Fréttablaðið - 19.02.2010, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 19.02.2010, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 19. febrúar 2010 19 UMRÆÐAN Linda Björg Árnadóttir skrifar um fatahönnun Það er skemmtilegt hvað það hefur valdið mikl- um usla að ég skuli hafa sent Evu Maríu á RÚV tölvuskeyti um að mér þættu ákveðnir kjólar í útsendingu RÚV vera ljót- ir. Ég hef til dæmis eignast fullt af nýjum vinum á Facebook og ég fékk haturssímtal frá starfsmanni RÚV. Viðkomandi starfsmaður tjáði mér það að ekki mætti segja að tíska væri góð eða vond, öll tíska væri jafn há að gæðum, aðeins væri um persónulegan smekk hvers og eins að ræða. Í þessu viðhorfi liggur einmitt sá vandi sem fatahönnuðir á Íslandi þurfa að glíma við. Samfélagið virð- ist ekki skilja að fatahönnun er fag og krefst sérþekkingar sem hefur ekkert að gera með persónulegan smekk. Á Íslandi eru miklir fordóm- ar gagnvart fatahönnun og fagið almennt álitið kerlingaföndur og hégómi. Þess vegna vil ég prófa að máta þessa hugmynd á annarri grein t.d. bókmenntum. Gæti fólk fallist á þá hugmynd að engar bókmenntir eru betri en aðrar? Er Laxness og Séð og Heyrt jafngott ef það er aðeins persónu- legur smekkur fólks sem dæmir? Ég held ekki. Það eru að miklu leyti til sömu þættir sem gera góðar bókmenntir góðar og góða fatahönnun góða, t.d. efn- istök, tækni, innsæi, þekk- ing á faginu, heilindi og einlægni. Þessi starfsmaður RÚV sagði mér einnig að ég gæti ekki leyft mér að hafa sterkar skoðanir á fatahönnun þar sem ég sé í kennarastöðu og megi því ekki gagnrýna. Fólk sem þekkir til faginu og þekkir þá skóla sem eru bestir vita að þetta virkar ekki svona. Þeir skólar sem skila bestu fatahönn- uðum út í fagið, til dæmis Central Saint Martins, eru með stjórnend- ur sem eru frægir fyrir hárbeitta gagnrýni og jafnvel dónaskap. Luise Wilson, sem er yfir MA- námi í St. Martins og hefur komið skólanum í fremstu röð, kom til Íslands í vor til þess að vera próf- dómari á útskriftarverkefnum BA- nema í fatahönnun við LHÍ. Hún fékk nýlega orðu frá Bretadrottn- ingu fyrir framlag sitt til breskrar fatahönnunar. Hún er þekkt fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og við prófmatið notaði hún orð eins og „horror“, „ugly“ og í eitt skipti „vomit-inducing“. Hennar karakt- er er náskyldur öðrum Bretum eins og Simon Cowell og Gordon Rams- ay sem hika ekki við að gagnrýna hart og eru jafnvel með dónaskap en málið er að við trúum þeim. Það er komin tími til á Íslandi að fólk megi opna munninn og segja sína skoðun. Tölvuskeytið sem ég sendi Evu Maríu (og ég hefði aldrei sent ef ég hefði ekki þekkt hana í 20 ár) var hins vegar aðallega gagnrýni á gæðastjórnun RÚV. Mér hefur ekki þótt RÚV standa undir menningar- legu hlutverki sínu síðastliðin ár. Ef við ímyndum okkur að RÚV (þ.e. sjónvarp, útvarpið er margfalt betra) væri stærðfræðingur sem hefði það hlutverk að miðla lands- mönnum stærðfræði, þá hafa dæmin sem lögð hafa verið fyrir landsmenn verið þau allra einföldustu eins og 1+1=2. Ef RÚV væri metnaðarfull- ur stærðfræðingur myndi hann leggja aðeins erfiðari dæmi fyrir landsmenn, jafnvel þótt það þýddi að þeir þyrftu að leggja meira á sig til að skilja það. Varðandi fréttina í Fréttablað- inu, sem ég hef reyndar ekki séð vegna þess að ég er í útlöndum, þá er það misskilningur að ég hafi verið að setja út á hár og förð- un umrætt kvöld. Ég var meira að tala um ljóshærðar þulur sem oft eru frekar skrýtnar á litinn og hafa farið fyrir brjóstið á mér. Og hvernig er það, hefur RÚV aldrei ráðið dökkhærða þulu? Er útlitið ljóshærð og með vafa- saman húðlit réttasta útlit íslenskra kvenna? Hvernig væri að ráða þulu sem er af erlendu bergi brotin? Ég vil nefnilega vandaðar og fjölbreytt- ar ímyndir fyrir börnin mín. Höfundur er fatahönnuður og fag- stjóri við Listaháskóla Íslands. Fatahönnun er fag sem krefst sérþekkingar UMRÆÐAN Birgir Guðjónsson skrifar um hvíta- birni Enn á ný leyfir fulltrúi Umhverf-isráðuneytisins sér að koma fram með villandi upplýsingar til að réttlæta dráp á hvítabirni.Hann fullyrðir að það sé enginn stofn- stærðarvandi. Jafnvel mætti skilja svo að þörf væri á grisjun. Fulltrúar ráðu- neytisins hafa sennilega gengið fram hjá styttu úr ís af hvítabirni sem tákni vand- ans á loftslagsráðstefnunni í Kaup- mannahöfn. Af nítján undirtegundum hvíta- bjarna eru átta í hnignun, þrjár stöð- ugar, ein að fjölga sér en ófullnægj- andi upplýsingar varðandi sjö. Þetta er lakara en árið 2005. Að ástandið skuli ekki vera verra er vegna vernd- arstefnu Rússlands, Bandaríkjanna, Kanada, Danmerkur og Noregs, sem bundust samtökum 1973 um vernd- un þeirra. IUCN, heimssamtök um náttúruverndun, flokka hvítabirni enn sem „vulnerable“, þ.e. að ástand þeirra sé viðkvæmt. Bandaríkin flokka þá sem í útrýmingarhættu. Takmarkaðar sportveiðar eru aðeins leyfðar í Kanada. Veiðar frumbyggja annars staðar eru takmarkaðar. Kerfisbundið dráp hvítabjarna fer hvergi fram nema á Íslandi. Fulltrúinn heldur því fram að dýrin séu stórhættuleg. Skilja mætti svo að þau komi hingað sérstaklega til að éta Íslendinga. Mesta nábýli hvítabjarna og manna er sennilega í bænum Churchill í Kanada og á Svalbarða. Ekki hefur mikið frést af fækkun mannfólks á þessum stöð- um. Fulltrúinn heldur því fram að kostnaður við björgun sé yfirgengi- legur. Kostnaður við landgöngu hvítabjarnar verður alltaf nokkur við dráp, flutning, „vísindarannsóknir“, uppstoppun og geymslu. Þá er ekkert sparað og jafnvel flugfloti Landhelg- isgæslunnar sem kostar 400-500 þús- und á klst. notaður óspart. Dráp hvítabjarna hér á nokkurra ára fresti mun hins vegar ekki hafa mikil áhrif á stofninn né gera orðstír Íslands verri. Höfundur er læknir. Birnir og staðreyndir BIRGIR GUÐJÓNSSON LINDA BJÖRG ÁRNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.