Fréttablaðið - 18.02.2010, Page 59

Fréttablaðið - 18.02.2010, Page 59
FIMMTUDAGUR 18. febrúar 2010 43 N1-deild kvenna Haukar-Stjarnan 26-22 (15-10) Mörk Hauka (skot): Hanna G. Stefánsdóttir 9/3 (19/4), Ramune Pekarskyte 5 (11), Erna Þráins- dóttir 4 (11), Nína B. Arnfinnsdóttir 4 (5), Ester Óskarsdóttir 4 (8). Varin skot: Bryndís Jónsdóttir 28/2 (46/5) 61%, Heiða Ingólfsdóttir 1 (5/1) 20%. Hraðaupphlaup: 8 (Hanna 3, Ester 2, Erna 2, Nína). Fiskuð víti: 4 (Nína 2, Þórunn, Þórdís). Utan vallar: 2 mín Mörk Stjörnunnar (skot): Harpa Sif Eyjólfsdóttir 7/1 (20/2), Þorgerður Anna Atladóttir 4/1 (14/1), Esther Viktoría Ragnarsdóttir 3 (7), Þórhildur Gunnarsdóttir 3/1 (6/2), Jóna Sigríður Halldórs- dóttir 2 (3), Aðalheiður Hreinsdóttir 2 (4), Alina Tamasan 1 (2). Varin skot: Florentina Stanciu 21 (46/2) 46%, Sólveig Ásmundsdóttir 1/1 (2/2) 50%. Hraðaupphlaup: 4 (Þórhildur 2, Harpa, Alina). Fiskuð víti: 6 (Jóna 2, Þórhildur, Elísabet, Harpa, Esther). Utan vallar: 4 mín. Fylkir-Valur 19-31 (8-16) Markahæstar hjá Fylki: Laufey Ásta Guðmunds dóttir 5, Ela Kowal 5. Markahæstar hjá Val: Hrafnhildur Skúladóttir 7, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6. STAÐAN Í DEILDINNI 1. Valur 18 16 2 0 +238 34 2. Fram 16 13 1 2 +131 27 3. Stjarnan 17 12 1 4 +158 25 4. Haukar 17 12 0 5 +97 24 5. FH 18 9 0 9 -13 18 6. Fylkir 18 7 0 11 -13 14 7. KA/Þór 18 4 1 13 -113 9 8. HK 18 2 1 15 -146 5 9. Víkingur 18 0 0 18 -379 0 ÚRSLIT BENNI 8.990 A3 OUTLET · AUSTURHRAUNI 3 210 GAR-DABÆ · SÍMI 533 3811 ELvA 5.990 JÚLÍUS 6.990 CASALL 4.990 DÓRA 4.990 ASICS 14.990 Klassísk flíspeysa. Tveir vasar og rennilás sem hægt er að renna í báðar áttir. Tecno- pile® flísefni frá Pontetorto®. Frábær flís- peysa sem hentar við flest tækifæri. Fæst í rauðu og svörtu. Verð áður: 14.990 kr. Júlíus og Júlíana, herra- og dömubuxur. Hægt að nota bæði sem kvartbuxur og stuttbuxur. Teygjanlegt efni sem þornar hratt. Hentugar í gönguferðina. Verð áður: 12.990 kr. Heilrennd peysa fyrir stelpur og stráka. Tecnostretch® efni frá Pontetorto®. Flatlock saumar og YKK® rennilásar. Létt, þægileg og hlý flík. Verð áður: 10.990 kr. Léttar og þægilegar buxur fyrir stelpur og stráka úr Tecnostretch® efni frá Ponte- torto®. Rennilás á skálmum víkkar buxurnar út að neðan og þá passa þær fullkomlega yfir göngu- eða skíðaskó. Teygja í mitti. Henta vel sem innsta lag, utan yfir ullar- nærfatnað eða einar og sér. Verð áður: 6.990 kr. Asics Gel-Trail Attack. Frábærir hlaupa- skór með góðu gripi og stuðningi við ökkla og henta því sérstaklega vel utan venjulegra hlaupastíga. Skórnir henta að sjálfsögðu líka til götuhlaupa og hlaupurum með mismunandi hlaupalag. Verð áður: 21.990 kr. Klassískur og kvenlegur hlýrabolur fyrir leikfimina. Einstök gæði og ending. Fæst í svörtu og hvítu. Verð áður: 7.990 kr. GERÐU FRÁBÆR kAUP Á NÝJUM vÖRUM Á LÆkkuðu VERÐI 70% ALLT AÐ AFSLÁTTUR SKÍÐAÍÞRÓTTIR Miklar breytingar hafa orðið á dagskrá alpagreina á Ólympíuleikunum í Vancouver í Kanada og í framhaldinu af því hefur keppnisdagskrá íslenska hópsins riðlast. Íslendingar hafa enn ekki rennt sér af stað niður brekkurnar í Whistler og gera það ekki fyrr en í fyrsta lagi á föstudaginn þegar keppni fer fram í risasvigi karla. Úrkoma og snjóalög hafa gert keppnisaðstæður erfiðar í Whist- ler og hafa mótshaldarar því þurft að fresta keppnisgreinum. Íslensku keppendurnir þurfa að taka tillit til þeirra breytinga sem hafa átt sér stað og hafa þeir endurskoðað sína áætlun í sam- vinnu við þjálfara hópsins. það er þegar orðið ljóst að íslenski hóp- urinn keppir í færri greinum en áætlað var. Enn er ekki komið á hreint hverjir keppa í risasvigi karla á föstudaginn eða hvort Ísland sendir einn eða tvo keppendur. Eina konan, Íris Guðmundsdótt- ir, hefur hins vegar keppni í risa- svigi kvenna daginn eftir. - óój Vetrarólympíuleikanir: Íslensku kepp- endurnir bíða ÍSLENSKI HÓPURINN Tók sig vel út á opnunarhátíðinni. NORDIC PHOTOS/AFP HANDBOLTI Bryndís Jónsdóttir, markvörður Hauka, átti hreint ótrúlegan leik í marki Hauka er Haukar skelltu Íslandsmeisturum Stjörnunnar að Ásvöllum, 26-22. Bryndís varði nákvæmlega allt sem kom á markið í fyrri hálf- leik og Stjörnustúlkur hreinlega fundu ekki leiðina fram hjá henni. Bryndís varði alls 19 skot í fyrri hálfleiknum og var með 68 pró- sent markvörslu sem er ótrúleg frammistaða. Vörn Hauka var vissulega einn- ig sterk en þökk sé þessari mark- vörslu og vörn fengu Haukastúlkur hraðaupphlaup sem þær nýttu vel. Ekki bætti úr skák hjá Stjörnunni að Florentina Stanciu markvörð- ur var ekki lík sjálfri sér og varði aðeins sex skot í hálfleiknum. Þess utan var sóknarleikur Stjörnunnar í algjörum molum. Hægur, tilviljanakenndur og allt of fáar að ógna markinu. Það voru nær eingöngu Þorgerður Anna og Harpa Sif sem þorðu að skjóta á markið en Bryndís varði ansi mörg skot frá þeim báðum. Haukar leiddu með fimm mörk- um í leikhléi, 15-10, og gáfu aldrei færi á sér í þeim seinni og lönduðu þægilegum og öruggum sigri. „Þetta var frábær leikur hjá okkur. Ég er virkilega ánægð með vörnina og markvörsluna í leikn- um. Handbolti er einföld íþrótt og snýst um vörn og markvörslu. Þá koma hraðaupphlaupin og við erum með bestu hraðaupphlaups- konu landsins,“ sagði Díana Guð- jónsdóttir, þjálfari Hauka, ánægð eftir leik en hvað fannst henni um frammistöðu Bryndísar í mark- inu? „Ég hef trú á þessari stelpu og þess vegna stendur hún þarna. Hún er alltaf að bæta sig og fá meira sjálfstraust eins og sást í dag.“ - hbg Haukar unnu sannfærandi sigur á Stjörnunni í N1-deild kvenna í gærkvöldi: Lok, lok og læs hjá Bryndísi ÖFLUG Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst hjá Haukum í gærkvöldi með níu mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.