarlið heims. Það er nefnilega ekki auðvelt að stoppa íslenska liðið þegar mörkin koma úr öllum áttum. ooj@frettabladid.is Mörkin úr öllum áttum á EM Það gæti farið svo í fyrsta sinn á stórmóti að sex leikmenn íslenska landsliðsins skori 4 mörk að meðaltali í leik. Sex markahæstu menn íslenska landsliðsins eru allir meðal þeirra 26 markahæstu á EM í Austurríki. NÆSTA SÓKN PLÖNUÐ Guðmundur Guðmundsson fer yfir sóknarleikinn með þeim Snorra Steini Guðjónssyni, Róberti Gunnars- syni og Ólafi Stefánssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ DIENER LEIKMENN MEÐ 4 MÖRK Í LEIK Á SÍÐUSTU MÓTUM: EM 2010 Arnór Atlason 5,5 mörk í leik (33/6) Ólafur Stefánsson 4,5 (27 mörk/6 leikir) Snorri Steinn Guðjónsson 4,3 (26/6) Róbert Gunnarsson 4,3 (26/6) Guðjón Valur Sigurðsson 4,3 (26/6) Alexander Petersson 4,2 (25/6) ÓL 2008 Snorri Steinn Guðjónsson 6,0 (48/8) Guðjón Valur Sigurðsson 5,4 (43/8) EM 2008 Guðjón Valur Sigurðsson 5,7 (34/6) Ólafur Stefánsson 4,8 (19/4) Snorri Steinn Guðjónsson 4,7 (28/6) HM 2007 Guðjón Valur Sigurðsson 6,6 (66/10) Ólafur Stefánsson 5,3 (53/10) Snorri Steinn Guðjónsson 5,3 (53/10) Logi Geirsson 4,8 (48/10) Alexander Petersson 4,8 (48/10) HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs- son segir gott að vita til þess að íslenska handboltalandsliðið sé í þeirri stöðu að geta skemmt þjóð- inni á þeim erfiðu tímum sem nú ganga yfir. „Miðað við þær áhorfstöl- ur sem maður hefur séð hlýtur það að þýða að fólki líður vel og sé ánægt á meðan við erum að standa okkur vel,“ sagði Guðjón Valur. „Okkur tekst kannski ekki að fá Breta og Hollendinga til að slaka á kröfum sínum í Icesave-málinu en við teljum það mikil forrétt- indi að geta sett sig í hlutverk skemmtikrafts sem getur gefið fólki gleði í þann stutta tíma sem við erum að spila handbolta. Við erum ekki að gera þetta aðeins fyrir okkur.“ Vonandi verður gleðin áfram við völd í dag en Ísland mætir Frakklandi í undanúrslitum EM í handbolta klukkan 13.00. - esá Guðjón Valur Sigurðsson: Gaman að skemmta fólki GUÐJÓN VALUR Ánægður með stuðning- inn frá þjóðinni. MYND/DIENER > Sauma þurfti tvö spor í Sverre Það var hart tekist á í leik Íslands og Noregs á EM í hand- bolta í fyrrakvöld. Baráttan var mest á milli varnarmanna íslenska liðsins og þess norska línumanns sem var inn á hverju sinni. Baráttan var oft afar harkaleg og þurfti að sauma tvö spor í hnakka Sverre eftir að hann fékk oln- bogaskot frá Bjarte Myrhol í leiknum. Það kemur þó ekki að sök og verður Sverre að óbreyttu í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Frökkum í dag. Björgvin Páll Gústavsson hefur átt frábæru gengi að fagna á Evr- ópumeistaramótinu í handbolta eins og svo margir aðrir leikmenn íslenska landsliðsins. „Þetta hefur verið mjög furðulegt mót,“ sagði Björgvin Páll um eigin frammistöðu. „Styrk- leikar mínir hafa orðið að mínum veik- leikum og svo öfugt. Ég hef til dæmis ekki náð mér á strik í vítaköstunum hér úti og átt í vandræðum með snúningana inn úr hornunum. Ég hef yfirleitt verið hvað bestur í að takast á við það í gegnum tíðina. Það er því gott að vita að ég á helling inni en mér finnst að ég hafi verið að spila aðeins undir getu. Ég vona að ég toppi svo á réttum tíma.“ Björgvin Páll hefur áður gefið út að hann ætlar sér í hóp fremstu handboltamarkvarða heimsins. „Það var eitthvað sem ég ákvað þegar ég var fjórtán ára gamall. Ég ætla mér í hóp fimm bestu markvarða heims og mér finnst ég vera á góðri leið þangað. Að ná þessum árangri með landsliðinu er eitt skrefið í því ferli. Ég mun halda áfram að vinna að þessu og það er svo aðeins tímaspursmál hvenær þetta verður að veruleika.“ Björgvin verður 25 ára á árinu og því á hann enn mörg ár eftir í bolt- anum. „Ég held að ég sé langyngstur allra þeirra markvarða sem eru komnir í undanúrslit með sínum landsliðum. Steinar Ege, sem stend- ur í norska markinu, er 38 ára. Ég álít því að ég eigi um 20 góð ár í boltanum til viðbótar,“ sagði hann og hló að þeirri tilhugsun að hann gæti enn verið að spila þegar Evrópumeistara- mótið fer fram árið 2030. Ísland mætir liði Frakka í dag en með því liði leikur einn besti markvörður heimsins, Thierry Omeyer. „Hann er einn af fimm bestu markvörðum heims í dag. [Kasper] Hvidt hefur einnig verið í fremstu röð. Þá er [Arpad] Sterbik hjá Spánverjunum líka í þessum hópi,“ sagði Björgvin. „En minn uppáhaldsmark- vörður hefur alltaf verið Thomas Svensson. Við höfum svipaðan persónuleika og erum svipaðir markverðir. Hann hefur líka þjálfað mig mikið og veitt mér mikinn stuðning og innblástur.“ HANDBOLTI Vigni Svavarssyni fannst auðvitað súrt í brotið að hafa misst af Ólympíuleikunum í Peking þar sem liðið náði silfurverðlaununum frægu. Hann gat ekki spilað með á leikunum þar sem hann átti við meiðsli að stríða. „Jú, auðvitað var það svekkj- andi á sínum tíma en ég hristi það af mér á tveimur dögum,“ segir hann og neitar því ekki að honum þætti það spennandi tilhugsun að fá að taka þátt í öðru ævintýri með íslenska landsliðinu nú. „Ég er spenntur eins og allir aðrir í liðinu við að fá að takast á við þetta verkefni. Það er draumur fyrir mig að fá að upplifa undanúr- slit í stórmóti. Þannig er það örugg- lega líka fyrir hina leikmennina,“ sagði Vignir við Fréttablaðið í gær. Hann segir að liðið hafi fagnað vel þegar ljóst varð að það væri komið í undanúrslit en að menn hafi verið fljótir að kippa sér aftur á jörð- ina. „Við vorum vissulega glaðir en vorum þó ekki að tapa okkur í fagnaðarlátunum. Þetta fór eins og við ætluðum okkur og við nutum þess um kvöldið. Sumir fóru út af hótelinu til að fá sér að borða en við vorum þó allir komnir snemma í háttinn til að vera tilbúnir fyrir verkefni dagsins.“ Sem kunnugt er tapaði Ísland fyrir Frakklandi í úrslitum Ólymp- íuleikanna og hefur verið með sterkustu þjóðum í heimi undanfar- in ár. „Frakkar eru með hrikalega gott lið og þessir leikmenn hafa spilað lengi saman. Þetta verður því mikil áskorun fyrir okkur en ég hlakka mikið til að takast á við hana.“ - esá Vignir Svavarsson línumaður missti af Ólympíuleikunum en er með á EM: Frakkar eru með hrikalega gott lið VIGNIR SVAVARSSON Átti erfitt uppdráttar í upphafi móts en leik feykivel gegn Norð- mönnum. MYND/DIENER BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON LANDSLIÐSMARKVÖRÐUR: Á VONANDI 20 GÓÐ ÁR EFTIR Í BOLTANUM Á helling inni og toppa vonandi á réttum tíma sport@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.