Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 16
16 9. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Eftir að Þjóðverjar töpuðu fyrri heimsstyrjöldinni 1918 varð
til „rýtingsstungugoðsögnin“. Í
henni fólst að stjórnmálamennirn-
ir sem komust til valda eftir stríð-
ið og neyddust til að skrifa undir
stranga skilmála af hálfu hinnar
sigruðu þjóðar hefðu brugðist
þýsku þjóðinni. Mennirnir sem
töpuðu sjálfu stríðinu voru þá víðs
fjarri en það hentaði þeim ákaf-
lega vel að ýta undir goðsögnina
og síðar hófust margir þeirra til
vegs og virðingar á ný með skelfi-
legum afleiðingum fyrir þýsku
þjóðina. Þetta er öfgakennt dæmi
um það sem getur gerst þegar
heilu þjóðirnar fara í afneitun.
Útrásin íslenska var ekki stríð
en þó var orðræða hernaðarins
aldrei víðs fjarri. Íslensku við-
skiptajöfrunum sem tóku stór-
felld lán erlendis var líkt við
víkinga sem væru að sigra heim-
inn vegna eðlislægra hæfileika.
Íslenskir stjórnmálamenn sköp-
uðu ekki einungis skilyrði fyrir
útrásina með einkavæðingu rík-
isbanka – þeir tóku þátt í því að
selja hana erlendis með því að
gera íslenska auðmenn að skjól-
stæðingum sínum. Fremstur í
flokki var forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, sem tók að sér
að útskýra bæði heima og erlend-
is hvers vegna íslenskir bissness-
menn hefðu yfirburði yfir aðra
og „bæru sigurorð af öðrum“
(sbr. ræðu á fundi Sagnfræðinga-
félagsins 10. janúar 2006). Óheft
þjóðremba var virkjuð í þágu
íslenskra kapítalista með karl-
lægri stríðsorðræðu af þessu tagi.
Nú er ljóst að útrásin var reist
á sandi og það vissu íslenskir
ráðamenn áður en „hrunið“ var í
október 2008. Eigi að síður héldu
þeir að mæra útrásina erlendis og
eru nú sakaðir um að hafa blekkt
yfirvöld í Hollandi varðandi stöðu
Landsbankans. Íslensk stjórnvöld
tóku þátt í að fullvissa bresk og
hollensk yfirvöld um að Icesave-
reikningarnir væru traustir og
lofuðu ríkisábyrgð á innistæðum.
Það er merkileg reynsla að sjá
sem þá sátu á valdastólum sitja nú
á hliðarlínunni og kalla Icesave-
samninga sem núverandi stjórn-
völd hafa neyðst til að gera við
Holland og Bretland „vonda
samninga“.
Það er enginn vafi á því að
íslensk stjórnvöld eru ábyrg fyrir
Icesave-reikningunum skelfilegu.
Það hafa íslenskir stjórnmála-
menn almennt viðurkennt en það
er auðvitað hagstætt fyrir þá sem
bera ábyrgð á hruninu ef almenn
afneitun grípur um sig meðal
þjóðarinnar; ef aðalatriði máls-
ins er ekki lengur hvaða stjórn-
málastefna og hvaða stjórnmála-
menn stóðu á bak við þetta mikla
fjármálahættuspil sem útrás-
in var allan tímann. Málefnaleg
rök fyrir að gagnrýna sjálfan
Icesave-samninginn eru hins
vegar afar fátækleg ef samstaða
um ábyrgðina er fyrir hendi.
Óvissuþættir í málinu eru vissu-
lega fyrir hendi, t.d. hvort eigna-
safn Landsbankans muni duga
fyrir allri Icesave-skuldinni eða
einungis hluta hennar. En núna
viðurkennir meira að segja for-
maður Framsóknarflokksins að
„nægar eignir ættu að vera til að
borga upp kröfurnar“ (skv. frétt
RÚV 4. febrúar).
Þeir sem sömdu um Icesave
fyrir hönd Íslands eru ekki menn
mikilla upphrópana, ólíkt mörg-
um þeirra sem hafa haft hátt um
innihald samningsins og tekið að
sér að vera alvitrir aftursætisbíl-
stjórar fyrir hönd Íslands. Í við-
tali við Svavar Gestsson í seinasta
helgarblaði DV er þó bent á ýmsa
varnagla sem eru í samningum og
eru ágætis haldreipi fyrir Íslend-
inga ef hrakspár ganga eftir. Það
er til dæmis hægt að segja upp
Icesave-samningnum hvenær sem
er. Ef lægri vextir bjóðast þá væri
hægt að segja upp samningnum
þegar í stað og endurfjármagna
hann allan. Einnig er hægt að end-
urskoða samninginn í samkomu-
lagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
ef hann verður efnahagslífinu
ofviða, ef verstu spár rætast. Í
stuttu máli þá er Icesave-samn-
ingurinn að sumu leyti betri en
vænta mátti miðað við það tjón
sem pólitík útrásarinnar olli bæði
Íslendingum og erlendum lánar-
drottnum íslensku bankanna.
Pólitíski andróðurinn gegn sam-
þykktum lögum um ríkisábyrgð
á Icesave snýst að litlu leyti um
innihald samningsins þótt vissu-
lega hafi ýmsum hártogunum
verið beitt til að mála sem dökk-
asta mynd af honum. Andróður-
inn snýst fremur um að stjórn-
málamenn og öfl sem bera ábyrgð
á mistökum útrásinnar afneita nú
afleiðingum eigin gjörða. Umræða
um hvort tiltekin útfærsla á því
að gera upp hrunið sé svona miklu
verri en allar aðrar hefur einkum
þau áhrif að draga athyglina frá
kjarna málsins, en hann er sá
að tiltekin stefna og ákvarðanir
hlutu að leiða að svipaðri niður-
stöðu. Margir hafa hag af því að
sú staðreynd gleymist.
Afneitun
Eftirmál hrunsins
UMRÆÐAN
Ármann Kr. Ólafsson skrifar
um Þríhnúkaverkefnið
Þríhnúkar nefnast þrír litlir hnúkar, sem standa á hálend-
isbrúninni skammt vestur af
Bláfjöllum. Undir gíg norðaust-
asta hnúksins leynist tröllaukið
holrými, sem gerir Þríhnúkagíg
að einu stærsta og merkilegasta
náttúrufyrirbrigði sinnar tegundar á jörðinni.
Óhætt er að telja að hrikaleiki gígsins muni laða að
ferðamenn og verða eitt af sérkennum Íslands líkt
og Gullfoss, Geysir og Bláa lónið.
Segja má að aðgengi að Þríhnúkagíg sé jafn
hrikalegt gígnum sjálfum. Náttúran er hér í megin-
hlutverki og afar mikilvægt er að svo verði áfram.
Það er því í senn áhugavert og krefjandi verkefni
að gera náttúruundrið í Þríhnúkagíg aðgengilegra
ferðamönnum. Áætlað hefur verið að það muni
kosta um 900 milljónir króna en engir sýningarhell-
ar eru hér á landi, þótt ótrúlegt megi virðast. Slíkan
sýningarhelli skortir sárlega og má reikna fastlega
með að einn sérstæðasti hellir heims, staddur í
jaðri höfuðborgarsvæðisins, muni draga að lungann
úr þeim ferðamönnum sem sækja Ísland heim. Eitt
stærsta verkefni ferðaþjónustunnar er að lengja
íslenska ferðaárið. Þríhnúkagígur getur lagt þýð-
ingarmikið lóð á þá vogarskál, með því að styrkja
markaðssetningu á borgar- og ráðstefnuferðum
hingað til lands.
Þríhnúkar, sem eru í lögsögu Kópavogs, tilheyra
Bláfjallafólkvangi sem stofnaður var með friðlýs-
ingu árið 1973. Bláfjallanefnd fer með stjórn fólk-
vangsins, en alls 13 sveitarfélög á suðvesturhorni
landsins eiga aðild að rekstri hans. Í ljósi þessa er
eðlilegt að Kópavogur taki frumkvæði og ýti þessu
verkefni úr vör í samstarfi við hin sveitarfélögin
innan Bláfjallafólkvangs ásamt einkaaðilum. Þetta
yrði verðugt samstarfsverkefni einkageirans og
hins opinbera þjóðinni til heilla. Þríhnúkagígur er
náttúruundur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins sem
fáir hafa vitað af þar til síðustu ár. Árni B. Stefáns-
son augnlæknir hefur að öðrum ólöstuðum verið
sá sem hefur verið hvað ötulastur við að rannsaka
hellinn og koma honum á framfæri ásamt þeim
skilyrðum að tryggt verði að gígurinn og umhverfi
hans verði varðveitt. Það er nauðsynlegt að þetta
mikilvæga verkefni sé unnið af hófsemi og virðingu
fyrir náttúrunni og þessu einstaka náttúruundri.
Höfundur er forseti bæjarstjórnar Kópavogs.
Eldfjallið í Kópavogi
ÁRMANN KR.
ÓLAFSSON
SVERRIR JAKOBSSON
Í DAG |
Skiptir engu … og þó
Forval Vinstri grænna í Reykjavík var
haldið um helgina. Borgarfulltrú-
arnir Sóley Tómasdóttir og Þorleifur
Gunnlaugsson tókust á um efsta
sætið á listanum og hafði Sóley
betur. Þorleifur tók ósigrinum með
jafnaðargeði og af drengskap. Í
viðtölum við fjölmiðla lagði hann
áherslu á að það skipti svo
sem ekki máli hvort hann eða
Sóley leiddu listann, til þess
væru þau jafn hæf. Í gær bar
hins vegar svo við að Þorleifur
kærði utankjörfundar-
atkvæðagreiðsluna. Það
skiptir sumsé engu máli
hver verður í fyrsta sæti
að mati Þorleifs, en
rétt skal vera rétt.
Í bíó
Björn Bjarnason bloggari brá sér
í bíó um helgina og sá myndina
Avatar. Birni líkaði myndin vel og
dáðist að þeirri ótrúlegu tækni sem
notuð var við gerð myndarinnar.
Agli Helgasyni sjónvarpsmanni
finnst myndin líka góð en Hannesi
Hólmsteini Gissurarsyni hugnað-
ist ekki boðskapurinn. Ætli
þau séu þá ekki upptalin
álitaefnin þar sem Björn
er frekar sammála Agli en
Hannesi?
Jónína í
Útlendinga-
stofnun?
Tíu sóttu um
embætti
forstjóra Útlendingastofnunar, sem
dómsmálaráðherra skipar í 1. apríl
næstkomandi. Í hópi umsækjenda
er Jónína Bjartmarz, fyrrverandi
þingmaður og ráðherra Framsóknar-
flokksins. Það er skemmtileg tilvilj-
un. Frægt varð þegar Útlendinga-
stofnun veitti tengdadóttur Jónínu
ríkisborgararétt á mettíma eftir
sérstaka flýtimeðferð allsherj-
arnefndar Alþingis. Umsækj-
endur um ríkisborgararétt
ættu þó ekki að gera sér vonir
um jafn skjóta meðferð þótt
Jónína verði forstjóri; hún tók
jú skýrt fram á sínum
tíma að hún kom
hvergi nálægt þeirri
ákvörðun.
bergsteinn@frettabladid.is
Hitastýrt tæki fyrir
bað og sturtu!VERÐ
KR.
14.900
Þ
eir bræður Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir standa,
ásamt öðru áhugafólki um löglega fjárhættuspila-
mennsku, frammi fyrir ákveðnum ímyndarvanda sem
íslensk tunga hefur umvafið áhugamál þeirra. Orðið
spilavíti er eitt og sér svo gildishlaðið að hrollur fer um
alla guðhrædda og löghlýðna borgara þegar stungið er upp á að
löggjafinn heimili slíka starfsemi.
Alþjóðlega orðið yfir húsakynni þar sem fólk spilar upp á pen-
inga er „casino“ og merkti upprunalega hús ánægju og leikja.
Íslenska orðið felur aftur á móti í sér að dvöl á slíkum stað sé
ávísun á eilífa kvöl og pínu, líkt og hjá þeim vonda hið neðra.
Umræðan um fjárhættuspil hefur þannig lengi einkennst af
þversögnum og tvískinnungi á Íslandi. Þeir sem þiggja peninga-
verðlaun eða verðmæta vinninga fyrir leikni við skákborðið eða
briddsspilamennsku hafa jafnan verið hylltir og taldir til helstu
afreksmanna. Og það réttilega. Það þarf skarpan hug og mikla
þjálfun til að öðlast færni í þessum leikjum. Að spila póker upp
á peninga hefur hins vegar þótt sérdeilis ófínt en ekki þarf þó
síður mikla æfingu til að ná góðum tökum á þeim leik en hinum
tveimur.
Þetta hefur verið að breytast hratt undanfarin ár. Síðasta haust
var til dæmis haldið fyrsta Íslandsmótið í póker með þátttöku tæp-
lega tvö hundruð manns. Samtals var vinningsféð um sex milljónir
króna og fékk sigurvegarinn 1,5 milljónir í sinn hlut.
Samkomur á borð við Íslandsmótið í póker eru enn á gráu svæði.
Lögreglan lét spilafólkið óáreitt síðasta haust, en hafði áður leyst
upp sambærileg mót.
Það er orðið tímabært að taka löggjöfina um fjárhættuspil til
endurskoðunar. Óþarfa vafi leikur á rétti fólks til að taka þátt í
pókermótum þar sem keppt er um peningavinninga og eins er
tímabært að taka með í dæmið það breytta umhverfi sem fylgir
spilamennsku á Netinu.
Nokkur erlend fyrirtæki bjóða íslenskum spilurum upp á póker
og veðmál á Netinu. Ólíkt innlendu happdrættis- og getraunastarf-
seminni rennur ekkert af þeirra hagnaði til góðra mála hér á landi.
Skýtur þar skökku við.
Það hefur reyndar lengi verið umdeilt að stofnanir á borð við
Háskóla Íslands og SÁÁ þiggi rekstrarfé ættað úr spilakössum sem
þykja sérstaklega ávanabindi fyrir spilafíkla. Þó er til fyrirmynd-
ar að þetta fyrirkomulag tryggir að spilafíklar standa að nokkru
leyti sjálfir undir meðferð sinni, þurfi þeir að leita sér hjálpar.
Þess utan er eitthvað snoturt við að stór hluti af spilagróðanum
renni til góðra verka, en auk Háskólans og SÁÁ njóta íþróttahreyf-
ingin, ungmennafélögin, Rauði krossinn og öryrkjabandalög góðs
af spilakössunum.
Þetta atriði eru Gunnlaugssynir líka með kyrfilega á hreinu í
sínum tillögum. Í þeim er gert ráð fyrir að ríkið fái í sinn hlut um
sextíu prósent af hagnaði af spilavíti, eða spilastofu svo notað sé
minna truflandi orð, sem þeir bræður vilja opna í samstarfi við
Icelandair hótel.
Þörf á endurskoðun á löggjöf um fjárhættuspil.
Ímyndarvandi
vítisáhugafólks
JÓN KALDAL SKRIFAR