Fréttablaðið - 19.02.2010, Page 28

Fréttablaðið - 19.02.2010, Page 28
6 föstudagur 19. febrúar Á þriðjudaginn verð- ur opnuð sýning Veru Pálsdóttur ljósmynd- ara á kaffihúsinu Mokka á Skólavörðustíg. Í viðtali við Föstudag segir Vera frá uppgjöri sínu við fortíðina og endurnýjaðri ástríðu sinni á ljósmynd- un. Viðtal: Hólmfríður H. Sigurðardóttir- Ljósmyndir: Vera Pálsdóttir og Palli Önna Það er ekki að sjá að í litla dúkku- húsinu hennar Veru Pálsdóttur í miðbæ Reykjavíkur búi ljósmynd- ari sem hefur verið á mála hjá mörgum af virtustu tískutímarit- um heims. Á veggjunum er ekki ein ljósmynd. Enda segist Vera sjálf aðeins hafa tekið eina mynd um ævina sem hún gæti hugsað sér að hafa upp á vegg hjá sér. Ljós- mynd af íslenskum sóleyjum sem hún tók í fyrrasumar. Þetta er ef til vill lýsandi fyrir tilfinningar henn- ar til eigin fortíðar í ljósmyndun- inni, sem hún gerir upp við á ljós- myndasýningu á Mokka sem opnar á þriðjudaginn. „Ég vildi uppgjör við það sem ég er búin að vera að gera. Ég er búin að vera að taka tískuljós- myndir í mörg ár,“ segir Vera Páls- dóttir um ljósmyndasýningu sína sem hún opnar á Mokka á þriðju- dag. „Þetta eru fagurfræðilega mjög fallegar ljósmyndir en mér fannst alltaf vanta eitthvað meira í þær, einhverja dýpt. Þess vegna hef ég aldrei áður sýnt þær. En samt hef ég gengið með það í maganum í ár að halda á þeim sýningu, kannski einmitt af því að þær eru þrátt fyrir allt mjög fallegar,“ segir Vera. Það var ekki fyrr en hún fór að velta málunum fyrir sér með vini sínum, Brynjari Jóhannssyni, að sýningin fór að taka á sig mynd. „Brynjar er hreinn og beinn, sark- astískur með svartan húmor, og frábær textasmiður. Við ákváð- um að búa til texta við myndirn- ar. Við það skapaðist frábært mót- vægi. Sjálf þekki ég auðvitað þess- ar myndir út og inn en þegar ég sá þær með textanum fannst mér þær koma til mín allt öðruvísi. Það var komin einhver dýpt í myndina sem vantaði.“ FRÍKSJÓV Á MOKKA Hið fornfræga og sérstaka kaffi- hús Mokka finnst Veru eiga vel við stemninguna sem hún vill skapa á sýningunni. Hana langar að skapa þá upplifun hjá áhorfendum að þeir séu staddir á einhvers konar fríksjóvi, þegar fallegar myndirnar blandast grófum textanum. „Ég vil að upplifunin verði svolítið eins og að fara í sirkus og horfa á skrítna liðið,“ útskýrir hún. Uppsetning sýningarinnar minn- ir líka á síður í tímariti. „Þetta lítur út eins og síður sem hafa verið klipptar út úr tímaritum, brotnar saman og límdar upp á vegg. Þessi tenging við tímaritin er algjörlega ég. Þess vegna vil ég að myndirnar myndi hugrenningatengsl við for- síðu á tímariti, efnisyfirlit, auglýs- ingar og aðrar dæmigerðar síður úr tímaritum.“ Vera segir að á tímabili hafi hana jafnvel langað til að rústa myndirn- ar sínar, áður en hún komst að nið- urstöðunni um hvernig best væri að gera upp við þær. „Í þessari tísku og allri þessari fegurð er svo mikið feik. Ég fann fyrir þörf til að rústa þessu, hreinlega, og um leið þess- um grunna heimi sem byggir á yf- irborðskenndri fegurð. En ég sá mig ekki fyrir mér framkvæma einhvers konar niðurrif á myndunum sjálf. Ég er enginn listamaður.“ Þegar hún fór að vinna með Brynjari og grafíska hönnuðinum Birnu Einarsdóttur hafi hún fund- ið frelsistilfinningu sem hún hefur lengi saknað. „Við höfum öll verið að experimenta og fara út fyrir okkar box. Þetta þykir mér mikil- vægt, því mér fannst ég vera komin djúpt ofan í eitthvert box sem ég varð að komast út úr. Þetta sam- starf hefur hjálpað mér við það og þess vegna lít ég á sýninguna sem raunverulegt uppgjör við for- tíð mína.“ FANN TÝNDA HLEKKINN Vera hafði verið í fjölda ára búsett í París, þar sem hún tók myndir fyrir mörg af virtustu tímaritum heims. Hún flutti heim til Íslands fyrir þremur árum og hefur síðan verið sjálfstætt starfandi auk þess að mynda fyrir Nýtt líf. Hún segir nýja tíma að renna upp í ljósmynd- um sínum, enda hafi henni nú tek- ist að losa af sér einhverja hlekki. „Ég var að verða brjáluð á því hvað myndirnar mínar voru hreinar og fullkomnar. Ég var með hluti eins og rétt hlutföll og fullkomnar hend- ur á heilanum og búin að ná svo fullkomnum tökum á því að mynd- efnið var orðið því sem næst leik- húslegt. En nú er ég komin á allt annað stað.“ Þá er hún komin í samband við stílistann Þorstein Blæ. Í honum segist hún hafa fundið sinn týnda hlekk. Þeirra fyrsta sameiginlega verk var myndasería sem birtist í nýjustu útgáfu Nýs lífs og þar, segir Vera, má fá nasasjón af þeirri teg- und ljósmyndunar sem hún ætlar meðal annars að einbeita sér að í framtíðinni. „Hann er ekki bara stílisti heldur artisti. Eftir að við fórum að vinna saman endurnýj- aðist ástríða mín fyrir ljósmynd- un.Við höfum stóra drauma með að gera hluti saman í framtíðinni.“ Með myndavélina á lofti. Undanfarin þrjú ár hefur Vera Pálsdóttir unnið sjálfstætt hér á landi og meðal annars mynd- að fyrir Nýtt líf. Þar á undan starfaði hún í mörg ár sem tískuljósmyndari fyrir mörg af virtustu tískutímaritum heims. Myndirnar hennar Veru. Hér gefur að líta nokkrar af ljósmyndunum sem verða á sýningu Veru Pálsdóttur ljósmyndara á Mokka. UPPGJÖR VIÐ FORTÍÐINA Í þessari tísku og allri þessari fegurð er svo mikið feik. Ég fann fyrir þörf til að rústa þetta, hreinlega, og um leið þessum grunna heimi sem byggir á yfirborðskenndri fegurð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.