Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010 Algengt er að mæður setji sjálfar sig til hliðar eftir fæðingu barna sinna. Það er fullkomlega eðli- legt en þó er einnig nauðsynlegt að þær hlúi að sjálfum sér til að vera sem best í stakk búnar til að takast á við hið kröfuharða móðurhlutverk. Hreyfing er ávallt af hinu góða en mæður eiga oft erfitt með að finna tíma til æfinga sérstaklega þar sem ekki er auðsótt að fá pöss- un fyrir lítil kríli. Mömmujóga er því kjörin leið til að næra líkama og sál þar sem börnin fara með mæðrum sínum í tíma. Svo er það auðvitað kjörið tækifæri fyrir mæður að komast út úr húsi og hitta aðrar konur á svipuðum stað í lífinu. Yfirleitt er miðað við að konur geti byrjað í mömmujóga um sex vikum eftir fæðingu. Barnið er virkur þátttakandi í tímunum og telja sumir að það geti styrkt tengsl móður og barns. Einnig getur móðirin gert æfingarnar ein meðan barnið sefur eða kannar heiminn á dýnu á gólfinu. Í mömmujóga er lögð áhersla á styrkjandi æfingar fyrir grind- arbotn og kvið svo og mýkjandi æfingar fyrir háls og herðar. Hægt er að fara í mömmujóga á nokkrum stöðum í borginni. Til dæmis í heilsumiðstöðinni 9 mán- uðum í Hlíðasmára 2, Lótus jóga- setri að Borgartúni 20 og í Mecca Spa á Níbýlavegi og Hótel Sögu. - sg Mæður og börn fara saman í jógatíma Mömmujóga er stundað á nokkrum stöðum. Hér er mynd úr Lótus jógasetri en einn- ig er boðið upp á tíma í 9 mánuðum og Mecca Spa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fræðimönnum og heilbrigðis- starfsfólki ber einróma saman um kosti brjóstagjafar en brjósta- mjólkin þykir fullkomin næring fyrir nýbura fyrstu sex til níu mán- uði ævinnar. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (WHO) mælir með því að börn séu eingöngu á brjósti fyrstu 6 mánuði ævinnar og að hluta til í að minnsta kosti 12 mánuði og jafnvel upp í tvö ár. Kostir móðurmjólkurinnar eru ótvíræðir. Hún er alltaf til stað- ar, rétt samsett, mátulega volg, án sýkla, auðmeltanleg og löguð að viðkvæmum og óþroskuðum melt- ingarfærum barnsins. Næringar- gildið er sniðið að þroska barns- ins hverju sinni og má segja að nýburinn fái sína fyrstu bólusetn- ingu með broddinum. Brjóstagjöf- in hefur einnig jákvæð áhrif á til- finningasamband móður og barns og gerir það nánara. Þá eykur brjóstagjöf strax eftir fæðingu samdrátt í legi móður og minnkar líkurnar á blæðingu. Brjóstagjöf geta þó fylgt ýmis vandkvæði og þá sérstak- lega fyrst um sinn. Má þar nefna verki, aumar og sárar geirvörtur, sýkingar, stálma, mjólkurleka og þá óþægilegu tilfinningu kvenna að framleiða ekki næga mjólk til að fæða börn sín. Á heilbrigðis- stofnunum víða um land starfa brjóstagjafarráðgjafar sem er gott að leita til ef þannig stendur á en flest vandamálin er hægt að laga. Þó kemur fyrir að konur geti ekki haft börn sín á brjósti og er mikilvægt að þær fyllist ekki sam- viskubiti yfir því enda geta börn líka dafnað vel á þurrmjólk. Konur sem gefa brjóst eru oft óöruggar með hvenær sé best að hætta og eins mikið og lagt er upp úr brjóstagjöf fyrst um sinn þá hafa margir sitthvað við það að at- huga ef henni er haldið áfram langt fram á annað ár. Mörgum finnst undarlegt að sjá stálpuð börn skríða upp í kjöltu móður sinnar og fá sér sopa. Móðir og barn ættu þó að halda áfram eins lengi og þau eru ánægð með brjóstagjöfina og má segja að allt frá sex til níu mánuðum til tveggja ára sé innan góðra marka. - ve Ekkert jafnast á við móðurmjólkina Sumum finnst skrítið að sjá stálpuð börn fá sér sopa en Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin mælir þó með því að börn séu að hluta til á brjósti í allt að því tvö ár. NORDICPHOTOS/GETTY ıwww.itr.is sími 411 5000 Sundsamlega gott! Heilsulindir í Reykjavík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.