Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 9. febrúar 2010 3 Hátíðin var fyrst haldin árið 2000 og þá í franska skíðaþorpinu Ris- oul en hefur farið fram í Mayr- hofen síðan árið 2005 og er nú orðin ein stærsta tónlistar- og vetrarhátíð í Evrópu. Meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram á Snowbomb í ár eru Fatboy Slim, Editors, 2Many Djs, Friendly Fires og De La Soul ásamt öðrum. Tónleikarnir fara ekki fram í hefðbundnum tón- leikasölum heldur í stærðar- innar snjóhúsi, úti undir berum himni innan um barrtré og í forn- um hlöðum. Aðstandendur hátíð- arinnar lofa gestum hennar að svæðið verði algjörlega laust við drullusvaðið sem einkennir marg- ar stærstu útihátíðir Evrópu, enda sé svæðið þakið fallegum púð- ursnjó á þessum tíma. Auk þess að hlýða á tónleika geta hátíðar- gestir skellt sér í skíðabrekkurnar yfir daginn ásamt því að fylgjast með atvinnusnjóbrettamönnum sýna listir sínar í þar til gerðum skemmtigörðum. Miðaverð á Snowbomb-hátíð- ina kostar þó sitt, eða í kringum 56.000 krónur. Tónlistarhátíð án drullusvaðs HIN ÁRLEGA VETRARHÁTÍÐ SNOWBOMBING VERÐUR HALDIN Í TÍUNDA SINN DAGANA 5. TIL 10. APRÍL Í AUSTURRÍSKA ALPAÞORPINU MAYRHOFEN. Ein stærsta vetrarhátíð í Evrópu fer fram í skíðabænum Mayrhofen í Austurríki í apríl. NORDICPHOTO/GETTY Hlýir vindar leika um snæviþakt- ar hlíðar Cypress Mountain þar sem stór hluti vetrarólympíu- leikanna fer fram á næstunni. Vetrarólympíuleikarnir hefjast í Vancouver í Kanada á föstu- daginn, 12. febrúar, og standa til loka mánaðarins. Hlýir vind- ar hafa leikið mótshaldara grátt enda kuldinn ákjósanlegri til vetraríþróttahalds. Lítill snjór er í fjallinu Cypress Mountain sökum hlýviðris. Mótshaldarar hafa verið gagnrýndir fyrir val á fjallinu sem er þekkt fyrir snjó- leysi vegna veðurfyrirbrigðisins El Niño. Þeir lofa þó nægum snjó enda er verið að aka snjóhlössum frá Manning Park, sem er í 250 km fjarlægð, til að hægt verði að halda mótið skammlaust. Vetrarólympíuleikarnir árið 2010 eru þriðju ólympíuleikarnir sem haldnir eru í Kanada. Sumar- leikarnir árið 1976 voru haldnir í Montreal í Quebec og árið 1988 voru vetrarleikarnir haldnir í Calgary í Alberta. Snjórinn aðfluttur Ferðamenn og keppendur drífur að um þessar mundir en nóg verður um varning og minjagripi í verslunum Vancouver. Litið yfir að BC Place-höllinni sem er til vinstri á myndinni. Þar verður haldin bæði opnunar- og lokahátíð ólympíuleikanna. Til hægri á myndinni er hokkíhöllin í Van- couver þar sem verður að öllum líkindum mikið líf og fjör á næstunni. NORDICPHOTOS/AFP www.icefi n.is Icefi n Nóatúni 17 S:5343177 Muckboot tilboð í febrúar Einnig húfur og vettlingar á góðu verði Bjóðum upp á hundasleða og hjólavagnaferðir allt árið um kring. Sleðaferðirnar eru farnar á jöklum eða þar sem snjóalög eru okkur hagstæð. Þegar við höfum ekki nægan snjó notum við hjólavagna á svörtu söndunum neðan við Mýrdalsjökul Allar frekari upplýsingar eru á heimasíðunni okkar. +354 487 7747 / info@dogsledding.is www.dogsledding.is Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 arctictrucks.is Allt fyrir vetrarsportið Komdu á Kletthálsinn og skoðaðu úrvalið!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.