Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég var lengi búin að leita að ein- hverju sniðugu sem hentaði mann- eskju í mínum sporum, sem er í fullri vinnu, einhleyp og með tvö börn og hefur ekki tíma fyrir rækt- ina. Þá uppgötvaði ég þetta í gegn- um frænku mína og líkaði svo vel að ekki var aftur snúið,“ segir Anna Helgadóttir, vefstjóri hjá Marel, sem tók þeirri óvenjulegu áskorun frænku sinnar, sem æfir crossfit af miklum móð, að ljúka 5.050 froska- hoppum á hundrað dögum. „Áskorunin gekk út á að taka eina æfingu á fyrsta degi, bæta annarri við á þeim næsta og koll af kolli þar til maður var kominn upp í hundrað hopp á síðasta degi,“ útskýrir Anna og bætir við að æfingarnar séu þó aðeins flóknari en hefðbundin froskahopp. „Maður hendir sér niður á gólf, skýtur fót- unum aftur fyrir sig og tekur eina armbeygju þannig að brjóstkass- inn snerti gólfið. Því næst stekk- ur maður til baka og hoppar aftur upp. Þetta er endurtekið eftir því sem við á.“ Önnu segist hafa gengið vel að ná settu marki þótt hún neiti ekki að stundum hafi reynt á þolrifin. „Sérstaklega í kringum þrjátíu til sextíu hopp, þá þurfti ég að beita mig sjálfa þvílíkum fortölum til að klára dæmið. Sem ég og gerði og fór því að sjá mikinn árangur eftir því sem á leið. Til dæmis náði ég að taka armbeygjur á tánum. Ég myndi því segja að mesta áskorun- in hafi verið fólgin í að ljúka öllum þessum endurtekningum.“ En svindlaðirðu aldrei? „Jú, reyndar einu sinni,“ viðurkennir Anna. „Ég tók mér þriggja daga frí til að undirbúa afmælið hans pabba, en bætti mér það upp með því að taka fleiri æfingar næstu daga á eftir og missti ekki úr æfingu eftir það.“ Nú þegar settu marki er náð seg- ist Anna finna á sér mikinn mun. „Ég sef betur og löngunin í sætindi og feitan mat hefur snarminnkað þannig að ég hef lést og lít betur út.“ Spurð hvað taki nú við, segist hún þegar hafa tekið annarri áskor- un. „Í þetta sinn ætla ég að fara upp í hundrað uppsetur, armbeygjur og framstig á hundrað dögum. Ætli ég taki ekki líka nokkur froskahopp í upphitun, þar sem ég sakna þeirra svolítið,“ segir hún og hlær. roald@frettabladid.is Hoppaði 5.050 sinnum Anna Helgadóttir nýtti sér óvenjulega en árangursríka leið til heilsueflingar sem fólst í því að taka 5.050 froskahopp á hundrað dögum. Hún segist vera ný og betri manneskja fyrir vikið. M YN D /IN G Ó LFU R JÚ LÍU SSO N Anna segist finna á sér mikinn mun nú þegar settu marki er náð, meðal annars sofi hún betur og löngunin í sætindi og feitan mat hefur snarminnkað. Anna heldur úti heimasíðu, anna.is, þar sem hægt er að fræðast betur um áskorunina. NÝR UPPSKRIFTAVEFUR hefur litið dags- ins ljós á vefsíðunni freisting.is. Öllum er frjálst að senda inn uppskriftir en síðuna má finna á slóðinni http://uppskriftir.freisting.is Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Miðvikudaga LAGERSALA Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík Allar upplýsingar í síma 517-2040 Mikið úrval af dömu- og herraskóm frá Gabor. Götuskór Öryggisskór Herra-sandalar INGA KRISTJÁNSDÓTTIR, næringarþerapisti D.E.T. leiðir ykkur í allan sannleikann um hversu auðvelt það er að breyta mataræðinu til batnaðar! þriðjudaginn........16. febrúar þriðjudaginn........23. febrúar Í lok fyrirlestrar fáið þið leiðbeiningar um val á heilsufæði. Upplýsingar og skráning í síma 899 5020 eða á eig@heima.is. Námskeiðsgjald kr. 4.400,- Inga tekur fólk í einkaráðgjöf alla daga. Bókanir í síma: 8995020 og á eig@heima.is. Viltu breyta mataræðinu til batnaðar, en veist ekki hvar þú átt að byrja? Farið verður með einföldum hætti yfir: • Hvernig við getum náð stjórn á blóðsykrinum • Hvernig verðum við okkur úti um þau næringarefni sem líkaminn þarfnast • Hvernig við getum auðveldlega öðlast meiri orku, vellíðan og heilbrigði Heilsuhúsinu Lágmúla kl. 19:30 - 22:00 www.heilsuhusid.is Fjölþrepa bakbrettið • Eykur sveigjanleika • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun • Má nota hvar sem er Opið virka daga frá kl. 9 -18 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Verð: 7.950 kr. OPIÐ HÚS AFS-skiptinemasamtökin verða með opið hús á morgun, miðvikudaginn 10. febrúar, kl. 17-19 í húsa- kynnum samtakanna, Ingólfsstræti 3, Reykjavík. • Skiptinemadvöl • Sjálfboðaliðadvöl • Fósturfjölskyldur Við hvetjum fólk til að líta við hjá okkur og kynna sér starfsemi AFS og það sem samtökin hafa upp á að bjóða. AFS á Íslandi • Sími 552 5450 • www. afs.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.