Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 12
12 9. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Lögleiðing fjárhættuspila Uppi eru hugmyndir um að reka spilavíti á Hótel Nordica og hefur verið sótt um leyfi til þess frá stjórn- völdum. Að hugmyndinni standa Icelandair Hótel í samstarfi við tvíbura- bræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Blaðamað- ur settist með Bjarka og fékk að heyra allt af létta. Beiðni um lög- leiðingu fjár- hættuspils á Íslandi var lögð inn til iðnaðar- ráðherra og dómsmálaráð- herra fyrir jól af félagi sem kallast Ábyrg spilamennska ehf. Félagið eiga til helminga annars vegar Icelandair Hótel og hins vegar bræðurnir Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir. Fundað hefur verið um málið með ráðherrunum og málið er nú í óformlegu umsagnarferli nokkurra hagsmunaaðila. Því lýkur 12. febrúar. Ferðamenn vantar afþreyingu Bjarki segir hugmyndina hafa verið í vinnslu lengi. Þeir bræð- ur hafi leitað eftir samstarfi við íslenska hótelkeðju fyrir fimm árum og síðan hafi málið verið í vinnslu hjá þeim og Icelandair. Hugmyndin hafi kviknað þegar þeir urðu varir við það að erlendir ferðamenn hér á landi væru sumir hverjir ósáttir við það hversu lítil afþreying væri í boði á Íslandi. „Við höfum Gullfoss og Geysi, en það er í raun ekkert mikið meira,“ segir Bjarki. „Við höfum enga afþreyingu fyrir þetta fólk.“ Bjarki segir að spilavítið yrði fyrst og fremst hugsað fyrir ferðamenn, og myndi þannig til dæmis gera landið mun fýsilegra fyrir ýmiss konar alþjóðlega fundi og ráðstefnur, en myndi að sama skapi gagnast þeim Íslendingum sem á annað borð hafa áhuga á fjárhættuspili. Erlendir fagmenn reki starfsemina Bjarki bendir á að fjárhættuspil séu leyfileg undir opinberu eftir- liti víðast hvar á Evrópska efna- hagssvæðinu. Raunar séu Ísland og Noregur einu löndin þar sem svo sé ekki. Tillaga Ábyrgrar spilamennsku ehf. er að danskri fyrirmynd. Þar úthlutaði ríkið sex rekstrarleyf- um fyrir spilavíti árið 1990 og sá fjöldi hefur haldist samur síðan. Umræðan þar var drifin áfram af flugfélaginu SAS, sem var umsvifamest í ferðaþjónustu þar ytra, líkt og Icelandair er á Íslandi. Bjarki segir hugmyndina ganga út á að reka hér á landi eitt spila- víti, um þúsund fermetra að stærð, og fá til þess erlendan fagaðila sem hefur reynslu af slíkum rekstri. Best sé að hafa það utan við mið- borgarkjarnann, en reynslan sýni að affarasælast sé að hafa spilavíti á hóteli. Því sé Hótel Nordica lang- ákjósanlegasta staðsetningin. Tæpast sé rekstrargrundvöll- ur fyrir fleiri en einu spilavíti hér á landi, auk þess sem ólíklegt sé að hljómgrunnur sé fyrir því hjá yfirvöldum að veita meira en eitt leyfi. Gera ráð fyrir ströngu eftirliti Eftirlitið yrði gríðarlega stíft, segir Bjarki. Gestir yrðu krafð- ir um skilríki og aðgangseyri, og starfað yrði náið með samtökum á borð við SÁÁ til að vinna gegn spilafíkn. Bæklingar um spilafíkn og meðferðir við henni myndu vera áberandi í anddyri spilavít- isins og mögulegt yrði fyrir gest- ina sjálfa eða ættingja þeirra að láta banna viðkomandi ef í óefni stefndi. „Það er mikil samfélagsleg ábyrgð sem fylgir því að reka „casino“,“ segir Bjarki. Hundruð milljóna í skatttekjur Ljóst er að fjárhættuspil er stund- að á Íslandi, bæði í til þess gerðum klúbbum víða um höfuðborgina, sem og á Netinu. Bjarki segir að með því að opna löglegt spilavíti væri ætlunin að útrýma þessum neðanjarðarklúbb- um. Sú hafi einmitt orðið raunin í Danmörku. „Þar lognuðust allir ólöglegir klúbbar bara út af,“ segir hann. Þá segir Bjarki til mikils að vinna fyrir ríkið, sem gæti inn- heimt skatttekjur af starfseminni, Enda er í tillögunni gert ráð fyrir að umtalsverður hluti af öllu spila- fé renni rakleiðis í ríkissjóð sem skatttekjur. Í Danmörku eru spilavítin misstór, og fer skatthlutfallið af spilafénu eftir stærð þeirra – þeim mun stærri sem spila- vítin eru, þeim mun hærri er skattprósentan. Í því stærsta í Danmörku er skatt- prósentan 68 prósent, en Bjarki segir að verði af opnun spilavít- is á Íslandi verði það þó líklega nokkru smærra. Skatthlutfallið sé útfærsluatriði, en helst sé horft til 45 til 50 prósenta. Í Danmörku mæti eftirlitsmaður á vegum hins opinbera daglega á staðinn og telji upp úr kössunum, og gert sé ráð fyrir svipuðu fyrirkomulagi hér. Heimildir Fréttablaðsins herma að frumútreikningar á mögulegum skatttekjum ríkisins af starfsem- inni bendi til að þær gætu numið 450 til 750 milljónum á ári. Blátt bann eða leyfisskyld spilavíti Nokkur gagnrýni hefur komið fram á hugmyndina, meðal annars frá heilbrigðisráðherra, formanni SÁÁ og formanni samtaka áhuga- fólks um spilafíkn. Bjarki segir slíka gagnrýni eðli- lega og viðbúna en bendir fólki þó á að kynna sér málið í þaula áður en endanleg afstaða er tekin. Fjár- hættuspil hafi tíðkast hér á landi, meðal annars á vegum SÁÁ, og ekki hafi gengið ýkja vel að sporna við ólöglegri klúbbastarfsemi eða spilafíkninni sem óhjákvæmilega fylgir. „Eins og við sjáum þetta er bara tvennt í stöðunni,“ segir hann. „Annaðhvort að banna þetta algjörlega og taka þá almenni- lega á því og loka klúbbum um leið og þeir spretta upp, eða þá að leyfa þetta með þessum ströngu skilyrðum og undir eftirliti.“ Hann líkir málinu við deilurnar um lögleiðingu bjórsölu á níunda áratugnum og bendir á að þegar ríkið fór að hafa tekjur af bjórn- um hafi ólöglegt brugg einnig að mestu leyti horfið. Vilja reka samfélagslega ábyrgt spilavíti á Íslandi BJARKI GUNNLAUGSSON FRÉTTAVIÐTAL STÍGUR HELGASON stigur@frettabladid.is Hefur þú skolað í dag? Að skola daglega með flúorlausn er áhrifarík leið til að verjast tannskemmdum og góð viðbót við tannburstun með flúortannkremi. Flux og Flux Junior – flúormunnskol FLUX – 0,2% flúormunnskol fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára. FLUX Junior – 0,05% flúormunnskol fyrir börn 6–12 ára. Regluleg notkun Flux flúormunnskols styrkir tennur og fyrirbyggir tannskemmdir. Nánari upplýsingar um Flux flúormunnskol er að finna á vefsíðu Actavis, www.actavis.is Einnig er að finna góðar upplýsingar um notkun flúors og almenna tannhirðu á vefsíðu Lýðheilsustöðvar, www.lydheilsustod.is Jóhann Ólafsson & Co NÚNA! SKIPTU OSRAM SPARPER UR ALLT AÐ 80% ORKU- SPARNAÐ UR SPARAÐU með OSRAM SPARPERUM. Stofnfundur fyrir félagið Sjálfstæðir Evrópumenn verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu föstudag- inn 12. febrúar klukkan 16.30. Tilgangur félagsins er að standa vörð um sjálfstæði Íslands, áframhaldandi samvinnu Íslands við vestrænar lýðræðisþjóðir og stuðla að efnahagslegum og pólitískum stöðugleika, trausti, einstaklings- og atvinnufrelsi og frjálsum viðskiptum. Til þess að ná þessum markmiðum vill félagið stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fundurinn er opinn öllum þeim sem styðja tilgang félagsins. Ávörp: Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður Jónas Haralz, hagfræðingur Katrín Helga Hallgrímsdóttir, lögfræðingur Gunnar Þórðarson, fv. útgerðarmaður Ísafirði Fundarstjóri: Ragnhildur Helgadóttir, fv. ráðherra Fundarboðendur: Baldur Dýrfjörð, form. fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri, Benedikt Jóhannesson ritstjóri, Einar Leif Nielsen, stjórnarm. í Heimdalli, Einar Stefánsson prófessor, Guðfinna S. Bjarnadóttir, fv. alþingismaður, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Hanna Katrín Friðriksson framkvæmdastj., Jón Benediktsson, stjórnarmaður í Heimdalli, Katrín Fjeldsted, fv. alþingismaður, Sigrún Gísladóttir, fv. skólastjóri í Garðabæ, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir laganemi, Þorsteinn Pálsson, fv. formaður Sjálfstæðisflokksins, Þór Whitehead sagnfræðingur. Sjálfstæðir Evrópumenn Sjálfstæðir Evrópumenn SKIPTAR SKOÐANIR UM ÁGÆTI MÁLSINS Ekki eru allir á einu máli um það hvort skynsamlegt sé að koma á fót spilavíti á Íslandi undir eftirliti ríkisins. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi og formaður SÁÁ, galt var- hug við hugmyndinni í hádegis- fréttum á Bylgjunni í gær. Sagðist hann lítt hrifinn af hugmyndum sem kynnu að auka á spilafíkn, sem væri alvarlegur sjúkdómur. Margt annað ætti að vera í for- gangi þegar kemur að atvinnusköpun á Íslandi en þetta. Júlíus Þór Júlíusson, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, sagði við DV.is að það yrði til háborinnar skammar ef stjórnvöld myndu liðka fyrir opnun spilavítis á Íslandi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, tekur aftur á móti ekki illa í hugmyndina. Samtökin voru fengin til að veita óformlega umsögn um málið. „Menn svöruðu því sem svo að þeir sæju ekkert athugavert við þetta svo framarlega sem gerðar yrðu góðar reglur og litið til reynslu nágrannalandanna.“ Þá sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að hún sæi bæði kosti og galla við að fara þessa leið. ERNA HAUKSDÓTTIR ÞÓRARINN TYRFINGSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.