Fréttablaðið - 19.02.2010, Síða 34

Fréttablaðið - 19.02.2010, Síða 34
 19. FEBRÚAR 2010 FÖSTUDAGUR6 Maður skrifar Tónlist á Íslandi í leitargluggann og sigur- vegarinn er.....: musik.is - allir íslenskir vefir sem tengjast tónlist. Ekki verður annað sagt en þessi fyrsta gátt sé ágætt fyrsta stefnu- mót íslenskrar tónlistar og ónefnds netverja. Stútfull af upplýsingum á íslensku og ensku og vel til þess fallin að gera þessi fyrstu kynni að einhverju meiru en skyndikynn- um. En hvernig upplifa þeir, sem standa að þessari stefnumótaþjón- ustu áheyrenda og íslenskrar tón- listar, Netið og þróun þess? Jón Hrólfur Sigurjónsson fékk net-delluna fyrir tuttugu árum og hefur fylgst með þróuninni: Það sem tendraði mann í upphafi voru þeir ótrúlegu möguleikar til samskipta og miðlunar sem netið og upplýsingatæknin opnaði. Tilfinn- ingin var sú að netið og upplýsinga- tæknin væru svarið; verkefnið fólst í að finna eða formúlera spurningar við hæfi. Maður reyndi að sannfæra tónlistarfólk og -kennara, fá fólk til að taka þátt. Þessu fylgdi svolítil frumkvöðlatilfinning. Tónlistarmenn eyða oft umtals- verðum fjármunum og fyrirhöfn í að koma sér á framfæri, miðla upp- lýsingum og vera í samskiptum. Sama á við um skóla og stofnanir. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að maður sér örla á meðvitund um hvernig netið má nýta í þessum til- gangi. Sá möguleiki sem tæknin býður til að miðla tónlist fram hjá hefð- bundnum útgefendum og rétthöf- um hefur haft mikil áhrif, sérstak- lega á ungt fólk. Bransinn var (og er) þunglamalegur og svifaseinn í þessum nýja heimi. Kynslóðir hafa nú vaxið úr grasi sem sjá ekkert at- hugavert við að sækja sér tónlist, kvikmyndir eða önnur hugverk án þess að greiða eigendum eða rétt- höfum fyrir. Nú er líka umtalsverð- ur hluti tónlistar seldur yfir Netið – hefðbundnar plötuverslanir eru hverfandi. Að tónlist yrði að megn- inu til seld í óefnislegu formi, án þess að fólk hefði neitt í höndunum (plötuumslag, bækling) þótti mörg- um órar fyrir fáum árum. Þróunin er sem sé ekkert að hægja á sér. Þvert á móti, hraðinn eykst, svo mjög að gamlir dellukarl- ar eiga fullt í fangi með að fylgjast með. Tónlistarmenn, sérstaklega þeir yngri, eiga sér nú svæði á Face- book, MySpace eða bloggi. Stofnan- ir eins og Sinfónían og Óperan eru að gera ágæta hluti þótt betur megi gera í gagnvirkni og samskiptum við áheyrendur. Ríkisútvarpið hefur skyldur við menninguna umfram aðra miðla. Þar hefði skráning og miðlun þeirra þjóðargersema sem felast í segul- bandasafni stofnunarinnar átt að hafa forgang, svo dæmi sé nefnt. Og af hverju er ekki blogg á RÚV- vefnum? Annað dæmi: Podcast og Rondó-rás komust í loftið hjá RÚV fyrir baráttu áhugasams starfs- manns en ekki fyrir markaða stefnu stofnunarinnar – stór undarlegt. Loks þetta. Á þessum tímum þegar amma og afi eru komin á FaceBook og lestur blaða og tíma- rita fer hratt minnkandi, sérstak- lega meðal ungs fólks, þá vilja tón- listarmenn hefja blaðaútgáfu!? Einu sinni í mánuði? Af hverju ekki vef- rit, fyrst til eru aurar? Vefrit mæti t.d. hugsa með einhverjum hætti þannig að seinna, ef til vill á þessu ári, á næsta ári, eða því þarnæsta, mætti færa útgáfuna yfir í eitt- hvert það snið sem sækja má í sím- ann, iPad, eða hliðstæðar græjur sem menn vonast einna helst til að geti bjargað dauðadæmdum prent- miðlum. Sá möguleiki sem tæknin býður til að miðla tónlist fram hjá hefðbundnum útgefendum og rétthöfum hefur haft mikil áhrif, sérstaklega á ungt fólk að mati Jóns. Miðlunin og músíkin ● Jón Hrólfur Sigurjónsson fékk netdellu fyrir 20 árum og hefur fylgst með þeirri þróun sem hefur átt sér stað síðan þá. Útvarpsstjóri útlistaði á dögunum nokkrar af fyrirhuguðum sparn- aðarleiðum Ríkisútvarpsins. Þar kynnti hann þá ákvörðun að hætta að senda út frá verðlaunaathöfnum tón- og sviðslistarfólks. Þessar úr- lausnir útvarpsstjóra komu í kjöl- far tilkynninga hans um uppsagn- ir starfsmanna og mætti því ætla að hér stæði til að spara umtalsverð- ar fjárhæðir. Þeim, sem vita hvern- ig útsendingar frá athöfnum sem þessum eru fjármagnaðar í raun, hlýtur að bregða verulega í brún ef þetta er það sem skiptir máli í rekstri stofnunarinnar. Málið er einfalt. Íslensku tónlistarverðlaun- in kosta viðburð sinn sjálf. Sjónvarp- ið hefur verðlagt sinn hluta (þ.e.a.s að koma á staðinn og sjónvarpa án greiðslu til listamanna) á um þrjár milljónir króna. Stofnunin hefur þegið í meðlag eina og hálfa millj- ón frá samtökum tónlistarmanna. Eftir stendur ein og hálf milljón. Sjónvarpið hefur talið nánast óyf- irstíganlegan hjalla að afla þessara tekna í gegnum auglýsingar. Spyrja má hvort ein og hálf milljón sé ekki ásættanlegt framlag ríkisstofnun- ar til að setja á dagskrá atburð þar sem bestu tónlistarmenn þjóðarinn- ar koma fram og þiggja virðingar- vott fyrir framlag sitt til menning- arinnar í landinu. Þarf virkilega að tengja það auglýsingum? Og ef svo er, hversu illa mönnuð er sú mark- aðsdeild sem ekki getur hysjað upp um sig eina og hálfa milljón króna í tengslum við atburð með 50% áhorf. Nú svara þeir því til að þetta sé nú uppsafnað áhorf, sem þýðir að fólk horfir ekki allan tímann heldur á hluta dagskrárinnar. Samt er þetta sama mæling og þeir nota til að slá sér upp á í eigin auglýsingum. Stærsti og vitlausasti naglinn var rekinn í RÚV með ohf-væðingunni. Sú aðgerð skilaði engu nema ofur- launuðum stjórnendum sem í lítil- læti sínu hafa nú látið eftir jeppann sem fylgir djobbinu. Til hvers þarf útvarpsstjóri eða nokkur einasti út- varpsstarfsmaður bíl til að sinna starfi sínu? Ekki er hann að keyra út útvarpsdagskrána. Nú er svo komið að framlag útvarpsins til tónlistar- hátíða sem leita samstarfs við út- varpið er allt í formi auglýsinga. Engir peningar fara til listamanna fyrir þeirra vinnu. Gott og vel, það eru líka verðmæti að geta auglýst viðburði sína, en er þá ekki rétt að opna þetta alveg og verðleggja ein- faldlega útsendingartímann og selja hann á markaði? Sú staðreynd að samvinna milli útvarps og sjónvarps er nánast ekki fyrir hendi utan fréttastofu er annað algerlega óskiljanlegt mál. Á útvarp- inu er öflug tónlistardeild (enda langmest af útsendu efni tónlist) en ekki virðist hvarfla að dagskrár- stjórum að leita þangað vegna dag- skrárgerðar um tónlist í sjónvarpi. Í þau fáu skipti sem staðið er að slíku er annaðhvort leitað út fyrir húsið eða kvikmyndagerðarmenn og aðrir þáttastjórnendur (t.d. úr Kastljósi) gera slíkar dagskrár. Staðreyndin er sú að sjónvarpsmiðillinn, rétt eins og t.d. Internetið, er orðinn mun léttari í vöfum en hann var fyrir nokkrum árum. Fjölmargt kunnáttufólk er að finna sem getur sett saman metnað- arfulla dagskrá um tónlist og menn- ingarefni ef vettvangurinn er opnað- ur til þess. Hvernig væri nú að sam- eina hóp slíks kunnáttufólks innan Ríkisútvarpsins (ef ekki er búið að reka það allt) og slá í bikkjuna áður en hún drepst úr leiðindum á miðju Markúsartorginu. Tónlistarmenn létu eftir rétt- indi sín til greiðslna fyrir endur- tekningar á efni úr safni RÚV gegn því loforði að dagskrárgerð um tón- list í sjónvarpi yrði aukin. Hvað á að svíkja það loforð lengi? Pétur Grétarsson Gjaldþrota hugmyndafræði ● Sparnaðarleiðir gjaldþrota hugmyndafræði um markaðsvæðingu Ríkisútvarpsins. „Stærsti og vitlausasti naglinn var rekinn í RÚV með ohf-væðingunni. Sú aðgerð skilaði engu nema ofurlaunuðum stjórnendum sem í lítillæti sínu hafa nú látið eftir jeppann sem fylgir djobbinu,“ segir Pétur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PISTILL PISTILL FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.