Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 6
6 9. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur ómeprazól sem hemur seytingu á magasýru. Omeprazol Actavis er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakflæði. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum, samtímis notkun lyfja sem innihalda claritrómýcín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, samtímis notkun lyfja sem innihalda atazanavír. Varúð: Gæta skal sérstakrar varúðar: Ef verulegt og óvænt þyngdartap verður, við endurtekin uppköst, ef erfiðleikar eru við að kyngja, við blóðuppköst eða blóð í hægðum, ef lifrar- eða nýrnastarfsemi er skert. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið nema að ráði læknis. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga/brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Akstur og notkun véla: Aukaverkanir, svo sem þreyta, svimi og sjón- og heyrnartruflanir, geta komið fram og geta haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir eru niðurgangur, hægðatregða, vindgangur, ógleði, uppköst, svefntruflanir, sundl, höfuðverkur eða þreyta. Þessar aukaverkanir verða yfirleitt vægari við áframhaldandi meðferð. Skammtastærðir: Fullorðnir: 1 sýruþolið hylki eftir þörfum. Ekki má nota meira en 20 mg á sólarhring. Ef einkennin hverfa ekki eftir að Omeprazol Actavis hefur verið notað í 14 daga skal hafa samband við lækninn vegna þess að einkennin gætu verið af öðrum orsökum. Gleypa á sýruþolnu hylkin með glasi af vökva. Sýruþolnu hylkin ætti að taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Hvorki má tyggja né mylja sýruþolnu hylkin. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Janúar 2009. Af litlum neista… A  Omeprazol Actavis - öflugt lyf við brjóstsviða og súru bakflæði 20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Auðlind-Náttúrusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2010. Auðlind – Náttúrusjóður er sjálfseignarstofnun sem starfað hefur samkvæmt skipulagsskrá frá 1. desember 2008. Tilgangur Auðlindar er að standa vörð um náttúru og vistkerfi Íslands, vatnafar landsins og endurheimt fyrri landgæða. Auglýst er eftir umsóknum um styrki fyrir verkefni sem tengjast verndun og endurheimt votlendis. Heildar upphæð sem til úthlutunar er að þessu sinni er kr. 1,500.000. Hámarksfjárhæð styrkja fer eftir fjölda umsókna en þó ekki hærri en kr 500.000. Upphæð styrks getur numið allt að 50% hluta kostnaðar við vinnu, tæki og kaup á aðföngum. Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum, sem fi nna má á vefsíðu Auðlindar, www.audlind.org. Á vefsíðunni má einnig fi nna úthlutunarreglur sjóðsins. Umsóknafrestur er til og með 1. mars 2010 og er stefnt að því að úthlutað verði úr sjóðnum í apríl. Umsóknir skal senda Auðlind-Náttúrusjóð, Pósthólf 101, 802 Selfossi Fyrirspurnum má beina á netfangið audlind@audlind.org Stjórn Auðlindar - Náttúrusjóðs SVEITARSTJÓRNARMÁL Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, hefur ákveðið að fara að tillögu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) og skipa fjárhaldsstjórn til að endur- skipuleggja fjármál sveitarfélags- ins Álftaness. Skuldir og skuld- bindingar þess námu rúmum 7,2 milljörðum króna í árslok 2009 en sveitarfélagið er ekki talið standa undir hærri skuldbindingum en 2,5 milljörðum króna. Þegar fjárhaldsstjórnin tekur við stjórn fjármála sveitar- félagsins verða allar ákvarð- anir um fjárútlát að lúta sam- þykki hennar. Að öðru leyti fer sveitarstjórnin áfram með mál- efni sveitarfélagsins, og má þar nefna áframhaldandi þreifing- ar um sameiningu sveitarfélags- ins. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað við Garðabæ um sam- einingu. Niðurstaða ráðherra kemur sveitarstjórnarmönnum á Álftanesi ekki á óvart. Enda segir Pálmi Þór Másson bæjarstjóri að bæjarstjórn hafi komist að þeirri niðurstöðu í janúar að sveitar- félagið myndi ekki vinna sig úr þeim fjárhagsvanda sem það stæði frammi fyrir án utanaðkomandi aðstoðar. Við þessari ákvörðun ráðherra hafi því verið búist. Í ákvörðun ráðherra er lagt til að samkomulag verði gert milli fjárhaldsstjórnar og bæjarstjórn- ar Álftaness en ekki eru fordæmi fyrir slíku samkomulagi. Skip- unartími fjárhaldsstjórnarinn- ar er til 1. ágúst næstkomandi og viðurkenndi ráðherra á blaða- mannafundi í gær að í því ljósi yrði að ganga hratt í hlutina. Engin aðgerðaáætlun liggur fyrir enda er það hlutverk fjárhaldsstjórnarinn- ar að vinna slíka áætlun. Ljóst er þó að starf stjórnarinnar verður að ganga til samninga við helstu lánardrottna sveitarfélagsins: Arion banka, Eignarhaldsfélagið Fasteign og fleiri. Í bréfi EFS til ráðherra 4. febrú- ar kemur fram að skuldir sveitar- félagsins í árslok 2009 nema 3,1 milljarði króna og skuldbinding- ar vegna rekstrarleigusamninga og annarra langtímasamninga 4,1 milljarði. Margsinnis hefur komið fram að skuld Álftaness vegna sundlaugar er tæpir þrír milljarðar. Kristj- án Möller svaraði því til að rík- inu færi ýmislegt betur en að reka sundlaugar þegar hann var spurð- ur að því hvort til greina komi að ríkið leysi þá skuldbindingu til sín. svavar@frettabladid.is Svipt fjárræði vegna milljarða skulda Sveitarfélaginu Álftanesi hefur verið skipuð fjárhaldsstjórn. Skuldir og skuld- bindingar þess eru um fimm milljörðum króna yfir því sem sveitarfélagið er talið standa undir. Sveitarstjórnin fer með öll önnur málefni en fjármál. SUNDLAUG ÁLFTANESS Offjárfestingar hafa sligað sveitarfélagið. Skuldir vegna sundlaugarinnar eru tæpir þrír milljarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMHVERFISMÁL Ísland er í farar- broddi í mengunarstýringu og nýt- ingu náttúruauðlinda og því efst landa á lista yfir góða frammistöðu í umhverfismálum, segir í skýrslu sem bandarísku háskólarnir Yale og Columbia hafa nýverið sent frá sér og gefin er út á tveggja ára fresti. Í fréttatilkynningu frá háskólun- um er rakið að hér á landi sé lítil mengun af gróðurhúsalofttegund- um og orkan sjálfbær, bæði vatns- aflsorka og jarðhiti. Þá er skógrækt talin til kosta íslenskra umhverfis- mála. Í samanburði á milli landa nær Ísland 93,5 stigum af 100 mögulegum. Haft er eftir forstöðu- manni hjá Yale að lönd sem taki umhverfismál alvarlega í stefnu- mörkun sinni hækki á listanum milli ára. Sem dæmi um þetta má nefna að Kosta Ríka er ofarlega vegna aðgerða til að vernda regn- skóga, en Kólumbía vegna árangurs við að byggja upp sparneytið kerfi almenningssamgangna. New York Times greinir frá list- anum og vekur athygli á að upplýs- ingar honum til grundvallar koma frá löndunum sjálfum og gætu því verið óáreiðanlegar. Það að Kúba sé í níunda sæti listans geti verið til marks um það. Á listanum eru Bandaríkin í 61. sæti listans og Kína númer 121. Danmörk er í 32. sæti. - shá Virtir háskólar í Bandaríkjunum meta Ísland fremst í umhverfismálum: Ísland með 93 af 100 stigum HREIN ORKA Landsvirkjun vekur athygli á rannsókninni á heimasíðu sinni enda hrein orka grundvöllur góðrar útkomu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ATVINNUMÁL Lyfjafyrirtækið Acta- vis hefur ákveðið að stækka verk- smiðju sína í Hafnarfirði. Með því verða til yfir 50 ný störf og unnt verður að framleiða fimm- tíu prósentum meira í verksmiðj- unni en áður, að því er segir í tilkynningu. Framkvæmdir hefjast fljótlega og er áætlað að framleiðsla í nýja hlutanum fari af stað um næstu áramót. Nú er framleiddur um millj- arður taflna í verksmiðjunni í Hafnar firði, en eftir stækkun verður mögulegt að framleiða þar um einn og hálfan milljarð. Gert er ráð fyrir 50 nýjum störfum í verksmiðjunni eftir stækkun í árslok. Um þrír fjórðu hlutar þeirra starfa verða í fram- leiðslu en einnig verða ýmis önnur tengd störf í boði. Þar að auki er þegar verið að fjölga starfsfólki til að anna eftirspurn- inni sem fram undan er á árinu, að því er segir í tilkynningu. Aug- lýst var eftir fólki til starfa hjá fyrirtækinu nú um helgina. Actavis starfrækir átján lyfja- verksmiðjur í þrettán löndum. Sú ákvörðun að stækka verksmiðj- una hér á landi er til komin vegna þess að það getur verið mikið og flókið verk að flytja framleiðslu lyfja annað og kallar á mikl- ar skráningarbreytingar í þeim löndum þar sem lyfin eru seld. - sh Fimmtíu ný störf skapast við stækkun lyfjaverksmiðju Actavis: Actavis stækkar í Hafnarfirði LYFJAFRAMLEIÐSLA Actavis starfrækir átján lyfjaverksmiðjur í þrettán löndum. KJÖRKASSINN Á að leyfa rekstur spilavíta á Íslandi? Já 31,2% Nei 68,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú tekið bankalán eftir hrun? Segðu skoðun þína á visir.is ÞJÓNUSTA „Þetta er nú aðallega vinna um helgar,“ segir Jóhann Unnar Guðmundsson, sem fengið hefur jákvæða umsögn hrepps- nefndar Hrunamannahrepps um starfsemi leigubílaþjónustu í hreppnum. Mikil sumarhúsabyggð er í kringum Flúðir. Jóhann segir marga viðskiptavini vera úr hópi gesta þar. „Ef fólk fer út að borða eða skemmta sér er gott að geta boðið því upp á akstur heim í koju í stað þess að það sé að freistast til að keyra drukkið,“ bendir hann á. Hreppsnefndin lýsti yfir ánægju með framtakið. Enda sé full þörf á slíkri þjónustu í hreppnum. - gar Leigubílaþjónusta á Flúðum: Skutlar fólkinu heim í kojuna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.