Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 9. febrúar 2010 13 SVEITARSTJÓRNIR Hjálparsveit skáta í Kópavogi fær 700 þúsund króna styrk úr bæjarsjóði sam- kvæmt nýrri ákvörðun bæjarráðs sem kveðst með styrkveitingunni vilja færa hjálparsveitinni þakkir fyrir fórnfúst starf í gegnum tíðina. „Nú síðast með þátttöku í björgunarleiðangri Íslendinga til Haítí í kjölfar jarðskjálfta sem þar urðu í janúar. Slíkir atburðir minna okkur á það óeigingjarna starf sem hjálparsveitirnar vinna í þágu almennings bæði hérlendis og erlendis“, segir í greinargerð sem lögð var fram með tillögunni um styrkinn. - gar Kópavogsbær þakkar skátum: Hjálparsveitin fær 700 þúsund HJÁLPARSVEITARKONUR Kópavogsskátar fá þakklætisvott frá bæjaryfirvöldum. LÖRGEGLUMÁL Tvö ófriðar- og árásarmál komu til kasta lög- reglu fyrir helgi. Í hinu fyrrnefnda sátu tveir bræður að sumbli í íbúð í Breið- holti. Eitthvað sinnaðist þeim með þeim afleiðingum að annar handleggsbraut hinn með stól- fæti. Sá sem ofbeldinu beitti var fluttur á lögreglustöð, þar sem hann var yfirheyrður, en sleppt að því loknu. Síðara atvikið átti sér einnig stað í Breiðholti. Þar var gleð- skapur í gangi í íbúð og kom til óláta og ryskinga. Þrír karlmenn og ein kona voru handtekin og yfirheyrð. - jss Uppistand í Breiðholti: Handarbraut bróður sinn Vilja ókeypis í sund Félag eldri borgara í Kópavogi hefur harðlega mótmælt ákvörðun bæjarstjórnarinnar um að afnema gjaldfrjálsan aðgang eldri borgara í sundlaugar bæjarins og hefur sent bæjarstjórninni bréf þar um. KÓPAVOGUR BÍLAR Fréttir frá Japan herma að bílaframleiðendur Toyota þurfi að innkalla nýjustu útgáfu Prius vegna hugsanlegs galla í bremsubúnaði bifreiðanna. Toyota hefur á síðasta ári þurft að afturkalla um átta milljónir farartækja vegna galla í eldsneytis- fetlum og hefur forstjóri fyrirtæk- isins, Akio Toyoda, beðið opinber- lega afsökunar á þeim vandamálum sem komið hafa upp. Bremsugallarnir eru taldir geta haft áhrif á um 270.000 Priusa sem seldir voru í Bandaríkjunum og Japan í maí á síðasta ári. Eitt stærsta dagblað Japans, Yomiuri, segir forsvarsmenn Toyota nú þegar hafa gert söluaðilum sínum viðvart um fyrirætlanir sínar með að aftur- kalla Priusinn. Formlegrar tilkynn- ingar sé hins vegar ekki að vænta fyrr en þeir hafi gert yfirvöldum viðvart um ráðagerðir sínar. Óvíst er hvort hið sama verður upp á teningnum í Bandaríkjunum en heimildir herma að söluaðilum þar í landi hafi verið tjáð að Toyota hyggist laga bremsubúnað þúsunda Priusa þar í landi. - jma Hugsanlegur galli í bremsubúnaði nýjasta Prius: Japanar segja bílinn verða innkallaðan Nánari upplýsingar og skráning á sa.is KARLA & KONUR VIRKJUM FJÖLBREYTNI Í FORYSTU Miðvikudaginn 10. febrúar, kl. 8-10, efna SAMTÖK ATVINNULÍFSINS, FÉLAG KVENNA Í ATVINNUREKSTRI, VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS, LEIÐTOGA-AUÐUR, IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ, EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTARÁÐUNEYTI og CREDITINFO til tímamótafundar á Hótel Nordica. Með líf- og sjúkdómatryggingu hjá Lífís býrðu þér og þínum nánustu öruggari og áhyggjulausari framtíð. Mikilvægt er að upphæð tryggingarinnar endurspegli ólíkar þarfir þínar á hverjum tíma hvað varðar fjölskyldustærð og fjárhagslegar skuldbindingar. Kíktu á lifis.is eða hafðu samband í síma 560 5000 og kláraðu málið núna. *Samkvæmt verðskrá Lífís miðað við tvítuga reyklausa konu og að vátryggingarfjárhæðin sé 2 milljónir kr. fyrir líftryggingu og 2 milljónir kr. fyrir sjúkdómatryggingu. Það borgar sig að byrja ungur og hraustur. Það kostar ekki nema 479 krónur á mánuði að líf- og sjúkdómatryggja sig hjá Lífís.* Það er einfalt að líf- og sjúkdómatryggja sig hjá Lífís. Þú klárar málið á lifis.is. F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.