Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 8
8 9. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 Hvað er búið að bólusetja marga gegn svínainflúensu hér á landi? 2 Hvar hefur Icelandair hug á að starfrækja spilavíti? 3 Hvar lokar SÁÁ göngudeild í vor? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 FUNDUR Ódýrara er fyrir karl og konu að mæta saman á morgun- verðarfundinn Fjölbreytni í for- ystu en fyrir einstakling að skrá sig til leiks. Á fundinum verður greint frá leiðum sem viðskiptalíf- ið hyggst fara til að fjölga konum í forystusveit atvinnulífsins auk þess sem nýjar tölur Creditinfo um kynjahlutföll í atvinnulífinu verða birtar. Rakel Sveinsdóttir, framkvæmda- stjóri Creditinfo, segir reynsluna sýna að konur mæti vel á fundi sem þessa en ekki karlar. Því hafi verið farin þessi leið og konur hvattar til að bjóða körlum með sér á fundinn. „Við vildum gera eitthvað skemmtilegt og öðruvísi,“ segir Rakel sem sjálf hafði tekið upp símann og boðið Haraldi Jóns- syni, forstjóra Innnes, með sér á fundinn. Fundurinn verður haldinn í fyrramálið og hefst klukkan átta á Hótel Nordica. - sbt Konur bjóða körlum á stefnumót: Nýstárleg leið til að fá karla á fund RAKEL SVEINSDÓTTIR Framkvæmdastjóri Creditinfo tók upp símann og bauð forstjóra Innes á fundinn með sér. 11. febrúar Bæjarhraun Réttindi lífeyrisþega 18. febrúar Hornafjörður Fjármál heimilisins 25. febrúar Grafarholt Fjármál heimilisins 11. mars Sauðárkrókur Fjármál heimilisins 18. mars Snæfellsbær Fjármál heimilisins Skráning og nánari upplýsingar eru á vef Landsbankans, landsbankinn.is, og í síma 410 4000. Allir velkomnir. Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtu- dagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið nám- skeiðanna er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármál heimilisins. Réttindi lífeyrisþega Á námskeiðinu verður farið yfir helstu breytingar sem gerðar voru á réttindum og greiðslum lífeyrisþega frá Tryggingastofnun ríkisins á árinu 2009. Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri, og Margrét Jónsdóttir, deildarstjóri á Réttindasviði TR, kynna breytingarnar og svara fyrirspurnum ásamt sérfræðingum bankans. Fjármál heimilisins Námskeiðinu er ætlað að auðvelda fólki að halda utan um fjármálin. Sérfræðingar bankans fjalla um skipulag og stýringu fjármála heimilisins, útgjöld, endurskipu- lagningu, kosti heimilisbókhalds, sparnaðarleiðir og lánamöguleika. Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld N B I h f. (L an d sb an ki nn ), k t. 47 10 0 8 -0 28 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 40 46 6 Námskeiðin verða haldin í eftirtöldum útibúum: STJÓRNSÝSLA Bjóða þarf aftur út rekstur á mötuneyti Landspítal- ans segir kærunefnd útboðsmála sem kveður Ríkiskaup hafa brotið á Sláturfélagi Suðurlands með því að vísa frá tilboði fyrirtækisins í útboði í fyrra. Matsala fyrir starfsmenn Land- spítalans var boðin út af Ríkis- kaupum í júlí í fyrra. Sláturfélag Suðurlands var meðal bjóðenda en tilboði félagsins var vísað frá þar sem Ríkiskaup töldu það ekki stutt nægjanlegum gögnum um hæfi til að annast matsölu. Verkið kom í hlut Sælkeralausna, félags sem stofnað var í október 2008. Sláturfélagið átti lægsta tilboðið í útboðinu. Kærunefndin tók undir með þeim sjónarmiðum félagsins að tilboð þess hafi í raun uppfyllt skilmála útboðsins. Enn fremur tók kærunefndin undir með Sláturfélaginu að Sæl- keralausnir uppfylltu ekki skilyrði útboðsins um að hafa að minnsta kosti tveggja ára reynslu að baki. Engu skiptu rök Ríkiskaupa um að „bjóðandinn á bak við“, Sælkera- veislur, uppfyllti skilyrðið eins og Ríkiskaup töldu fullnægjandi. Kærunefndin úrskurðaði Ríkiskaup til að greiða Sláturfélaginu 400 þús- und króna kostnað við kærumálið. Að auki eru Ríkiskaup skaðabóta- skyld gagnvart Sláturfélaginu. - gar Kærunefnd segir Ríkiskaup bótaskyld eftir brot á Sláturfélagi Suðurlands í útboði: Útboð á mötuneyti Landspítala ógilt LANDSPÍTALINN Sælkeralausnir, sem fengu matsölu til starfsmanna Landspít- alans í sinn hlut, uppfylltu ekki skilmála útboðs en tilboði Sláturfélagsins, sem uppfyllti skilmálana, var vísað frá. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NORÐUR-ÍRLAND, AP Einn af nokkr- um klofningshópum úr Írska lýð- veldishernum á Norður-Írlandi, hópur sem nefnir sig Írska þjóð- frelsisherinn, eða INLA, hefur nú lagt niður vopn. Talsmaður hópsins, Martin McConacle, segir þó enga iðrun að finna meðal félagsmanna vegna fjölda hryðjuverka sem hópurinn ber ábyrgð á. „Við biðjum engan afsökunar á okkar hlutdeild í átökunum,“ sagði McConacle, sem dvaldi sjö ár í fangelsi fyrir að hafa skipu- lagt sprengjuárásir á helstu leið- toga norður-írskra sambands- sinna. Tveir aðrir klofningshópar úr Írska lýðveldishernum, IRA, hafa enn ekki lagt niður vopn og eru andvígir friðarsamkomulaginu frá 1998. - gb Klofningshópur úr IRA: Segist leggja niður vopnin ÚKRAÍNA, AP Viktor Janúkovitsj, leið- togi stjórnarandstöðunnar í Úkra- ínu, virtist ótvíræður sigurvegari seinni umferðar forsetakosning- anna, sem haldin var á sunnudag. Þegar talin höfðu verið 99 prósent atkvæða hafði hann þriggja pró- senta forskot á mótframbjóðanda sinn, Júlíu Tímosjenko forsætis- ráðherra. Tímosjenko sakaði Janúkovitsj, sem tvisvar hefur verið forsætis- ráðherra landsins, um kosningasvik og neitaði að sætta sig við úrslitin. Kosningaeftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar, ÖSE, Evrópu fullyrða hins vegar að framkvæmd kosninganna hafi verið landinu til mikils sóma. Stofnunin gagnrýnir helst Júlíu Tímosjenko fyrir að hafa misnot- að aðstöðu sína fyrir kosningarn- ar sem forsætisráðherra landsins: „Nú er tími kominn til að pólitískir leiðtogar landsins hlýði á úrskurð þjóðarinnar og tryggi að valda- skiptin fari friðsamlega og upp- byggilega fram,“ sagði Joao Soares, forseti þings ÖSE, og beindi orðum sínum greinilega einkum til Júlíu Tímosjenko. Stuðningsmenn Janúkovitsj hvöttu Tímosjenko til að viður- kenna ósigur. „Hún ætti að rifja upp sín eigin lýðræðisslagorð og viðurkenna úrslit kosninganna,“ sagði Anna German, varaformaður Hér- aðaflokksins, stjórnmálaflokks Janúkovitsj. Núverandi forseti, Viktor Jústsjenko, sem er fyrrverandi samherji Tímosjenko úr appels- ínugulu byltingunni gegn Jan- úkovitsj veturinn 2004 til 2005, lætur af embætti 23. janúar. Vinslit urðu milli þeirra Júst- sjenko og Tímosjenko eftir að þau unnu sigur í appelsínubylt- unni. Fjandskapurinn milli þeirra hefur torveldað allt stjórnmálalíf í landinu síðustu árin. „Loksins virðist sem við sjáum fyrir endann á þessu tilgangs- lausa þrefi síðustu fimm ára,“ sagði Vladislav Kuprinchuk, 63 ára stuðningsmaður Janú- kovitsj. Fastlega má reikna með því að Janúkovitsj muni efla tengsl Úkr- aínu við Rússland, en draga að sama skapi úr tengslum landsins við Vestur-Evrópu. Vegna þess hve naumur sigur Janúkovitsj varð gæti hann hins vegar átt erfitt með að tryggja stefnu sinni framgang. gudsteinn@frettabladid.is Vel staðið að kosningum Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir forseta- kosningar í Úkraínu hafa farið vel fram. Stofnunin gagnrýnir helst Tímosjenko fyrir að misnota að- stöðu sína sem forsætisráðherra. Hún tapaði samt. ÚRSLITUM FAGNAÐ Stuðningsmenn Viktors Janúkovitsj flagga bláa litnum. NORDICPHOTOS/AFP MENNING „Íbúum Skagastrandar fjölgaði um 21 prósent á síðasta ári miðað við þá 108 listamenn sem bjuggu í bænum á vegum Ness listamiðstöðvar. Miklu munar um þá 173 listamenn sem til Skaga- strandar hafa komið frá upphafi,“ segir á skagastrond.is. Fyrstu erlendu gestalistamenn- irnir komu árið 2008. „Listin hefur mikil og ótvírætt góð áhrif á sveitarfélagið, til dæmis rekst- ur þjónustufyrirtækja svo sem matvöruverslunar, veitingastaðar, kaffihúss og svo framvegis. Vonir standa til að enn fleiri listamenn komi á þessu ári, jafnvel um 140 manns,“ segir á skagastrond.is - gar Listamiðstöðin á Skagaströnd: Vonast eftir 140 listamönnum VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.