Fréttablaðið - 19.02.2010, Page 55

Fréttablaðið - 19.02.2010, Page 55
FÖSTUDAGUR 19. febrúar 2010 27 Austurríkismaðurinn Christoph Waltz, sem sló í gegn sem nasista- foringi í Inglourious Basterds, fer með stórt hlutverk í kvik- myndinni Water for Elephants. Þar leikur hann geðklofa dýrat- emjara í fjölleikahúsi, hvorki meira né minna. Með annað aðal- hlutverk fer Robert Pattinson úr Twilight-myndunum. Leikur hann náunga sem verður ástfang- inn af eiginkonu Waltz, leikinni af Reese Witherspoon. Hinn áður óþekkti Waltz getur valið úr hlut- verkum um þessar mundir, enda hefur hann rakað saman verð- launum fyrir Basterds. Á meðal annarra væntanlegra mynda hans eru The Green Hornet og The Talking Cure. Waltz leikur geðklofa CHRISTOPH WALTZ Austurríski leikarinn hefur samþykkt að leika í Water For Elephants. Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í þriðja sinn í Grundarfirði helg- ina 3. til 7. mars. Sýndar verða 75 stuttmyndir og tónlistarmynd- bönd frá tuttugu löndum, þar á meðal norska myndin Little Penis. Grundfirðingar munu taka þátt í hátíðinni, meðal annars með því að halda fiskisúpukeppni þar sem sóknarprestur bæjarins, Aðalsteinn Þorvaldsson, verð- ur á meðal keppenda. Í dóm- nefnd hátíðarinnar verða Ragnar Bragason, Kristín Jóhannesdótt- ir og Hilmar Örn Hilmarsson. Klipparinn og leikstjórinn Val- dís Óskarsdóttir mun einnig sitja fyrir svörum. Frítt verður á alla viðburðina. Nánari upplýsingar má finna á síðunni Northernwa- vefestival.com. 75 myndir í Grundarfirði Beyoncé Knowles telur mikil- vægt að einkalífi sínu sé hald- ið fjarri sviðsljósi fjölmiðlanna. Söngkonan giftist rapparan- um Jay-Z í leynilegri athöfn árið 2008 og bæði vilja þau sem minnst tjá sig um sambandið. „Ég og Jay höfum alltaf reynt að segja sem minnst um samband okkar. Meira að segja eftir að við giftumst breyttist ekkert hvað það varðaði. Ég held að þetta hafi komið í veg fyrir alls konar vandamál,“ sagði Beyoncé, sem þakkaði manni sínum þegar hún tók á móti sex Grammy-verðlaun- um í síðasta mánuði. Þegja yfir hjónabandi BEYONCÉ Söngkonan reynir hvað hún getur til að halda sambandi sínu fjarri fjölmiðlum. Ingi Þór Óskarsson úr Gettu betur- liði Menntaskólans við Hamrahlíð hefur ákveðið að standast áskor- un og bjóða spyrlinum Evu Maríu Jónsdóttur á stefnumót. Ingi Þór og félagar etja kappi við Verslunarskól- ann í 8 liða úrslitum Gettu betur á laugardaginn og þar ætlar hann að bera spurninguna fram. „Það fer bráðum að koma að þessu,“ segir Ingi Þór, hvergi bang- inn. Vinir hans skoruðu á hann að bjóða Evu Maríu á stefnumót á góð- gerðarviku í MH síðasta haust. Reiddu þeir fram fimmtán þúsund krónur og rann allur ágóðinn til Barnaspítala Hringsins. Núna er komið að Inga að standa í stykkinu. Fari svo að Eva þekkist boðið yrði það vafalítið óvenjuleg sjón að sjá hina óléttu sjónvarps- konu á stefnumóti með ungum menntaskóla- nema. „Einhvern tím- ann er alltaf fyrst,“ segir Ingi, léttur í bragði. Undirbúningur fyrir viðureign- ina gegn Versló hefur gengið vel að sögn Inga. Að sjálfsögðu stefnir hann á sigur og vonast í fram- haldinu til að hefna ófaranna frá því í fyrra þegar MH tapaði fyrir MR í úrslitun- um eftir spennandi við- ureign. „Við erum með sama lið og erum búin að bæta okkur eitt- hvað, myndi ég segja,“ segir hann. - fb Býður Evu Maríu á stefnumót GETTU BETUR-LIÐ MH Lið MH í Gettu betur: Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, Ingi Þór Óskarsson og Skúli Þór Jónasson. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞEKKIST HÚN BOÐIÐ? Evu Maríu verður boðið á stefnumót á laugardag- inn í beinni útsendingu. Tískuhönnuðurinn Alexand- er McQueen skrifaði sjálfs- morðsbréf og hengdi sig síðan í fataskáp. Þetta kemur fram í skýrslu sem dánarstjóri í Lond- on hefur sent frá sér. McQueen fannst látinn á heimili sínu í London fyrir viku, á sama tíma og undirbúningur var í fullum gangi fyrir vorlínu hans sem átti að kynna í París. Sama dag og hönnuðurinn lést fór jarðar- för móður hans fram, sem lést viku áður. McQueen starfaði lengi með Björk Guðmundsdótt- ur og minnist hún vinar síns á hjartnæman hátt á heimasíðu sinni, Bjork.com. Hengdi sig í fataskáp

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.