Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 18. febrúar 2010 43 N1-deild kvenna Haukar-Stjarnan 26-22 (15-10) Mörk Hauka (skot): Hanna G. Stefánsdóttir 9/3 (19/4), Ramune Pekarskyte 5 (11), Erna Þráins- dóttir 4 (11), Nína B. Arnfinnsdóttir 4 (5), Ester Óskarsdóttir 4 (8). Varin skot: Bryndís Jónsdóttir 28/2 (46/5) 61%, Heiða Ingólfsdóttir 1 (5/1) 20%. Hraðaupphlaup: 8 (Hanna 3, Ester 2, Erna 2, Nína). Fiskuð víti: 4 (Nína 2, Þórunn, Þórdís). Utan vallar: 2 mín Mörk Stjörnunnar (skot): Harpa Sif Eyjólfsdóttir 7/1 (20/2), Þorgerður Anna Atladóttir 4/1 (14/1), Esther Viktoría Ragnarsdóttir 3 (7), Þórhildur Gunnarsdóttir 3/1 (6/2), Jóna Sigríður Halldórs- dóttir 2 (3), Aðalheiður Hreinsdóttir 2 (4), Alina Tamasan 1 (2). Varin skot: Florentina Stanciu 21 (46/2) 46%, Sólveig Ásmundsdóttir 1/1 (2/2) 50%. Hraðaupphlaup: 4 (Þórhildur 2, Harpa, Alina). Fiskuð víti: 6 (Jóna 2, Þórhildur, Elísabet, Harpa, Esther). Utan vallar: 4 mín. Fylkir-Valur 19-31 (8-16) Markahæstar hjá Fylki: Laufey Ásta Guðmunds dóttir 5, Ela Kowal 5. Markahæstar hjá Val: Hrafnhildur Skúladóttir 7, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6. STAÐAN Í DEILDINNI 1. Valur 18 16 2 0 +238 34 2. Fram 16 13 1 2 +131 27 3. Stjarnan 17 12 1 4 +158 25 4. Haukar 17 12 0 5 +97 24 5. FH 18 9 0 9 -13 18 6. Fylkir 18 7 0 11 -13 14 7. KA/Þór 18 4 1 13 -113 9 8. HK 18 2 1 15 -146 5 9. Víkingur 18 0 0 18 -379 0 ÚRSLIT BENNI 8.990 A3 OUTLET · AUSTURHRAUNI 3 210 GAR-DABÆ · SÍMI 533 3811 ELvA 5.990 JÚLÍUS 6.990 CASALL 4.990 DÓRA 4.990 ASICS 14.990 Klassísk flíspeysa. Tveir vasar og rennilás sem hægt er að renna í báðar áttir. Tecno- pile® flísefni frá Pontetorto®. Frábær flís- peysa sem hentar við flest tækifæri. Fæst í rauðu og svörtu. Verð áður: 14.990 kr. Júlíus og Júlíana, herra- og dömubuxur. Hægt að nota bæði sem kvartbuxur og stuttbuxur. Teygjanlegt efni sem þornar hratt. Hentugar í gönguferðina. Verð áður: 12.990 kr. Heilrennd peysa fyrir stelpur og stráka. Tecnostretch® efni frá Pontetorto®. Flatlock saumar og YKK® rennilásar. Létt, þægileg og hlý flík. Verð áður: 10.990 kr. Léttar og þægilegar buxur fyrir stelpur og stráka úr Tecnostretch® efni frá Ponte- torto®. Rennilás á skálmum víkkar buxurnar út að neðan og þá passa þær fullkomlega yfir göngu- eða skíðaskó. Teygja í mitti. Henta vel sem innsta lag, utan yfir ullar- nærfatnað eða einar og sér. Verð áður: 6.990 kr. Asics Gel-Trail Attack. Frábærir hlaupa- skór með góðu gripi og stuðningi við ökkla og henta því sérstaklega vel utan venjulegra hlaupastíga. Skórnir henta að sjálfsögðu líka til götuhlaupa og hlaupurum með mismunandi hlaupalag. Verð áður: 21.990 kr. Klassískur og kvenlegur hlýrabolur fyrir leikfimina. Einstök gæði og ending. Fæst í svörtu og hvítu. Verð áður: 7.990 kr. GERÐU FRÁBÆR kAUP Á NÝJUM vÖRUM Á LÆkkuðu VERÐI 70% ALLT AÐ AFSLÁTTUR SKÍÐAÍÞRÓTTIR Miklar breytingar hafa orðið á dagskrá alpagreina á Ólympíuleikunum í Vancouver í Kanada og í framhaldinu af því hefur keppnisdagskrá íslenska hópsins riðlast. Íslendingar hafa enn ekki rennt sér af stað niður brekkurnar í Whistler og gera það ekki fyrr en í fyrsta lagi á föstudaginn þegar keppni fer fram í risasvigi karla. Úrkoma og snjóalög hafa gert keppnisaðstæður erfiðar í Whist- ler og hafa mótshaldarar því þurft að fresta keppnisgreinum. Íslensku keppendurnir þurfa að taka tillit til þeirra breytinga sem hafa átt sér stað og hafa þeir endurskoðað sína áætlun í sam- vinnu við þjálfara hópsins. það er þegar orðið ljóst að íslenski hóp- urinn keppir í færri greinum en áætlað var. Enn er ekki komið á hreint hverjir keppa í risasvigi karla á föstudaginn eða hvort Ísland sendir einn eða tvo keppendur. Eina konan, Íris Guðmundsdótt- ir, hefur hins vegar keppni í risa- svigi kvenna daginn eftir. - óój Vetrarólympíuleikanir: Íslensku kepp- endurnir bíða ÍSLENSKI HÓPURINN Tók sig vel út á opnunarhátíðinni. NORDIC PHOTOS/AFP HANDBOLTI Bryndís Jónsdóttir, markvörður Hauka, átti hreint ótrúlegan leik í marki Hauka er Haukar skelltu Íslandsmeisturum Stjörnunnar að Ásvöllum, 26-22. Bryndís varði nákvæmlega allt sem kom á markið í fyrri hálf- leik og Stjörnustúlkur hreinlega fundu ekki leiðina fram hjá henni. Bryndís varði alls 19 skot í fyrri hálfleiknum og var með 68 pró- sent markvörslu sem er ótrúleg frammistaða. Vörn Hauka var vissulega einn- ig sterk en þökk sé þessari mark- vörslu og vörn fengu Haukastúlkur hraðaupphlaup sem þær nýttu vel. Ekki bætti úr skák hjá Stjörnunni að Florentina Stanciu markvörð- ur var ekki lík sjálfri sér og varði aðeins sex skot í hálfleiknum. Þess utan var sóknarleikur Stjörnunnar í algjörum molum. Hægur, tilviljanakenndur og allt of fáar að ógna markinu. Það voru nær eingöngu Þorgerður Anna og Harpa Sif sem þorðu að skjóta á markið en Bryndís varði ansi mörg skot frá þeim báðum. Haukar leiddu með fimm mörk- um í leikhléi, 15-10, og gáfu aldrei færi á sér í þeim seinni og lönduðu þægilegum og öruggum sigri. „Þetta var frábær leikur hjá okkur. Ég er virkilega ánægð með vörnina og markvörsluna í leikn- um. Handbolti er einföld íþrótt og snýst um vörn og markvörslu. Þá koma hraðaupphlaupin og við erum með bestu hraðaupphlaups- konu landsins,“ sagði Díana Guð- jónsdóttir, þjálfari Hauka, ánægð eftir leik en hvað fannst henni um frammistöðu Bryndísar í mark- inu? „Ég hef trú á þessari stelpu og þess vegna stendur hún þarna. Hún er alltaf að bæta sig og fá meira sjálfstraust eins og sást í dag.“ - hbg Haukar unnu sannfærandi sigur á Stjörnunni í N1-deild kvenna í gærkvöldi: Lok, lok og læs hjá Bryndísi ÖFLUG Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst hjá Haukum í gærkvöldi með níu mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.