Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 9. febrúar 2010 27
100%
HÁGÆÐA
MYSUPRÓTEIN
HLEÐSLA ER ÍÞRÓTTADRYKKUR SEM INNIHELDUR
PRÓTEIN OG KOLVETNI TIL HLEÐSLU. HENTAR VEL
FLJÓTLEGA EFTIR ÆFINGAR EÐA MILLI MÁLA.
PRÓTEIN Í HLEÐSLU ERU EINGÖNGU HÁGÆÐA
MYSUPRÓTEIN SEM UNNIN ERU ÚR ÍSLENSKRI MJÓLK.
MYSUPRÓTEIN ERU TALIN HENTA SÉRSTAKLEGA
VEL TIL VÖÐVAUPPBYGGINGAR OG ERU AUK ÞESS
GÆDD ÖÐRUM MIKILVÆGUM EIGINLEIKUM.
ÁN HVÍTS SYKURS
ÁN SÆTUEFNA
MEÐ AGAVESAFA
EGILL GILLZ
EINARSSON
ÍÞRÓTTAFRÆÐINGUR
11. umferð
FH-Haukar 24-25 (13-12)
Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 5 (10),
Bjarni Fritzon 4 (4), Ólafur Guðmundsson 4
(11), Örn Ingi Bjarkason 3 (5), Sigursteinn Arndal
2 (3), Bjarki Sigurðsson 2 (3), Jón Heiðar
Gunnarsson 2 (4), Ólafur Gústafsson 2 (4).
Varin skot: Pálmar Pétursson 22.
Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 9
(18), Pétur Pálsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (8),
Einar Örn Jónsson 2 (2), Gunnar Berg Viktorsson
2/1 (2/1), Elías Már Halldórsson 2 (4), Þórður
Rafn Guðmundsson 1 (1), Guðmundur Árni
Ólafsson 1 (2), Þórður Rafn 1 (2), Sigurbergur
Sveinsson 1 (7)
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10, Aron
Rafn Eðvarðsson 6.
Akureyri-Grótta 33-19 (17-10)
Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/3
(12), Árni Þór Sigtryggsson 8 (13), Heimir Örn
Árnason 4 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (5),
Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Jónatan Magnússon
2/1 (7/2), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Bjarni
Jónasson 1 (2), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Geir
Guðmundsson 1 (3), Guðmundur Helgas. 1 (3).
Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 18 (37) 49%.
Hraðaupphlaup: 13 (Heimir 3, Árni 3, Hreinn 2,
Oddur 2, Bjarni, Guðlaugur, Hörður).
Fiskuð víti: 4 (Jónatan 2, Heimir, Hörður).
Utan vallar: 10 mín.
Mörk Grótta (skot): Anton Rúnarsson 8/3 (17),
Hjalti Pálmason 5 (9), Davíð Gíslason 2 (6), Ægir
Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Hlöðversson 1 (1),
Jón Karl Björnsson 1 (2), Atli Rúnar Steinþórsson
1 (2).
Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 13 (27)
48%, Magnús Sigmundsson 7 (24) 29%.
Hraðaupphlaup: 3 (Davíð H, Anton, Ægir).
Fiskuð víti: 3 (Atli 2). Utan vallar: 6 mín.
Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilberg Sverris
son. Ágætir.
HK-Fram 28-27 (12-10)
Mörk HK: Bjarki Már Gunnarsson 6, Sverrir
Hermannsson 5, Ragnar Hjaltested 4
Hákon Bridde 3, Valdimar Fannar Þórsson 3, Atli
Ævar Ingólfsson 2, Halldór Stefán Haraldsson 2
Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2, Björn Þórsson
Björnsson 1.
Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 6, Einar Rafn
Eiðsson 6, Halldór Jóhann Sigfússon 4, Guðjón
Drengsson 3, Daníel Berg Gretarsson 3, Haraldur
Þorvarðarson 2, Hákon Stefánsson 2, Egill
Einarsson 1.
Valur-Stjarnan 24-19 (14-9)
Markahæstir: Arnór Þór Gunnarsson 7, Sigurður
Eggertsson 4, Orri Freyr Gíslason 4 - Ragnar
Helgason 5, Vilhjálmur Halldórsson 4, Eyþór
Magnússon 3, Björn Friðriksson 3.
STAÐAN Í DEILDINNI
Haukar 11 8 2 1 277-253 18
Valur 11 7 1 3 274-255 15
FH 11 6 1 4 307-288 13
HK 10 6 1 3 262-247 13
Akureyri 11 6 1 4 278-267 13
Grótta 11 4 0 7 274-297 8
Stjarnan 10 2 0 8 225-255 4
Fram 11 1 0 10 279-314 2
N1-DEILD KARLA
HANDBOLTI Akureyri rótburstaði
arfaslaka Gróttumenn á heima-
velli í gær 33-19. Sigurinn var síst
of stór en Akureyringar sýndu úr
hverju þeir eru gerðir eftir skell
gegn FH í síðustu umferð.
Sókn Gróttu lenti strax í vand-
ræðum. Framliggjandi vörn Akur-
eyrar virtist koma liðinu á óvart
en þó skal ekkert tekið af vörn-
inni sem var frábær. Grótta skor-
aði ekki fyrr en eftir átta og hálfa
mínútu, eina markið sitt fyrstu tíu
mínúturnar.
Gestirnir fóru svo að finna gluf-
ur á vörninni og minnkuðu muninn
í eitt mark áður en Akureyringar
gáfu í. Með hröðum leik gegn
svifaseinum Gróttumönnum kom-
ust þeir í gott forskot þar sem Árni
Þór Sigtryggsson fór fremstur í
flokki með sjö mörk í fyrri hálf-
leik. Staðan 17-10 í hálfleik.
Akureyringar komst tíu mörk-
um yfir eftir sjö mínútur í seinni
hálfleik og leikurinn búinn. Þeir
héldu áfram að bæta við, kom-
ust mest fimmtán mörkum yfir, á
meðan Grótta gafst upp. Gestirn-
ir voru sorglega lélegir og höfðu
engan áhuga á verkefninu.
„Þetta er það lélegasta sem ég
hef séð frá Gróttu. Ég veit ekk-
ert hvað veldur. Ég er ósáttur
með allan leikinn og tek ekkert
jákvætt út úr þessu. Þetta er
sennilega lélegasti leikur sem ég
hef tekið þátt í á ferlinum,“ segir
Jón Karl Björnsson, reynslubolti
úr Gróttu.
„Þetta var ekki auðvelt, við spil-
uðum bara mjög vel. Við fengum
svipaðan skell gegn FH og vorum
staðráðnir í að snúa þessu við hér
á heimavelli. Við spiluðum hraðan
og skemmtilegan bolta og það hent-
ar okkur betur að spila hratt en
stilla alltaf upp,“ segir Akureyr-
ingurinn Árni Þór sem átti góðan
leik. „Já, það var kominn tími til.
Þetta gekk vel í fyrri hálfleik en
það dró aðeins af mér í seinni hálf-
leik þegar leikurinn leystist upp,“
segir Árni. - hþh
„Lélegasti leikur sem ég hef séð á ferlinum,“ segir Jón Karl Björnsson hjá Gróttu:
Algjörir yfirburðir Akureyrar
LÉTT HJÁ AKUREYRI Heimir Örn Árnason
og félagar rifu sig upp eftir FH-leikinn á
dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
AMERÍSKI FÓTBOLTINN New Orleans
Saints varð meistari í ameríska
fótboltanum í fyrsta sinn eftir
31-17 sigur á Indianapolis Colts í
Super Bowl, Ofurskálaleiknum,
í Miami í fyrrinótt. Colts komst
í 10-0 en það dugði ekki til og
Peyton Manning, leikstjórnandi
Colts, kastaði boltanum frá sér á
úrslitastundu í lokin.
Drew Brees, leikstjórnandi
Saints, stóð sig frábærlega í upp-
gjöri tveggja stórkostlegra leik-
stjórnenda en hann kláraði 32
sendingar og jafnaði þar með
met Tom Brady. Sigurinn er stór
stund fyrir New Orleans aðeins
fimm árum eftir að fellibylurinn
Katrina lagði borgina í rúst.
„Við trúðum á okkur sjálfa. Við
vissum að við vorum með heila
borg og kannski heila þjóð að
baki okkur. Það var alveg eins
og þetta væri í örlögunum að
við myndum vinna,“ sagði Drew
Brees eftir leikinn. - óój
New Orleans Saints meistari:
Með alla þjóð-
ina að baki sér
FAGNAÐ MEÐ FJÖLSKYLDUNNI Drew
Brees og dóttir hans. MYND/AFP