Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 9. febrúar 2010
Opnuð hefur verið sýning um feril tor-
færukappans Gísla Gunnars Jónsson-
ar í bókasafninu í Þorlákshöfn. Hún
er bæði í myndum og máli og megn-
inu af viðurkenningum og verðlaunum
sem Gísli hefur fengið í gegnum tíðina
hefur verið haganlega fyrirkomið en
bara bikararnir eru um 120 talsins.
Ferill Gísla í torfærunni hófst árið
1991 þegar hann fékk lánaðan bíl sem
Steinar Hauksson hafði smíðað og
mætti á honum í keppni á Egilsstöðum. Í
kjölfarið keypti Gísli bílinn af Steinari,
breytti honum og bjó til „Bleika pardus-
inn“ sem hann átti eitt sumar og vann á
honum tvær keppnir.
Á árunum 1993-2002 var Gísli alltaf
í verðlaunasæti á Íslandsmeistaramóti,
ef ekki í því fyrsta, þá í öðru. Hann
nældi líka yfirleitt í heimsbikarinn eða
hafnaði þar í öðru sæti. Eftir nokkurt
hlé kom hann aftur inn í sviðsljós tor-
færunnar árið 2006. Þar hirti hann öll
verðlaun sem hægt var að vinna, hvort
sem það var hér heima eða á heims-
bikar- eða Norðurlandameistaramóti
erlendis.
Gísli vakti athygli í þýskum sjónvarps-
þætti á þessum vetri þegar hann keyrði
yfir stórt stöðuvatn sem reyndist vera
gömul náma, þótt hann næði ekki alla
leið yfir. Fleiri erlendir fjölmiðlar hafa
sýnt honum áhuga í kjölfarið.
Það er ekki oft sem risastórt dekk og
bílvél fá inni á bókasöfnum en hvoru-
tveggja eru mikilvægir liðir í þessari
sýningu og gestir safnsins virðast bara
ánægðir með að vélarlyktin mæti þeim
þegar þeir koma þar inn.
Sýningin stendur yfir allan febrúar-
mánuð og er opin á virkum dögum á
afgreiðslutíma bókasafnsins. - gun
Ferill torfærukappa til sýnis
SÝNINGARGRIPUR Framan við Ráðhús Ölfuss, þar sem bókasafnið er til húsa, hefur torfærubíl Gísla verið komið fyrir. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og systir,
Anna María
Magnúsdóttir Danielsen
frá Laugahvoli,
lést þann 31. janúar sl. Útförin fer fram frá
Fossvogskapellu þriðjudaginn 16. febrúar kl. 15.00.
Ragnar Danielsen
Magnús Danielsen Jóna A. Imsland
Arnbjörg María, Breki, Tara Þöll, Hans Gunnar
Guðbjörg Magnúsdóttir Thorarensen
Okkar elskulega móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
Fjóla Guðrún Aradóttir
Garðvangi, Garði,
lést miðvikudaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá
Keflavíkurkirkju, föstudaginn 12. febrúar kl. 13.00.
Pálína Ester Guðjónsdóttir
Inga Dóra Guðjónsdóttir
Sigfríður Ingibjörg Sigurðardóttir
Kjartan Reynir Sigurðsson Elva Björk Valdimarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Sigsteinn Pálsson
fyrrum bóndi á Blikastöðum,
Mosfellsbæ,
lést fimmtudaginn 4. febrúar sl. á hjúkrunarheimilinu
Eir. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju, föstudaginn
12. febrúar kl. 13.00.
Magnús Sigsteinsson Marta G. Sigurðardóttir
Kristín Sigsteinsdóttir Grétar Hansson
og fjölskyldur.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
Guðlaugur Ingi
Sæmundsson
fyrrv. leigubílstjóri, Langholtsvegi 200,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. febrúar.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn
16. febrúar kl. 13.00.
Ingibjörg Aðalsteinsdóttir
Sæmundur Guðlaugsson Karólína Benediktsdóttir
Arnar S. Guðlaugsson Bergþóra Ásmundsdóttir
Halldór Guðlaugsson Hafdís Hafliðadóttir
Rúnar Guðlaugsson Valgerður Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og umhyggju við fráfall eiginmanns
míns,
Ívars Þórhallssonar
húsasmíðameistara
Austurvegi 5, Grindavík.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd aðstandenda,
Lovísa Sveinsdóttir.
Elskuleg sambýliskona, móðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
Soffía Sveinbjörnsdóttir
lést á Borgarspítalanum laugardaginn 6. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Hálfdán Jensen
Björn Einarsson Margrét Árnadóttir
Lúðvík Baldursson Þórey Aspelund
Ásgeir Baldursson Hansína Steingrímsdóttir
Grétar Gunnarsson Halla Hansen
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning
Steingrímur
Hermannsson
Foringi er fallinn. Veikindi
hafa kallað. Enn eitt skarðið
hefur verið hoggið í raðir pott-
orma Laugardalslauganna
með brotthvarfi Steingríms
Hermannssonar. Með Steingrími
er genginn tryggur og góður félagi
Laugardalspottormanna til margra
áratuga. Með andláti sínu hefur
góður drengur horfið úr okkar
röðum yfir í sístækkandi hóp
brottgenginna félaga. Steingrímur
Hermannsson skilur eftir sig glæsta opinbera mynd af
löngum pólitískum frama, en hann átti líka að baki
langan feril í íþróttaiðkun og líkamsrækt, feril, sem
færri þekkja – kannski aðeins vinir og vandamenn. Svo
mikla rækt lagði Steingrímur við reglubundin hvers-
dagsleg fundahöld með pottverjum í Laugardalnum,
að hann skipulagði jafnvel ríkisstjórnarfundi þannig, á
sínum tíma, að þeir trufluðu ekki mætingar hans í heitu
pottana og útiskýlið í hádeginu, enda átti hann þar jafn-
vel mikilvægari fundi með ákveðnum mannvitsbrekkum
úr röðum pottorma, sem ræddu við hann dægurmálin,
ráðlögðu honum heilt og nestuðu þannig foringja
sinn, eins og skuggaráðuneyti gera best. Steingrímur
Hermannsson var kappsamur maður. Keppnisandi hans
var ekki aðeins áberandi í pólitík, heldur einnig í íþrótt-
um. Til eru margar góðar sögur af félaga okkar, þar
sem keppnisandinn skilaði honum í fyrsta sæti, jafnvel
þótt hann væri í lokin aleinn eftir í keppninni um að
ná besta árangrinum. Þannig var Steingrímur. Vildi
vera í fremstu röð – helst alveg fremstur. Steingrímur
var góður drengur, sem áður segir. Hann var manna-
sættir að eðlisfari og hafði í hjarta sínu samkennd hins
íslenska jafnaðarmanns, þótt hann kysi að vista hana
í Framsóknarflokknum. Steingrímur kunni bæði að
lesa viðmælendur sína, rökræða við þá og sýna þeim
tilhlýðilega virðingu á alþýðlegan máta. Þess vegna þótti
hann viðkunnanlegur maður og yfirleitt vinsæll sem
stjórnandi. Pottormar minnast þátttöku Steingríms í
veisluhöldum félaganna í húsnæði Laugardalslauganna
á þorra og aðventu. Í þessar veislur bar Steingrímur
stundum kínverskt brennivín, sem var svo vont á bragð-
ið, að hvort tveggja virtist á hreinu, að enginn sóttist
í veigarnar heimafyrir og að hann gat látið flöskuna
ganga aftur og aftur milli manna í veislum, án þess að
hún tæmdist. Steingrímur Hermannsson bar gen veiði-
mannsins. Hann stundaði bæði stang- og skotveiði. Í
veiðimanninum Steingrími komu fram helstu eðlisþætt-
ir náttúrubarnsins. Að geta lesið umhverfi sitt, kunna
á því góð skil og geta notið þess út í ystu æsar. Af öllu
þessu má ljóst vera, að með Steingrími Hermannssyni er
genginn fjölhæfur foringi sem lifað hefur óvenju glæst-
an og viðburðarríkan feril. Pottormar í Laugardal kveðja
í dag félaga sinn með söknuði og þakklæti fyrir áratuga
félagsskap um leið og þeir áforma að gera sitt besta til
að standa sem aftast í röðinni sem er alltaf að styttast.
Að lokum vilja pottormar senda eftirlifandi eiginkonu
Steingríms, og öðrum ástvinum hans, sínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Gunnar Ingi Gunnarsson.
Faðir okkar,
Guðlaugur Grétar
Kristinsson
fyrrv. flugumferðarstjóri, Eskihlíð 22A,
Reykjavík,
lést föstudaginn 29. janúar á Landspítalanum
í Fossvogi.
Jarðarförin hefur farið fram.
Hreinn Guðlaugsson
Kristinn Guðlaugsson
Árni Guðlaugsson
Jóhanna Margrét Guðlaugsdóttir
Grétar Már Guðlaugsson
Helga Kristín Guðlaugsdóttir
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
Lydíu Pálmarsdóttur
Eskihlíð 5.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
Droplaugarstöðum fyrir frábæra umönnun.
Pálmar Árni Sigurbergsson Jóhanna Snorradóttir
Ólafur Viggó Sigurbergsson Sólrún Jónasdóttir
Grétar Sigurbergsson Kristín Hallgrímsdóttir
Friðrik Sigurbergsson Árný Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.