Fréttablaðið - 19.02.2010, Page 8

Fréttablaðið - 19.02.2010, Page 8
8 19. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 1.Hvaða stórleikari er á ferða- lagi um Vestfirði þessa dagana? 2. Við hvaða götu stendur menningarstofnunin Hannes- arholt? 3. Hvað er Iceland Healthcare, sem er við Ásbrú í Reykjanes- bæ? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 SGS krefst... ... þess að öryggi fjölskyldna í efnahagsvanda sé tryggt. Rétturinn er fólksins, ekki rukkaranna. Nánari upplýsingar á www.asi.is DÚBAÍ, AP Lögreglan í Dúbaí full- yrðir nú að ísraelska leyniþjónust- an Mossad hafi skipulagt morðið á einum af leiðtogum palestínsku Hamas-hreyfingarinnar á hótel- herbergi í Dúbaí í síðasta mánuði. Átján manns hafa nú verið nefndir og sakaðir um aðild að morðinu. Tvær konur eru í hópn- um. Áður hafði lögreglan í Dúbaí birt nöfn, myndir og vegabréfs- númer ellefu manna, sem sagðir voru grunaðir um aðild að morð- inu. Alþjóðalögreglan Interpol lýsti síðan í gær eftir þessum ellefu mönnum og biður lögreglu um heim allan að handtaka þá hvar sem til þeirra næst. „Rannsóknir okkar hafa leitt í ljós að Mossad á aðild að morðinu á al-Mabhouh,“ sagði Dahi Khalfan Tamim, yfirmaður í lögreglunni í Dúbaí, við þarlent dagblað. „Allir þættir málsins benda ein- dregið til aðildar Mossad,“ sagði hann. Hamas-hreyfingin hafði áður fullyrt að menn á vegum ísra- elsku leyniþjónustunnar Mossad hefðu myrt Mahmoud al-Mabhouh. Ísraelar segja að hann hafi verið lykilmaður í smygli á vopnum til Hamas-hreyfingarinnar á Gasa- svæðinu. Hinir grunuðu voru með vega- bréf frá Bretlandi, Írlandi, Frakk- landi og Þýskalandi. Fullvíst þykir að vegabréfin séu fölsuð, enda hefur komið í ljós að í það minnsta sjö nafnanna eru fengin frá ísra- elskum ríkisborgurum, sem ekki er talið að eigi neina aðild að morð- unum. Sendiherrar Ísraels í Bretlandi og á Írlandi voru í gær kallaðir á fund stjórnvalda í báðum þess- um löndum, en ísraelsk stjórnvöld vilja hvorki játa né neita því hvort leyniþjónustan Hamas hafi staðið þarna að verki. Mahmoud al-Mabhouh var 49 ára þegar hann var myrtur á hót- elherbergi sínu í Dúbaí 19. janúar. Hann var einn af stofnendum hern- aðararms Hamas-hreyfingarinn- ar, sem ber ábyrgð á hundruðum árása á Ísrael og ísraelska borg- ara, þar með fjölmörgum sjálfs- vígssprengjuárásum. Al-Mabhouh var þó ekki þekkt- ur meðal Palestínumanna. Hann hefur búið erlendis undanfarna tvo áratugi, en er talinn hafa stundað smygl á flugskeytum til Hamas- hreyfingarinnar á Gasasvæðinu. Um þrjú þúsund manns komu saman í Gasaborg á miðvikudag til að minnast hans og heita hefndum. gudsteinn@frettabladi.is Fullvissa um aðild Mossad Lögreglan í Dúbaí segist nú nánast fullviss um aðild Mossad á morði Palestínumanns á hóteli í síðasta mánuði. Ellefu manns eru nú eftirlýstir af Interpol. HEITA HEFNDA Liðsmenn Hamas hengja stóra mynd af al-Mabhouh upp á vegg í bænum Beit Lahiya á Gasaströnd þegar þúsundir manna komu saman að minnast hans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGGÆSLA „Þegar skólayfirvöld grípa til ógnandi og yfirþyrmandi aðgerða af þessu tagi með aðstoð lögreglu bitnar það þegar upp er staðið verst á þeim nemendum sem ekkert hafa til saka unnið.“ Svo segir í samþykkt stjórn- ar Heimdallar sem furðar sig á þeirri mynd sem forvarnastarf í framhaldsskólum er að taka á sig, þar sem einn til tveir framhalds- skólar biðja lögreglu um að gera allsherjar fíkniefnaleit á nemend- um á hverju ári. „Um þúsund nemendur Tækni- skólans urðu þannig fyrir barð- inu á þessari nýju forvarnaaðferð í síðustu viku þegar skólanum þeirra var fyrirvaralaust læst um hábjartan dag og lið lögreglu, tollvarða og hunda gerði leit í skólanum.“ Telur stjórnin að ef rökstuddur grunur hafi verið um fíkniefna- sölu í skólanum hefði vel mátt bregðast við þeim vanda með sér- tækum lögregluaðgerðum. - jss Heimdallur um fíkniefnaleit: Ógnandi og yfirþyrmandi aðgerðir Sviptur ökurétti ók út af Rúmlega þrítugur maður hefur verið ákærður í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að aka, sviptur ökurétti og undir áhrifum amfetamíns, þar til hann ók út af í Svínahrauni. DÓMSTÓLAR DÓMSMÁL Héraðsdómur hefur dæmt KR Sport, rekstrarfélag knattspyrnudeildar KR, til að greiða þrotabúi Samsonar tæpar sex milljónir króna sem runnu til félagsins árið 2007. Skiptastjóri fór fram á að fá tæpar ellefu milljónir endurgreidd- ar, en dómari kemst að þeirri nið- urstöðu að fimm milljóna króna greiðsla sem rann á milli félag- anna hafi verið styrkur og því ætti ekki að rifta henni. Forsvarsmenn Samsonar, eigna- haldsfélags Björgólfs Guðmunds- sonar, skýrðu afganginn, tvær greiðslur sem samanlagt námu um 5,9 milljónum, þannig að greiðsl- urnar hefðu verið lán, sem ætti að breytast í styrk þegar knattspyrnulið KR ynni næsta bikar. Það gerð- ist í október 2008, þegar KR varð bikarmeistari. Á hinn bóginn má rifta svokölluðum gjafagerningi ef gjöfin var afhent á síðustu sex mánuð- um fyrir frestdag, það er þann dag sem dómara berst beiðni um greiðslu- stöðvun, í þessu tilviki 7. október 2008. Deilan snerist um hvort féð var afhent sem gjöf í júní 2007, eða daginn sem KR-ingar urðu bikarmeistarar, þremur dögum áður en beiðni barst um greiðslu- stöðvun Samsonar. Dómari kemst að þeirri niður- stöðu að gjöfin hafi ekki verið reidd af hendi fyrr en hún breyttist úr láni í styrk í október 2008, og því beri að rifta gjörn- ingnum. - sh Styrkgreiðslu eignarhaldsfélags Björgólfs Guðmundssonar til KR rift: KR endurgreiði sex milljónir BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDS- SON Er mikill velgjörð- armaður KR og styrkti félagið oftsinnis. FRÉTTABLAÐIÐ /E. ÓL HÚSNÆÐISMÁL Heildarútlán Íbúða- lánasjóðs í janúar námu 2,1 millj- arði króna. Þar af voru um 700 milljónir króna vegna almennra lána og um 1,4 milljarðar vegna annarra lána. Heildarútlán sjóðsins stóðu nánast í stað á milli mánaða. Sam- setning þeirra hefur þó breyst því almenn útlán lækkuðu um 50 pró- sent. Meðalútlán almennra lána var um 7,4 milljónir í janúar. Það er tæplega 16 prósenta lækkun frá fyrra mánuði. Breytilegir vextir á leiguíbúðalánum voru lækkaðir í janúar úr 5,40 í 4,90 prósent og miðast við útreikninga vaxta frá og með 1. janúar 2010. - kóp Útlán Íbúðalánasjóðs: Standa í stað milli mánaða Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.