Fréttablaðið - 19.02.2010, Síða 26

Fréttablaðið - 19.02.2010, Síða 26
4 föstudagur 19. febrúar núna ✽ fataskápurinn VETRARSÓL Nú er sólin lágt á lofti og um að gera að setja upp skvísugleraugun. Þessi eru frá dior og fást í Gleraugnasmiðjunni. Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Margbreytilegur. Það er eiginlega ekkert sjáan- legt mynstur þegar það kemur að stílnum mínum. Einn dag- inn er ég klædd eins og skógar- höggsmaður, þann næsta eins og portkona. Hverjir eru uppáhalds- hönnuðirnir þínir? Christop- her Kane, Martin Margiela og að sjálfsögðu Bóas (8045) og Mundi. Hvar finnst þér sniðugast að versla í Reykjavík? Þar sem maður býst síst við að finna eitthvað flott. Ég fer til dæmis í búðir sem eru mjög ólíkar mínum stíl því það vill oft verða að það sem ég fíla lendir á út- sölurekkanum. Annars versla ég mest í Hjálpræðishernum þar sem hann er á leiðinni heim úr háskólanum. Galdurinn er að kíkja oft, þá finnur maður alltaf eitthvað frábært á endanum. Uppáhaldsverslun erlendis? Ég versla ekki í útlöndum. Þá fyrst myndi íslenska efnahags- kerfið hrynja fyrir alvöru. Hver er tískufyrirmyndin þín? Ég held satt best að segja að ég eigi enga slíka. Ætli að allir séu ekki bara mínar tísku- fyrirmyndir. Nema kannski Lil Kim. Frá hvaða áratug sækir þú mestan innblástur? Engum sérstökum, svona þegar ég pæli í því. Ég er dálítið eins og braut- arpallurinn í Harry Potter, ein- hvers staðar á milli. Hvað er að þínu mati alveg bannað þegar það kemur að stíl? Það er alveg bannað að halda að eitthvað sé bannað. Nema stuttar leggings. Það er bannað. Hvað er á óskalistanum akkúrat núna? Ég veit það um leið og ég sé það. Þess vegna loka ég alltaf augunum í dýrum verslunum. Annars var ég að stroka gult naglalakk af óska listanum þar sem ég fann eitt slíkt í Megastore í Smára- lind. Maður finnur nefnilega frá- bærustu hlutina á furðulegustu stöðunum. - amb Steingerður Sonja Þórisdóttir nemi Eins og brautarpall- urinn í Harry Potter 1 Pils: Sonia Rykiel úr Hjálpræðishernum. Kjóll (notaður sem bolur): Top Shop. Belti: Kolaportið. Sokkabuxur: Konur og Menn (Ísafirði). Skór: Manía. 2 Kápa: Glamúr (Faldurinn að framan tekinn upp og fest- ur með belti). Gallabuxur: Cheap Monday. Skór: Nostalgía. Belti: Kolaportið. 3 Jakki: Hjálpræðisherinn. Buxur: Hjálpræðisherinn. Bolur: Hjálpræðisherinn. Belti: Kolaportið. Skór: Manía. 4 Uppáhaldshlutirnir sem voru myndaðir voru Jeremy Scott sólgleraugu úr Liborius og leðurjakki úr Zara. FR É TTA B LA Ð IÐ /VA LLI 21 3 4 Öflugar og ódýrar brynjur frá SIXSIXONE Motocross hanskar í úrvali Motocrossbuxur frá FLY Herrajakkar Dömujakkar Hjálmar í úrvali Auglýsingasími Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.