Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Fréttablaðið er með 212% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2009 – janúar 2010. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 73,8% 23,7% ÞRIÐJUDAGUR 9. febrúar 2010 — 33. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég var lengi búin að leita að ein-hverju sniðugu sem hentaði mann-eskju í mínum sporum, sem er í fullri vinnu, einhleyp og með tvö börn og hefur ekki tíma fyrir rækt-ina. Þá uppgötvaði ég þetta í gegn-um frænku mína og líkaði svo vel að ekki var aftur snúið,“ segir Anna Helgadóttir, vefstjóri hjá Marel, sem tók þeirri óvenjulegu áskorun frænku sinnar, sem æfir crossfit af miklum móð, að ljúka 5.050 froskahoppum á hundr ð d hendir sér niður á gólf, skýtur fót-unum aftur fyrir sig og tekur eina armbeygju þannig að brjóstkass-inn snerti gólfið. Því næst stekk-ur maður til baka og hoppar aftur upp. Þetta er endurtekið eftir því sem við á.“ Önnu segist hafa gengið vel að ná settu marki þótt hún neiti ekki að stundum hafi reynt á þolrifin. „Sérstaklega í kringum þ js í reyndar einu sinni,“ viðurkennir Anna. „Ég tók mér þriggja daga frí til að undirbúa afmælið hans pabba, en bætti mér það upp með því að taka fleiri æfingar næstu daga á eftir og missti ekki úr æfingu eftir það.“Nú þegar settu marki er náð seg-ist Anna finna á sér mikinn mÉg sef b t Hoppaði 5.050 sinnumAnna Helgadóttir nýtti sér óvenjulega en árangursríka leið til heilsueflingar sem fólst í því að taka 5.050 froskahopp á hundrað dögum. Hún segist vera ný og betri manneskja fyrir vikið. M YN D /IN G Ó LFU R JÚ LÍU SSO N Anna segist finna á sér mikinn mun nú þegar settu marki er náð, meðal annars sofi hún betur og löngunin í sætindi og feitan mat hefur snarminnkað. Anna heldur úti heimasíðu, anna.is, þar sem hægt er að fræðast betur um áskorunina. NÝR UPPSKRIFTAVEFUR hefur litið dags-ins ljós á vefsíðunni freisting.is. Öllum er frjálst að senda inn uppskriftir en síðuna má finna á slóðinni http://uppskriftir.freisting.is Fjölþrepa bakbrettið• Eykur sveigjanleika• Linar bakverki• Bætir líkamsstöðu• Auðvelt í notkun• Má nota hvar sem er Opið virka daga frá kl. 9 -18www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Verð: 7.950 kr. OPIÐ HÚS AFS-skiptinemasamtökin verða með opið hús á morgun, miðvikudaginn 10. febrúar, kl. 17-19 í húsa- kynnum samtakanna, Ingólfsstræti 3, Reykjavík.• Skiptinemadvöl• Sjálfboðaliðadvöl• Fósturfjölskyldur Við hvetjum fólk til að líta við hjá okkur og kynna sér starfsemi AFS og það sem samtökin hafa upp á að bjóða. VEÐRIÐ Í DAG Afneitun „Nú er ljóst að útrásin var reist á sandi og það vissu íslenskir ráðamenn áður en „hrunið“ var,“ skrifar Sverrir Jakobsson. Í DAG 16 börnÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010 Umdeild hjálpartækiSkiptar skoðanir eru á því hvort notkun snuða sé til góðs. SÍÐA 6 Nálgast viðfangsefnið á hispurslausan háttÞóra Sigurðardóttir vinnur að nýrri handbók fyrir foreldra. SÍÐA 2 • Barnatannkremið frá Weleda er þróað í samvinnu við tann-lækna. Það er hannað fyrirbarnatennur, það má gleypa og það inniheldur ekki flúor. • Létt og mild húðmjólk, gott fyrir viðkvæma húð. Það er auðvelt að bera kremið á, smýgur auðveld-lega inn í húðina. • Kuldakremið er algjörlega nauðsyn-legt á veturna, verndar viðkvæma húð andlitsins gegn kulda og vindi. Inniheldur ekki vatn, hentar öllum aldurshópum. Lífrænt ræktað án aukaefna • www.weleda.is Útsölustaðir: Apótek, barnaverslanir og heilsuverslanir. Náttúrulegar og lífrænar húðvörur fyrir börn Ljósmæður mæla með Weleda barnavörunum. ANNA HELGADÓTTIR Hefur gert yfir fimm þúsund froskahopp • heilsa • vetrarsport Í MIÐJU BLAÐSINS Semur við bandarískt leikhús Latibær berst við offitu barna í Bandaríkjunum. FÓLK 30 Mínus í hljóðver Hljómsveitin Mínus er vöknuð og ætlar að taka upp nýja plötu í mars. FÓLK 30 BÖRN Nudd, brjóstagjöf, jóga og ný foreldrahandbók Sérblað um börn FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Hæglætis veður Í dag verður yfirleitt hæg suðaustlæg eða breytileg átt. Víða bjart en skýjað og lítils háttar væta suðvestan og vestan til. Hiti 0-6 stig en frost 0-6 stig norðan- og austanlands. VEÐUR 4 3 0 -2 3 4 www.isafold. is Sími 595 0300 Eitt nafnspjald eða 100.000 bæklinga? SVEITARSTJÓRNARMÁL Styrkir Reykjavíkurborgar til stjórn- málaflokkanna, sem eiga kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavík- ur, nema samtals 129,5 milljónum króna á árunum 2007-2010. Styrkirnir jafngilda því að flokk- arnir hafi á kjörtímabilinu fengið greiddar 2.000 krónur fyrir hvert atkvæði sem þeir hlutu í sveitar- stjórnarkosningunum árið 2006. Þessir styrkir eru veittir á grundvelli laga frá 2006 um fjár- mál stjórnmálasamtaka. Sam- kvæmt 5. grein þeirra er sveitar- stjórnum með fleiri en 500 íbúa skylt að styrkja stjórnmálasam- tök, sem hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn í sveit- arstjórnina eða hlotið 5 prósent atkvæða eða meira í síðustu sveit- arstjórnarkosningum. Hverri sveitarstjórn er í sjálfs- vald sett hve háar fjárhæðir eru veittar í þessa styrki. Hins vegar er skylt að deila heildarfjárhæð- inni niður á flokkana í hlutfalli við atkvæðamagn þeirra. Samkvæmt svari við fyrirspurn, sem Fréttablaðinu hefur borist frá skrifstofu borgarstjóra, hafa 33,6 milljónir króna verið settar í styrki til flokka borgarfulltrú- anna hvorttveggja árið 2008 og 2009. Við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar 2010 var hins vegar ákveðið að lækka styrkina um 12 prósent og greiða 29,5 milljónir króna til flokkanna í ár. Árið 2007 var fjár- hæðin 32,7 milljónir. Það ár tóku gildi lögin um fjármál stjórnmála- flokka og jukust framlögin veru- lega í framhaldi af því en voru á bilinu 11,5-13,9 milljónir á ári frá 2003-2006. Í samræmi við kjörfylgi hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið hæstu styrkina, 42,87 prósent af heildarfjárhæðinni, samtals 55,5 milljónir króna á tímabilinu 2008- 2010. Hlutur Samfylkingarinnar er 27,35 prósent, sem jafngildir 35,4 milljónum, í hlut VG koma 13,47 prósent, eða 17,4 milljónir, F-list- inn 10,06 prósent, eða 13 milljón- ir, en Framsóknarflokkurinn 6,25 prósent eða alls 8 milljónir króna. Í Fréttablaðinu á laugardag kom fram að stærstu sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur styrktu flokkana um samtals rúmlega 9,2 milljónir króna á árinu 2008. Það ár styrkti Akureyrarbær flokkana um 3 milljónir króna. - pg Flokkarnir hafa fengið 130 milljónir í styrki frá borginni Reykjavíkurborg deildi um 33 milljóna króna styrk milli stjórnmálaflokkanna undanfarin þrjú ár en lækk- aði fjárhæðina í 29,5 milljónir á þessu ári. Samtals hafa flokkarnir fengið um 130 milljónir frá árinu 2007. FRAMLÖG REYKJAVÍKURBORGAR Styrkir Reykjavíkurborgar til stjórnmálaflokka 2007-2010 Tölur í milljónum króna Flokkur 2007 2008 2009 2010 samtals Framsóknarflokkurinn 2,0 2,1 2,1 1,8 8,0 Frjálslyndir og óháðir 3.3 3,4 3,4 3,0 13,1 Samfylkingin 8,9 9,2 9,2 8,1 35,4 Sjálfstæðisflokkurinn 14,0 14,4 14,4 12,6 55,5 Vinstri græn 4,4 4,5 4,5 4,0 17,4 Samtals 32,75 33,6 33,6 29,5 129,55 Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjórnar SVEITARSTJÓRNARMÁL „Þegar verið er að ræða mál- efni sem snúa að því að stjórna sveitarfélagi þá held ég að mönnum veiti ekkert af því að hafa hugann við það,“ segir Halldóra B. Jónsdóttir, bæjarfulltrúi á Hornafirði, sem vill láta banna notkun fartölva og gemsa á bæjarstjórnarfundum. Halldóra er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk sem nú er í minnihluta en hún hefur bæði verið formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar á þeim tæpu sextán árum sem hún hefur verið bæj- arfulltrúi. Á síðasta bæjarráðsfundi lagði hún til að tekið yrði á notkun fartölva og farsíma í samþykkt- um bæjarins sem nú eru til endurskoðunar. „Mér hefur fundist þetta ekki vera alveg eins og það ætti að vera. Menn eru dálítið mikið að tékka á símanum sínum og jafnvel að skreppa á Netið á meðan fundir eru í gangi,“ segir Halldóra, sem kveðst hafa tekið þetta sama mál fyrir fyrir all- nokkru en það sé ekki fyrr en nú sem hún leggi til farsíma- og tölvubann á fundum. „Menn urðu mjög hissa þegar ég setti þetta fram í bæjarráðinu en ég er af gamla skólanum og vil bara hafa fundina frekar stutta og að menn einbeiti sér að því að ræða málin hnitmiðað og geti farið fyrr heim,“ segir Halldóra. - gar Bæjarfulltrúi á Hornafirði langþreyttur á annars hugar kollegunum á fundum: Hætti öllu netvafri og farsímablaðri EUROVISION Línur eru teknar að skýrast með undankeppni Euro- vision-söngvakeppninnar í Ósló. Hera Björk og félagar hennar flytja lagið Je ne sais quoi á fyrra undan- úrslitakvöld- inu, sem verður þriðjudaginn 25. maí. Undanúrslita- kvöldin eru tvö og hefur verið dregið um það hvaða lönd keppa á hvoru kvöld- inu. Auk þess hefur verið dregið um það hvort lönd koma fram fyrri eða seinni hluta kvöldsins, og Ísland verður á sviðinu í Ósló seinni hluta kvöldsins. - gb / sjá síðu 38 Undankeppni Eurovision: Ísland keppir fyrra kvöldið HERA BJÖRK VOR Í LOFTI Margir Reykvíkingar stóðu sig að því að líta á dagatalið í gær, svo milt var veðrið. Þær Kolbrún Siv og Thelma Lind, nemar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, létu tækifærið ekki renna sér úr greipum og fengu sér snæðing undir suðurvegg skólans í hádeginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Grindavík í bikarúrslitin Grindvíkingar mæta Snæ- fellingum í Höllinni eftir sigur á ÍR í gær. ÍÞRÓTTIR 27

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.