Fréttablaðið - 11.02.2010, Page 41

Fréttablaðið - 11.02.2010, Page 41
FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2010 7fermingarföt ● Fermingarhárgreiðslan þarf að passa við fermingarfötin og á hárgreiðslustofunni Hár Expo er reynt að taka mið af því. „Mér finnst vera mikið um rómantík og blúnd- ur og reynum við að hafa hárið í samræmi við það og pössum okkur að hafa greiðsluna ekki of stífa,“ segir Ágústa Hreinsdóttir, eigandi Hár Expo. Hún segir bylgjur og mjúka liði vinsæla auk þess sem margar stúlkur vilji fléttur. „Oft þarf aðeins að taka hárið frá andlitinu á þeim og þá getur verið gott að flétta. Við tökum þó mið af því sem stúlkurnar vilja en þær eru allar að hugsa sitt. Þær koma í létta prufugreiðslu sem gefur þeim hugmynd um hvernig þær koma til með að líta út en svo leggjum við auðvitað allt í þetta þegar stóri dagurinn rennur upp.“ Ágústa segir ekki mikið um skraut og glimm- er og að flestar fermingarstúlkur vilji nátt- úrulega greiðslu. „Það getur þó verið fallegt að stinga litlum perlum eða öðru skrauti inn í hárið og úða það síðan með glansspreyi sem gefur því heilbrigða áferð og gljáa.“ Aðspurð segir Ágústa eitthvað um að stelpur fái strípur eða lit fyrir ferminguna en þó alls ekki allar. „Margar koma í fyrstu strípurnar um þetta leyti en þá er yfirleitt sett voða lítið og kannski rétt til að birta til í kringum andlitið eða tengja við og laga gamla sólarupplitun.“ - ve Bylgjur, fléttur og mjúkir liðir í stíl við rómantískan fatnað Bylgjur og mjúkir liðir eru vinsælir. Flestar stúlkur vilja náttúrulega greiðslu. HÁR/ÁGÚSTA HREINSDÓTTIR MYND/ÍRIS ANN Oft þarf aðeins að taka hárið frá andlitinu og þá getur verið fallegt að flétta. HÁR/KATRÍN ÓSK GUÐLAUGSDÓTTIR MYND/ÍRIS ANN Rómantíkin ræður ríkjum bæði í fatnaði og hári um þessar mundir. HÁR/KATRÍN ÓSK GUÐLAUGSDÓTTIR MYND/ÍRIS ANN Ferming snýst um að stað- festa trú sína á guð en orðið trú nær einkum yfir þrennt: Að halda að eitthvað sé satt, að treysta og að reiða sig á að það sem maður treystir á muni reynast traustsins vert. Í Hebreabréfi 11.1 segir einn- ig: „Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sann- færing um þá hluti sem eigi er auðið að sjá.“ Í fermingar- fræðslunni er farið yfir þetta og fleira sem lýtur að trúnni á guð en hana þarf svo að rækta. Það má gera með því að lesa í biblíunni en þannig má komast að því hvert megi sækja trú og í hvaða farveg megi beina henni. -ve Að rækta trúna á guð Orðið trú nær einkum yfir þrennt. Fermdust í eins kjólum Þær Erna og Birna Jónsdætur fermdust í eins kjólum vorið 1945. Kjólarnir voru sérsaumaðir á þær af vinkonu móður þeirra sem bjó á Skólavörðustígnum og var afar flink í höndunum. Hún saumaði líka á þær „eftirfermingarkjól- ana“. Þeir voru rauðir með ásaum- uðum rósum. Ernu vantaði eitt ár upp á að teljast nógu gömul til að fermast þetta vor en hún fékk þó undan- þágu, að beiðni föður hennar sem var heilsuveill á þessum tíma. Hún minnist enn þeirra erfiðu stunda þegar hún þurfti að standa stillt og prúð uppi á stól á meðan saumakona var að mæla og máta. - gun LAUGAVEGI 42 SÍMI 552 1818 MOMO.IS FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Fermingarkjólar frá 4.900 kr. • Leggings frá 1.900 kr. • Ermar frá 1.900 kr. Erna og Birna Jónsdætur fermdust í eins kjólum árið 1945 en þeir voru sérsaum- aðir á þær.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.