Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 28
 9. FEBRÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● börn Fæðingartíðni kvenna hér á landi hefur lækkað um helming frá því um 1960 þegar hún var hvað hæst. Þá eignaðist hver kona að meðal- tali fjögur börn á ævinni en árið 2006 var talan komin í 2,0. Hún hefur hins vegar hækkað á ný og var árið 2008 komin í 2,14. Yfirleitt er miðað við að frjó- semin þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldan- um til lengri tíma litið. Undanfar- in ár hefur frjósemi á Íslandi verið rétt um 2 börn. Árið 2008 fór hún í fyrsta sinn síðan 1996 yfir 2,1 barn. Þó er frjósemin ekki nema helmingur af frjóseminni kringum 1960, en þá gat hver kona vænst þess að eignast 4,27 börn. Á vef Hagstofunnar eru birtar fæðingartölur. Árið 2008 fæddust 4.835 börn hérlendis, 2.470 drengir og 2.365 stúlkur. Það eru 275 fleiri börn en árið áður, en þá fæddust hér 4.560 börn. Aðeins tvisvar í sögu Íslands hafa fleiri lifandi fædd börn komið í heiminn á einu ári, árin 1960 og 1959. Árið 1960 fæddust 4.916 börn og árið 1959 fæddust 4.837 börn. - sg Fæðingartíðni kvenna lækkað um helming Fæðingartíðni árið 2008 var 2,14. Það er meira en verið hefur frá 1996 en helmingi minna en árið 1960. ● KEISARASKURÐUM HEFUR FJÖLGAÐ Hlutfall keisaraskurða við fæðingar hefur aukist yfir árin samkvæmt tölum frá fæðingaskrá. Árið 1980 voru 7,4 prósent barna tekin með keisara. Árið 1990 voru 11,9 prósent tekin með keisara, árið 2000 var hlutfall keisaraskurða orðið 17,9 prósent og hefur haldist svipað síðan en árið 2007 var hlutfall þeirra 17,1 prósent. ● SVEFNÖRYGGI BARNA Þegar ungbörn eru lögð til svefns er ýmislegt sem þarf að hafa í huga til að tryggja ör- yggi þeirra. Mælt er með því að ungbörn sofi á bakinu því þá er minnsta hættan á vöggudauða. Þó að barn liggi á bakinu getur það auðveldlega losað sig við ælu með því að snúa höfðinu til hliðar. Þegar börnin eldast geta þau snúið sér sjálf og breytt um svefnstellingar. ● ÖRVUN OG AÐLÖGUN Námskeið í ungbarnasundi eru haldin víðs vegar um land allt árið um kring. Markmiðið er meðal annars að veita foreldr- um tækifæri á að venja barn sitt við vatn og köfun, að veita barninu útrás fyrir hreyfiþörf sína og örva þar með hreyfi- þroska þess og styrk og að skapa umhverfi þar sem foreldr- ar og börn geta myndað sterkari tengsl. Er þá fátt upptalið. Hægt er að nálgast allar nánari upp- lýsingar á vefsíðu Busls, Félags ungbarnasundkennara, á slóð- inni www.ungbarnasund.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.