Fréttablaðið - 19.02.2010, Page 62

Fréttablaðið - 19.02.2010, Page 62
34 19. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. járna, 6. holskrúfa, 8. ílát, 9. upp- hrópun, 11. tveir eins, 12. máttur, 14. pabbi, 16. tveir eins, 17. líða vel, 18. for, 20. tveir eins, 21. malargryfja. LÓÐRÉTT 1. íþróttafélag, 3. karlkyn, 4. ósam- lyndi, 5. örn, 7. frjáls, 10. temja, 13. svelg, 15. pottréttur, 16. verkur, 19. óreiða. LAUSN LÁRÉTT: 2. skóa, 6. ró, 8. ker, 9. aha, 11. ii, 12. megin, 14. faðir, 16. tt, 17. una, 18. aur, 20. gg, 21. krús. LÓÐRÉTT: 1. fram, 3. kk, 4. óeining, 5. ari, 7. óheftur, 10. aga, 13. iðu, 15. ragú, 16. tak, 19. rú. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 8 1 Viggo Mortensen. 2 Við Grundarstíg. 3 Sjúkrastofnun sem mun sérhæfa sig í liðskipta- og offitu- aðgerðum fyrir útlendinga. „Við erum byrjaðar að pæla aðeins og hugsa en það er ekkert niður- neglt. Við erum með ákveðn- ar hugmyndir í kollinum,“ segir Hera Björk Þórhallsdóttir en Birta Björnsdóttir hjá Júniform mun hanna kjólinn sem söngkonan klæðist þegar hún syngur framlag Íslands í Eurovision-söngvakeppn- inni í Ósló. Hera segir þær fullar af eldmóði en Birta hannaði kjól- inn sem Hera klæddist á úrslita- kvöldinu hér á landi og einnig kjól- inn sem söngkonan var í þegar hún hafnaði í öðru sæti í dönsku söngvakeppninni fyrir rúmu ári. „Ég hef alltaf verið mjög hrifin af hennar hönnun og hún hentar konum með mitt vaxtarlag mjög vel.“ Nafn Birtu hefur verið á allra vörum að undanförnu eftir að Fréttablaðið greindi frá bréfi Lindu Bjargar Árnadóttur, fag- stjóra fatahönnunarbrautar LHÍ, til Evu Maríu Jónsdóttur, þar sem kjólar hönnuðarins voru gagnrýnd- ir harðlega og þeir sagðir ljótustu kjólarnir sem sést hefðu í sjón- varpi. Birta sendi í gær fjölmiðlum afrit af bréfi sínu til rektors LHÍ þar sem hún óskaði eftir afsök- unarbeiðni frá skólanum en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá stendur rektorinn, Hjálmar H. Ragnarsson, með fagstjóranum, Hera segir að þessi umræða hafi ekki dregið þær niður. „Nei, síður en svo. Við látum þetta ekki hafa nein áhrif á okkur, við erum bara fullar eldmóðs og það er hlaupið í okkur eitthvert keppnisskap. Við getum bara ekki beðið eftir því að hneyksla fólk,“ segir Hera og hlær. Hera var reyndar ekki í mikl- um Eurovision-pælingum þegar Fréttablaðið náði tali af henni því hún var að renna sér á skíðum í Hlíðarfjalli með fjölskyldunni. „Maður verður að slappa líka af en vinnan er í fullum gangi,“ segir Hera en hamingjuóskum hefur rignt yfir hana, meðal ann- ars frá bakröddunum sem sungu með Heru í danska Eurovisioninu. Hera segir að bakraddirnar sem voru henni til halds og trausts í Söngvakeppni Sjónvarpsins verði með henni, að viðbættri stórsöng- konunni Kristjönu Stefánsdótt- ur. „Hún verður fjórða bakröddin og svo verður hún raddþjálfarinn minn. Þótt ég sé raddþjálfari líka þá þarf ég manneskju til að huga að röddinni.“ freyrgigja@frettabladid.is HERA BJÖRK ÞÓRHALLSDÓTTIR: HLAKKA TIL AÐ HNEYKSLA FÓLK Í OSLÓ Birta hannar kjól Heru BIRTA SNÝR AFTUR Birta Björnsdóttir mun hanna kjólinn sem Hera Björk Þór- hallsdóttir klæðist í Eurovision. Hera Björk klæddist kjól frá Birtu á lokakvöldi Söngva- keppni sjónvarpsins og þegar hún hafnaði í öðru sæti í danska Eurovision. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Það er afskaplega gaman að Þjóð- verjar skuli hafa áhuga á þessari bók,“ segir rithöfundurinn Elías Snæland Jónsson. Bók hans, Rúnagaldur, verð- ur gefin út í Þýskalandi á næsta ári og er þetta fyrsta bók Elíasar sem fær dreifingu erlendis. Ryður hún vonandi brautina fyrir næstu bækur hans. „Ég er mest hissa á því hvað þeir voru fljótir til því þeir höfðu samband strax í byrjun desember, nokkrum vikum eftir að bókin kom út.“ Bókin kemur út hjá forlaginu Aufbau sem er mjög virt á sínu sviði og ætti því að fá góða kynningu. Elías, sem hefur lengi fengist við ritstörf, hefur gefið út þó nokk- uð af barna- og unglingabókum. Nágrannalöndin hafa sýnt áhuga á að gefa þær út en aldrei hefur orðið af því. Hann vill þó ekki meina að langþráður draumur sé að rætast með útrásinni til Þýska- lands. „Maður er fyrst og fremst að skrifa fyrir íslenskan markað og íslenska neytendur. Það er rós í hnappagatið ef útlendingar hafa áhuga á að gefa út bækur eftir mann en það er ekkert sérstakt keppikefli í sjálfu sér.“ Rúnagaldur er spennusaga sem tengir saman sögur Eddukvæð- anna um norrænu goðin og þann áhuga sem sumir af forystumönn- um þriðja ríkisins höfðu á kvæð- unum. Bókin er einnig sú fyrsta sem útgefandinn Skrudda selur á erlendri grundu. - fb Rúnagaldur ryður brautina ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Rúnagaldur er fyrsta bók Elíasar sem fær dreifingu erlendis. Hún kemur út seinni part næsta árs á vegum Aufbau. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MORGUNMATURINN „Hann byrjar varla dagurinn án þess að ég fái mér rótsterkan kaffibolla. Það er aðaluppistað- an í morgunmatnum. Svo reynir maður að fá sér ávöxt eða eitthvað með þessu til að koma sér aðeins í gang.“ Bjartmar Þórðarson leikari. Norræni sjónvarps-og kvikmyndasjóð- urinn hafnaði því að styrkja sjón- varpsþáttaröð sem Gunnar Hansson og bróðir hans, Ragnar Hans- son, hafa verið að gera með mörgum af fremstu grínistum Norðurlandanna. Stöð 2 sætti sig ekki við niðurstöðu sjóðsins og hefur skrifað honum bréf þar sem farið er fram á að sjóðurinn endur- skoði ákvörðun sína. „Við borgum í þennan sjóð og við fórum fram á það við þá að þeir tækju umsókn- ina aftur til umfjöllunar,“ segir Pálmi Guðmundsson hjá Stöð 2. Hann segir þætt- ina vera einstaklega frum- lega og þeir hefðu þennan samnorræna brag. „Við höfum aldrei þurft að gera þetta áður en þetta sýnir kannski líka hvað við höfum mikla trú á þessum þáttum.“ Hið sama hefur danska sjónvarpsstöðin TV 2 gert sem hefur þegar keypt sýningarréttinn. Til stóð að RÚV myndi sýna þættina en Stöð 2 virðist vera með forskot í því kapphlaupi. Fréttablaðið hefur fylgst náið með gerð þáttaraðarinnar en meðal þeirra sem koma fram í henni eru Jón Gnarr, Björn Gustafsson og síðast en ekki síst Klovn-stjarnan Frank Hvam en Frímann og Hvam hittust meðal annars á Laundromat-kaffihúsi Frið- riks Weisshappel fyrir skemmstu. Þá upplýsti Gunnar í viðtali við Tvíhöfða um helgina að samkomulag við breska grín- istann Matt Berry væri í höfn og hann myndi koma fram í þáttunum. - fgg Norræni sjóðurinn hafnaði Frímanni María Sigrún Hilmarsdóttir hefur farið vel af stað í hlutverki sínu sem frétta- lesari. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur áhorfið á fréttir RÚV aukist eftir að hún tók við af Elínu Hirst, ekki síst meðal ungra karla. Ekki léleg byrjun það. RÚV hefur fengið á sig gagnrýni úr ýmsum áttum undanfarið. Kvikmyndagerðarmenn eru ósáttir við forgangsröðun hlutafélagsins opinbera á meðan aðrir setja spurningarmerki við uppsagnir og niðurskurð á öðrum sviðum. Karlinn í brúnni, Páll Magnússon, gefur færi á sér á laugardaginn, en hann hefir boðað komu sína í þátt Tvíhöfða, Sigurjóns Kjartanssonar og Jóns Gnarrs, á Kananum. Þeir ná oft alls kyns leyndarmálum upp úr viðmælendum sínum, svo að spennandi verður að heyra hvort útvarps- stjórinn varpar nýju ljósi umræð- urnar. Danski stórleikarinn Viggo Mortensen er staddur á landinu, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Stúlkan sem talað var um að væri með honum í för er spænska leikkonan Ariadna Gil, en hún lék meðal annars í stórmyndinni Pan‘s Labyrinth frá árinu 2006. Viggo og Ariadna hafa sést á leið aust- ur á land, en eins og fram kom í blaðinu í gær ferðast Daninn vopnaður myndavél og smell- ir af í gríð og erg. - fgg, afb FRÉTTIR AF FÓLKI SYNJAÐ Þáttaröð Gunnars Hanssonar fékk ekki styrk hjá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðum. Stöð 2 skrifaði sjóðnum bréf í fyrsta skipti og óskaði eftir því að sú ákvörðun yrði endurskoðuð. Matt Berry og Frank Hvam eru meðal þeirra sem koma fram. Auglýsingasími Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.