Fréttablaðið - 19.02.2010, Page 18

Fréttablaðið - 19.02.2010, Page 18
18 19. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um greinaskrif Anne Sibert Þegar Íslendingar standa saman geta þeir leyst nánast hvaða vanda sem er. Þegar loksins náðist sam- staða, alla vega á yfirborðinu, um hvernig verja ætti hagsmuni landsins út á við í Icesave-mál- inu breytti það stöðu landsins til mikilla muna. Á viðkvæmasta tímapunkti í sögu málsins tóku hins vegar nokkrir skjólstæðing- ar ríkisstjórnarinnar upp á því að skrifa greinar sem voru um margt rangar og stórskaðlegar málstað Íslands. Anne Sibert, fulltrúi forsætis- ráðherra í peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifaði grein í vefritið VoxEU (rödd ESB). Það rit er eftir því sem næst verður komist helst lesið af enskumæl- andi embættismönnum og fræði- mönnum í Evrópusambands- löndum. Greinin gekk út á að sýna fram á (með aðferðum sem aðrir hagfræðingar hafa hafn- að) að Ísland væri ekki of lítið til að borga allar kröfur Breta og Hollendinga. Síðast lét Sibert til sín taka (á sama vettvangi) með grein um að Ísland væri of lítið til að vera sjálfstætt. Með setu sinni í peningastefnu- nefndinni þiggur Anne Sibert laun fyrir að verja hagsmuni Íslands. Umfram allt á hún að gera það með því að verja gengi krónunnar. Ekkert hefur jafn-nei- kvæð áhrif á gengi gjaldmiðils og veruleg aukning skuldsetning- ar í erlendri mynt. Sama dag og verið var að reyna að lágmarka þá skuldsetningu birti Sibert greinina þar sem því var haldið fram að Ísland gæti vel greitt alla kröfuna hvað sem liði lög- mæti hennar. Fáum mun detta í hug að upplegg og tímasetning greinarinnar geti verið tilviljun. Hver er annars tilgangurinn með því að skrifa grein á vettvangi enskumælandi embættis- manna sem gengur þvert gegn hagsmunum sem verið er að verja á sama tíma í einhverjum mik- ilvægustu samningaviðræður Íslandssögunnar (eins og grein- arhöfundi er vel kunnugt)? Enn verra er þó að margir munu gera ráð fyrir að þegar full- trúi forsætisráðherra birtir grein á þessum tímapunkti í svo við- kvæmu máli sé hún skrifuð með vilja og vitund ráðherrans. For- sætisráðherra sagðist aðspurð- ur ekki hafa vitað af greininni og tók jafnframt undir að hún væri afar óheppileg. Eflaust er það satt. Það hlýtur hins vegar að vera áhyggjuefni þegar rík- isstjórn sem hefur vanrækt að kynna málstað Íslands út á við í þessu mikla deilumáli er með fólk á launum við að skrifa gegn hags- munum landsins á versta hugsan- lega tíma. Þegar seta Sibert í nefndinni var gagnrýnd í ljósi þessa taldi hún vegið að málfrelsi sínu. Það hefur enginn haldið því fram að Anne Siebert megi ekki tjá sig um hvað sem er hvar sem er. Kjósi hún hins vegar að tjá sig um hluti sem ganga gegn hlut- verki hennar í peningastefnu- nefnd Seðlabanka Íslands hentar augljóslega einhver annar betur í það starf. Leikmaður sem keypt- ur væri til knattspyrnuliðs til að styrkja vörnina kæmist ekki upp með að sækja hvað eftir annað á eigið mark og bera við ferða- frelsi. Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Sibert SANDALA DAGAR HJÁ ECCO Lir: svart og brúnt Stærðir: 40 - 47 Coast Verð áður: 14.995 Nú: 13.495 67644 51052 Lir: hví og svart Stærðir: 36 - 41 Coast Verð áður: 14.995 Nú: 13.495 67853 02152 Lir: brúnt og svart Stærðir: 40 - 47 Offroad Lite Verð áður: 15.995 Nú: 14.395 67454 51741 Lir: rau, svart, brúnt Stærðir: 36 - 42 Offroad Lite Verð áður: 15.995 Nú: 14.395 67453 55183 Lir: svart Stærðir: 36 - 42 Offroad Verð áður: 15.995 Nú: 14.395 69533 00201 Lir: svart Stærðir: 40 - 50 Offroad Verð áður: 15.995 Nú: 14.395 69534 00201 Við bjóðum 10% afslátt af völdum ECCO sandölum *aðeins þessa helgi Ecco Kringlunni 553 8050 Steinar Waage Kringlunni 568 9212 Steinar Waage Smáralind 551 8519 UMRÆÐAN Sigmundur Ernir Rún- arsson skrifar um sið- ferði og viðskipti Það er ekki brýnasta verkefni íslenskra bankastjóra að hámarka arðsemi til skamms tíma. Miklu mikilvægara er að hámarka siðferði til langs tíma. Þetta blasir við þegar sértæk skuldaaðlögun fyrirtækja stend- ur yfir. Þar verður ekki unað við þá þversögn að fulltrúar helstu gjaldþrota íslensks viðskiptalífs njóti forkaupsréttar á glötuðum eignum sínum. Og hvað segir það aukinheldur um hrunalærdóminn að þeir einir geta boðið best sem tapað hafa mestu? Nú er það ekki svo að stjórnmálamenn eigi að ákveða hvaða einstakl- ingar mega reka fyr- irtæki. Aftur á móti er pólitísk stefnumótun í þessum efnum afar mikil- væg – og sömuleiðis eftir- fylgni þingheims. Skortur á hvorutveggju er samfé- laginu háskalegur eins og nöturleg dæmin sanna. Illskiljanlegt er að nýir banka- stjórnendur hampi þeim helst sem verst hafa leikið íslenskt viðskiptalíf á síðustu árum. Öllu verra er að þeir njóti afskrifta og ívilnana umfram almenning. Það er eðlileg krafa að athafnamenn, sem hafa réttarstöðu grunaðra í bankahruninu, fái ekki óhindrað- an aðgang að fyrri eignum sínum. Í reynd ber að taka fyrir það. Fyrir því hlýtur að vera meiri- hluti á Alþingi. Engin ástæða er til að gefa afslátt af íslensku réttarkerfi við siðvæðingu viðskiptalífsins. Sakleysi gildir uns sekt er sönn- uð. Því má vel vera að flestir þeir kaupahéðnar sem fremstir fóru í krosseignakapphlaupinu – og ekki hafa fengið réttarstöðu grun- aðra – megi sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að skiptum gæðanna, en þeir eiga ekki að njóta forkaupsrétt- ar. Hámörkun fjár má ekki vera á kostnað hámörkun siðferðis. Og svo er hitt: Almenn og opin útboð hljóta hér að vera meginreglan. Hitt er fullreynt í þröngu, myrk- vuðu og líkast til mygluðu hand- vali. Höfundur er alþingismaður. Hámark siðferðis SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON UMRÆÐAN Þórir Garðarsson skrifar um kjaradeilu Það er algjörlega óþolandi fyrir okkur sem störfum í ferðaþjón- ustunni að horfa upp á það hvernig flugvirkjar misnota verkfallsvopn- ið þessa dagana. Þeir krefjast 25% kauphækkunar á línuna, og ef ekki verður gengið að því stöðvast allt flug Icelandair á mánudagsmorg- uninn í heila viku. Í fyrsta lagi er þessi krafa algjör- lega úr takti við allt annað í íslensku samfélagi um þessar mundir. For- maður samninganefndar þeirra við- urkennir það meira að segja fúslega sjálfur í fjölmiðlum í gær. Hann rökstyður þetta þannig að flug- virkjar eigi engan þátt í einhverj- um þjóðarsáttarsamningum og að þjóðarsáttin sé úr takti við raunveruleikann! Einmitt. Þetta er kannski lausnin á vandamálum Íslendinga nú: Við hækkum bara laun okkar allra um 25%, og þá getum við öll staðið í skilum með húsnæðislánin okkar og Icesave! Ekki veit ég í hvaða takti leiðtogar flug- virkja eru, en þeir eru ekki tengdir við raunveruleik- ann. Auðvitað getur ein stétt ekki fengið gríðarlega launahækkun án þess að aðrir vilji fá það sama, og svo koll af kolli. Í öðru lagi er það svo, að verkfall þessa fámenna hóps sem stöðvar flug Icelandair, hefur mikil áhrif á fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem hafa ekkert með þessa deilu að gera. Langflestir erlendir ferða- menn sem koma til landsins fljúga hingað með Icelandair og þeir munu einfaldlega ekki komast til landsins eða frá því. Ekki frekar en Íslend- ingarnir sem eiga bókuð flug. Mitt fyrirtæki mun missa af hundruðum við- skiptavina í næstu viku og miklum tekjum og hið sama gildir um veitingastaði, hótel og aðra þjónustuaðila víða um landið þar sem ferðamenn fara um og eiga viðskipti. Ég skora á forsvarsmenn flug- virkja að hætta þessu rugli og ganga frá samningum sem eru í takti við raunveruleikann. Og ég skora á Ice- landair að sýna þessum hópi sann- girni og forða verkfalli. Höfundur er sölu- og markaðs- stjóri Iceland Excursions. Eiga allir að heimta 25% hækkun? UMRÆÐAN Finnur Sveinbjörnsson skrifar um úrvinnslu- vanda banka og lífeyr- issjóða Við stofnun Arion banka í október 2008 yfirtók hann fjölda lána til ein- staklinga og fyrirtækja frá gamla Kaupþingi. Margir lán- takar glíma við fjárhagslega erfið- leika og Arion banki vinnur að því að finna lausn á vanda sem flestra fyrirtækja og einstaklinga. Bank- inn hefur kynnt margháttuð úrræði fyrir einstaklinga og hafa mál yfir 1.000 heimila þegar verið afgreidd. Þá hefur bankinn leyst úr vanda margra smárra og meðalstórra fyrirtækja á liðnum mánuðum með fjölbreyttum lausnum í nánu sam- starfi við eigendur og stjórnendur þeirra. Í fyrra setti Arion banki sér verk- lagsreglur um lausn á skuldavanda fyrirtækja, til að flýta fyrir úrlausn mála og tryggja samræmdar og gagnsæjar aðgerðir. Þá réð stjórn bankans umboðsmann viðskipta- vina sem tekur þátt í mótun verk- lagsreglna, fylgist með úrvinnslu mála og bregst við ábendingum viðskiptavina. Eins hefur óháð, opinber eftirlitsnefnd sem starfar á grundvelli nýsettra laga um sér- tæka skuldaaðlögun eftirlit með þessari vinnu. Í sömu lögum um sértæka skuldaaðlögum er gerð krafa um efni verklagsreglna á því sviði. Því er nú verið að endurskoða verklagsreglur bankans um lausn á skuldavanda fyrirtækja í samvinnu við önnur fjármálafyrirtæki. Sum af þeim skuldaúrvinnslu- málum sem Arion banki glímir við, eins og aðrir íslenskir bank- ar og lífeyrissjóðir, eru flókin og mikil verðmæti í húfi fyrir bank- ann og þjóðarbúið. Í sumum til- vikum kemur fjöldi innlendra og erlendra banka við sögu sem hafa mismunandi hagsmuna að gæta auk umsvifamikilla skuldabréfaeigenda eins og íslenskra lífeyrissjóða. Stundum eru tryggingar bankans lélegri en ann- arra lánveitenda. Bankinn þarf ávallt að gæta þess að starfa samkvæmt lögum og reglugerðum og fylgja ákvæðum lánasamninga. Þótt reiði ríki í samfé- laginu má það ekki tefja endurreisn íslensks efnahagslífs og valda því að miklum verðmætum verði fórnað. Af almennri umræðu og í þingsölum mætti ætla að bank- inn geti tekið einhliða ákvarðan- ir, án tillits til laga og reglna eða aðstæðna í hverju máli fyrir sig. Sú stefna bankans að hafa viðskipta- lega hagsmuni að leiðarljósi, til að fá sem mest upp í skuldir hefur verið gagnrýnd. Uppi hafa verið raddir um að bankinn eigi að ráðast í endurskipulagningu á rekstri fyr- irtækja án samvinnu við stjórnend- ur þeirra. Stjórnendur Arion banka hafa hins vegar talið það einmitt siðferðilega skyldu hans að reyna að heimta sem mest upp í skuldir og forða enn frekara tjóni en þegar er orðið. Eins og forsætisráðherra hefur nefnt er einn mikilvægasti lærdómurinn af bankahruninu ein- mitt að bankar eigi að hafa eðlilega viðskiptalega hagsmuni að leiðar- ljósi í rekstri sínum. Arion banki er að taka á erfið- um málum. Það eiga fleiri eftir að gera. Fjölmargir lánveitendur, þ.á m. íslenskir lífeyrissjóðir, munu á næstunni standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Þar takast á sjónarmið um hámörkun á endur- heimtum og hvort semja eigi við til- tekna einstaklinga. Þau mál munu hugsanlega snúast um skerðingu á lífeyrisréttindum landsmanna. Bankar og lífeyrissjóðir geta ekki og eiga ekki að taka að sér hlutverk ákæruvalds og dómstóla. Aðrar stofnanir hafa það hlutverk. Höfundur er bankastjóri Arion banka. Tekið á erfiðum málum FINNUR SVEINBJÖRNSSON ÞÓRIR GARÐARSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.