Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 18
 9. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 „Þetta er ein athyglisverðasta hug- mynd sem komið hefur hér norð- an heiða,“ segir Viðar Sigurjóns- son, sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ, en hann kemur einnig að skipu- lagningu Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ á Akureyri sem stendur fram í mars. Hugmyndin sem Viðar vísar til er sú að halda skíðagöngumót inn- anhúss á Glerártorgi. „Búin verður til sextíu metra löng og þriggja til fjögurra metra breið sprettgöngu- braut við suðuranddyri hússins og byggt upp hvort sínum megin við hana svo ekki renni snjór út um öll gólf,“ útskýrir Viðar. En hvaðan er snjórinn sóttur? „Um síðustu helgi var byrjað að búa til snjó niður við Glerártorg því þótt hér sé hvítt yfir er lítill snjór niðri í byggð,“ svarar Viðar en það var talinn betri kostur að flytja snjóbyssu ofan úr Hlíðar- fjalli frekar en að flytja mörg hlöss af snjó. „Snjóbyssan verður að eitthvað áfram eða þangað til snjórinn verður fluttur inn á torgið með einhverjum ráðum á laugardaginn.“ Skíðafélag Akureyrar sér um skipulagningu mótsins í sam- starfi við Hlíðarfjall en keppend- ur koma úr Skíðafélagi Akureyr- ar og nærliggjandi skíðafélögum. Fjöldi keppenda er ekki orðinn ljós en Viðar taldi víst að fleiri hefðu áhuga en kæmust að. „Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að hafa mótið í gangi alla helgina, því snjórinn bráðnar jú mjög hratt í tuttugu stiga hita,“ áréttir Viðar. „Þetta verður því snöggur en afar skemmtilegur viðburður.“ solveig@frettabladid.is Skíðagöngumót innanhúss Einn af áhugaverðari dagskrárliðum á Vetraríþróttahátíð ÍSÍ á Akureyri er skíðagöngumót sem haldið verður á Glerártorgi næstkomandi laugardag klukkan 14. Verið er að safna snjó sem snjóvélin býr til. VETRARSPORT 2010 er stórsýn- ing sem haldin verður í Bogan- um á Akureyri um helgina. Sextíu metra löng og þriggja metra breið skíðagöngubraut mun liggja um Glerártorg. FimmtudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 FJALLALEIDSOGUMENN.IS fjallaleidsogumenn@fjallaleidsogumenn.is NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 587 9999 Skráning á heimasíðu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna. Afsláttarverð fyrir netklúbbsmeðlimi. í allmennri fjallamennsku hefst í apríl 2010 6 DAGA NÁMSKEIÐ Á svæðinu eru 3 lyftur sem sjá um að koma skíðamannin- um að þeim brekkum sem hentar honum, heildar lengd á þessum 3 lyftum er um 2 km og lengsta skíðaleiðin getur verið um 2,5 km allt eftir því hvaða leið er valin, á svæðinu eru mjög léttar brekkur upp í svartar krefjandi brekkur og allt þar á milli. Skíðasvæðið var opið veturinn 2008–2009 í 125 daga sem er met opnun frá því að skíðasvæðið var fl utt í Skarðsdalinn á Siglufi rði, gestir á þessum tíma voru um 11 þúsund sem er ekki svo lítið fyrir sveitafélag af þessari stærðargráðu því margfeldis áhrifi n er varðar alla þjónustu sem að sjálfsögðu þarf að inna af hendi er gríðaleg og mjög jákvætt skref í uppbyggingu á ferðaþjónustu á þessum tíma og hóparnir sem komu hér í heimsókn voru mjög fjölbreyttir, æfi ngahópar, fjallskíðahópar, bretta skíðahópar og að sjálfsögðu fjölskylduhópar og fl fl , og áfram er unnið við að markaðsetja skíðasvæðið sem góður valkostur fyrir útivistarfólk og hér á Siglufi rði er alltaf verið að bæta þá aðstöðu fyrir ferðamanninn hvað varðar aðra afþreyingu s s söfnin okkar eins og Síldaminjasafnið, Þjólagasetrið. Síðan er mjög spennandi uppbygging hjá fyrirtækinu Rauðku tengt ferðamennsku og er það í raun- inni stórkostleg uppbygging og er vert fyrir ferðamannin að kynna sér hvað þar er í gangi, ég bendi á síðuna siglo.is. SKÍÐA OG ÚTIVISTAPARADÍS Á SIGLUFIRÐI Skíðasvæðið á Siglufi rði hefur verið mikið í umræðuni sem mjög góður valkostur fyrir þá sem ástunda skíðamennsku í ítrustu merkingu þess orðs, því á skíða- svæðinu á Siglufi rði eru aðstæður og brekkur fyrir brettaskíðun, fjallaskíðun, gönguskíðun og að sjálfsögðu mikil fjölbreytni fyrir alpagreinaskíðun. Kynning Langar þig í alpana? Komdu þá á Siglufjörð skard.fjallabyggd.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.