Fréttablaðið - 19.02.2010, Page 22

Fréttablaðið - 19.02.2010, Page 22
 19. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR4 Að vekja undrun konu sinnar getur verið mikil áskorun, sérstaklega eftir löng sambönd, en slíkt þarf ekki að vera mikil fyrirhöfn, stórt í sniðum eða dýrt. Bókin gleður Ef konan þín les mikið skaltu kom- ast að því hvaða bók eða bækur hana hefur lengi langað að lesa en ekki komist í að redda sér. Farðu á bókasafnið og leigðu umrædda bók áður en konudaginn ber upp. Láttu renna í bað um morguninn, og komdu bókinni fyrir á litlu hliðar- borði ásamt kertaljósum og skildu eftir falleg skilaboð á bókamerki (helst um að þú ætlir að sjá til þess að hún muni hafa næði til að lesa eins og hún vilji í dag). Stund við skjáinn Skipulegðu bíókvöld með æðislegum göml- um, svart-hvítum og klassískum kvik- myndum. Poppaðu á gamla háttinn í potti (enda er það miklu betra), keyptu dökkt súkkulaði og myndir sem eru vel við hæfi á svona kvöldi eins og til dæmis Casablanca eða Gone with the Wind. Ástarbréf til elskunnar Ef konan þín þarf að vinna þennan dag, sitja yfir námsbókum eða er önnum kafin einhverra hluta vegna þannig að þú sérð ekki fram á að geta útbúið einhvern „dagskrár- lið“ henni til heiðurs skaltu skrifa gamaldags, handskrifað ástarbréf sem þú laumar í nestið hennar, bækurnar eða veskið þegar hún sér ekki til. Bakkelsi í morgunsárið Ef þú ert á fyrstu vikum tilhuga- lífsins og þið kærastan ekki á sama stað aðfaranótt konudags skaltu baka gott brauð að morgni og birt- ast óvænt með það á tröppunum hjá henni ásamt osti og marmelaði í körfu og app- elsínusafa. Mjög smart og ekki of væmið á viðkvæmu stigi fyrstu kynna. Einfaldleiki í fyrirrúmi Einföldustu atriði geta verið óskap- lega notaleg. Þannig er fátt betra en láta einhvern annan greiða mjúklega á sér hárið með bursta og er því ágætis konudagstrix. Hengdu post-it miða hér og þar um húsið, á baðherberg- isspegilinn þar sem stendur að sjálfsögðu hve falleg hún er, á eldhússkápinn þar sem þú dásam- ar matinn hennar og svo framveg- is. (Ekki setja samt miða á eldhús- vaskinn til að segja henni að hún sé góð í uppvaskinu). - jma Einföld og ódýr rómantík Konudagurinn er tilvalinn til leggja elju við að reyna að koma konunni sinni á óvart. Verkefnið þarf ekki að vera dýrt en krefst mun frekar frumleika, sérstaklega þegar pör þykjast geta reiknað hvort annað út. Á hverfanda hveli kemur við hjörtu kvenna um allan heim. AFSKORIN BLÓM gleðja hvort sem er á konudegi eða öðrum dögum ársins. Á laugardagskvöldið geta Akureyringar og gest- komandi skellt sér á svokallað Milanga, sem er tangódansiball, í Ketilhúsi en ballið byrjar klukkan tíu um kvöldið. „Ballið byrjar klukkan tíu, að argentínskum hætti, en í Argentínu er byrjað að dansa tang- óinn seint svo fólk geti fyrst borðað og notið matarins,“ segir Vigdís Arna Jónsdóttir, sem skipuleggur tangóballið og verður jafnframt með tangótíma á laugardeginum og sunnudeginum. „Við höfum verið með Konudagstangóhátíð þrjú ár í röð en nú í ár verður ekki hátíð sem slík held- ur ball og danstímar. Öllum er velkomið að koma á ballið og þeir sem vilja skella sér í tíma geta til dæmis kíkt inn á heimasíðuna lifsinsleikur. net,“ segir Vigdís Arna en líklegt er að æfinga- kennsla verði klukkan níu, klukkutíma áður en ballið byrjar. Áhugasamir um danskennsluna geta einnig hringt í Vigdísi Örnu í síma 864 3054. „Tangó hefur haslað sér góðan völl á Íslandi og hér á Akureyri hefur myndast ágætur kjarni í kringum dansinn.“ - jma Tangóball að argentínskum hætti í Ketilhúsinu MILANGA VERÐUR HALDIÐ Í KETILHÚSINU Á AKUR- EYRI ANNAÐ KVÖLD. Notalegt freyðibað við kertaljós og með góða bók við höndina gerir góðan dag enn betri. Gefðu konunni Maxwell nuddpúða sem þú getur notað sjálfur! • LÍTILL OG ÞÆGILEGUR • HÆGT AÐ NOTA Á ALLAN LÍKAMANN • LOSAR UM VÖÐVABÓLGU OG HARÐSPERRUR • ENDURNÆRIR HÁLS, AXLIR, BAK OG FÆTUR • STERKUR OG ENDINGARGÓÐUR • TVEGGJA ÁRA VERKSMIÐJUÁBYRGÐ LOGY EHF - B E R J A R I M I 6 - 112 R E Y K J AV Í K - S Í M I 6 61-2 5 8 0 O G 5 8 8 -2 5 8 0 SENDUM Í PÓSTKRÖFU EÐA KEYRUM HEIM Á REYKJAVÍKURSVÆÐI WWW.LOGY.IS Opnum kl. 8 á sunnudagsmorgun Denise Prjónasettin Gott verð - lífstíðarábyrgð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.