Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 38
22 9. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is > VILL VINNA MEÐ DOLLY Rokkarinn Jack White úr The White Stripes hefur mikinn áhuga á að stjórna upptökum á næstu plötu sveitasöngkon- unnar Dolly Parton. „Hann virðist vera aðdáandi. Hver veit? Það er aldrei að vita hvað ég geri,“ sagði Dolly. The White Stripes söng einmitt lag Dolly, Jol- ene, fyrir nokkrum árum. Elíza Newman – oftast kennd við Kolrössu krókríðandi, en í seinni tíð stundum við kvennaklúbbinn Trúbatrixur – kynnir aðra sólóplötu sína, Pie in the Sky, á tónleikum á Café Rósenberg í kvöld. Elíza stundar nú nám í London, en er mætt með alþjóðlega hljómsveit til að spila plötuna og fagna útgáfunni. Bandið skipa þeir Ken Rose á gítar, Alex Yeoman á bassa og Sy Davis á hljómborð og klukkuspil. Einnig er Gísli Kristjánsson í bandinu og spilar á tromm- ur. Gísli tók plötuna upp og hljóðvann hana með Elízu í London. Hann er einnig popp- ari á eigin vegum og var tíðum líkt við Beck. EMI gaf út plötuna How about That með honum árið 2004. Á Pie in the Sky er frískandi draumapopp og hefur plötunni gengið vel, hún er uppseld á Íslandi. Nýtt upplag er komið með glænýju umslagi og verður platan seld á sérstöku tilboðs- verði á tónleikunum í kvöld. Tvær hljómsveitir hita upp: krúttstelpurnar í Pascal Pinon og hljómveitin Andvari, sem skartar hinni efnilegu söngkonu og Trúba- trixu Myrru Rós. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21. Elíza + fjórir í kvöld ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Í KVÖLD Elíza er með fjögurra manna band. Hljómsveitin Limited Copy gefur á næstunni út endurhljóðblandaða EP-plötu með laginu Wagon. Plat- an hefur að geyma upprunalega lagið auk níu endurhljóðbland- aðra útgáfna. Á meðal þeirra sem settu lagið í nýjan bún- ing eru Deluxe, Thrills, The „S“, Stereo Killaz, The Snipp- lers og Alex Drone, sem koma frá Ítalíu og Bandaríkjunum. „Við höfum starfað saman í rúman áratug en ekki undir þessu nafni heldur okkar eigin nöfnum,“ segir Þor- björn Einar Guðmunds- son úr Limited Copy. Aðrir meðlimir sveit- arinnar eru Garðar Eyfjörð, sem kemur frá Reykjanesbæ eins og Þorbjörn, og Elias Mar úr Kópavogi. „Þetta er elektró- danstónlist með smá rímnaívafi,“ segir hann um tónlistina. Platan var unnin í Niceland Production í Keflavík og stefnt er á útgáfu hennar í þessum mánuði. Henni verður dreift á netverslanir víða um heim og einnig má hala henni frítt niður. Sá sem hannaði umslag plötunnar er Frakkinn Sebastien Cuypers, vinur þeirra félaga, sem starf- ar hjá tískufyrirtækinu Louis Vuitton. - fb Í tíu útgáfum LIMITED COPY Hljómsveitin Limited Copy gefur á næstunni út EP-plötu með laginu Wagon. Leikarinn Tom Cruise vill endilega að dóttir sín, Suri, feti í fótspor hans og verði leikkona þegar hún verður eldri. Hann og móðirin, Katie Holmes, hafa þegar farið með hana á söngleikinn Mary Popp- ins bæði í New York og Los Angeles til að auka áhuga hennar á leiklistinni. Cruise vonast til að Suri verði jafn- áhugasöm um feril sinn og hann hefur verið um sinn eigin feril. „Það yrði frá- bært. Ég elska að leika. Mér finnst gaman að búa til persónur og sögur,“ sagði hann. Suri er eina barn Cruise og Holmes. Hún fæddist í apríl 2006, ári eftir að þau byrj- uðu að hittast. Suri í leiklist SURI Suri, dóttir Tom Cruise og Katie Holmes, á tökustað nýjustu myndar föður síns Knight and Day. „Ég bjóst ekki við að fá svona mikla athygli út á þetta,“ segir Ása Steinars- dóttir, sem vann fyrstu verðlaun á grímuballi Kvennaskólans fyrir Avatar-búning sinn. „Fólk var í svolítið miklu sjokki en aðallega vinkonur mínar þegar þær sáu mig. Maður er að poppa upp á annarri hverri Facebook-síðu þar sem ókunnugt fólk var að koma og taka myndir. Þetta er bara mjög gaman,“ segir Ása. Hún segir ákvörðunina um að mæta í Avatar-búningi hafa verið tekna í skyndi. „Það höfðu allir frek- ar litla trú á mér með þetta. Svo keypti ég einhverja liti og var með gular litalinsur. Annars var þetta ekk- ert rosalega mikið mál.“ Hún saumaði búninginn sjálf og fékk hjálp við flétt- un á hárinu á meðan hún horfði á íslenska handboltalandsliðið í beinni útsendingu frá EM. Eins og gefur að skilja er Ása mik- ill aðdáandi hinnar vinsælu Avatar- myndar og ákvað því að slá tvær flug- ur í einu höggi á grímuballinu. „Ég ætlaði að taka þetta með stæl á síðasta árinu sínu í menntaskóla. Ég hef allt- af lagt mikla vinnu í þetta og í fyrra var ég býfluga en í þetta sinn var fólk að segja við mig: „Núna topparðu þig alveg.“ - fb Sló í gegn á grímuballi Í FULLUM HERKLÆÐUM Ása Steinarsdóttir í Avatar-búningnum sem hún saumaði fyrir grímuballið. Línur eru allverulega farn- ar að skýrast í Eurovision. Hera Björk keppir fyrir okkar hönd með lagið „Je ne sais quai“ og freistar þess að komast upp úr undan úrslitakvöldinu, þriðjudagskvöldið 25. maí. Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Jógvan og Hera Björk stóðu titrandi á pallinum á laugardags- kvöldið. Símakosningin var líka hnífjöfn, aðeins 203 atkvæði skildu lögin að. Einhver hefði sem sé getað eytt 20.380 krónum í að koma Jógvani til Óslóar. Það geng- ur bara betur næst. Á Euro-nördsíðum eru skipt- ar skoðanir um ágæti sigurlags- ins. Margir minnast á að þetta sé alls ekki eins gott lag og „Is It True“, sumir að það líkist „This Is My Life“ einum of mikið og sé of fyrirsjáanleg Eurovision-klisja. Aðrir eru þó mun hrifnari. Í vondum riðli Búið er að skipa flytjendum í riðla og það má segja að Ísland hafi lent í „vondum“ riðli. Lagið er eitt af sautján sem keppa þriðju- dagskvöldið 25. maí og tíu af þeim fara áfram í aðalkeppnina. Ekki er búið að ákveða röð laganna, en þeim hefur verið skipt í tvo hópa. Hera flytur sitt lag í seinni hópn- um. Í gegnum tíðina hafa íslensk lög fengið mestan stuðning frá Sví- þjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi og Portúgal. Af þessum fimm lönd- um er aðeins Portúgal með okkur í riðli. Finnland er eina Norður- landaþjóðin auk Íslands í riðlinum. Þarna er Rússland og fjöldi fyrrum ráðstjórnarríkja, en einnig Malta, Grikkland og Belgía. Þýskaland og Spánn, sem fara beint í úrslitaþátt- inn, taka þátt í símakosningunni á okkar kvöldi. Í seinni riðlinum, fimmtudagskvöldið 27. maí, eru Danmörk og Svíþjóð, auk þess sem Noregur kýs þetta kvöld. Úrslitin fara svo fram laugardagskvöldið 29. maí með samtals 25 lögum. Enskan á undanhaldi Samtals keppa 39 lög í Eurovision í ár. Lögin detta nú inn eitt af öðru, síðast ísraelska lagið 14. mars. Með íslenska laginu eru átta lög tilbúin. Danir völdu þau Chanée & N’evergreen og lagið „In a Mom- ent Like This“. Það hljómar ekki ósvipað og „Every Breath You Take“ með The Police áður en það hrynur í Eurovision-viðlag. Norð- menn unnu síðast og fara því beint í úrslitaþáttinn. Þeir völdu ægileg- an spaða sem heitir Didrik Solli- Tangen og er 22 ára. Lagið er grát- bólgin hetjuballaða sem gæti verið með Celine Dion. Finnarnir senda kvennadúettinn Kuunkuiskaajat. Það hefur að skipa tveimur ljósk- um sem voru í þjóðlagagrúppunni Värttinä – báðar syngja og önnur spilar líka á harmóniku. Finnar taka þjóðlagavinkilinn á keppnina í ár og syngja fjörugt lagið á sínu gullfallega tungumáli. Enskan virðist á undanhaldi í Eurovision í ár. Lögin virðast oftar sungin á þjóðtungu keppnisland- anna en áður. Albanar senda Julí- önu Pasha, sem syngur á albönsku, Sviss sendir Michael von der Heide sem syngur á frönsku, rokkarinn Vukašin Braji frá Bosníu og Herse- góvínu syngur á bosnísku og hol- lenski söngvarinn Sieneke syngur á hollensku. Þótt ekki sé búið að velja lögin hafa Slóvakía, Króat- ía og Slóvenía tilkynnt að þeirra lög verði flutt á heimatungumál- unum. Vonandi fara fleiri þjóðir þessa leið því þá fer Eurovision að standa undir nafni sem dægur- lagakeppni allrar Evrópu. drgunni@frettabladid.is Línur skýrast í Eurovision HERA OG KEPPINAUTARNIR Kuunkuiskaajat frá Finnlandi, Chanée and N’evergreen hin dönsku og norski spaðinn Didrik Solli- Tangen.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.