Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2010, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 19.02.2010, Qupperneq 62
34 19. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. járna, 6. holskrúfa, 8. ílát, 9. upp- hrópun, 11. tveir eins, 12. máttur, 14. pabbi, 16. tveir eins, 17. líða vel, 18. for, 20. tveir eins, 21. malargryfja. LÓÐRÉTT 1. íþróttafélag, 3. karlkyn, 4. ósam- lyndi, 5. örn, 7. frjáls, 10. temja, 13. svelg, 15. pottréttur, 16. verkur, 19. óreiða. LAUSN LÁRÉTT: 2. skóa, 6. ró, 8. ker, 9. aha, 11. ii, 12. megin, 14. faðir, 16. tt, 17. una, 18. aur, 20. gg, 21. krús. LÓÐRÉTT: 1. fram, 3. kk, 4. óeining, 5. ari, 7. óheftur, 10. aga, 13. iðu, 15. ragú, 16. tak, 19. rú. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 8 1 Viggo Mortensen. 2 Við Grundarstíg. 3 Sjúkrastofnun sem mun sérhæfa sig í liðskipta- og offitu- aðgerðum fyrir útlendinga. „Við erum byrjaðar að pæla aðeins og hugsa en það er ekkert niður- neglt. Við erum með ákveðn- ar hugmyndir í kollinum,“ segir Hera Björk Þórhallsdóttir en Birta Björnsdóttir hjá Júniform mun hanna kjólinn sem söngkonan klæðist þegar hún syngur framlag Íslands í Eurovision-söngvakeppn- inni í Ósló. Hera segir þær fullar af eldmóði en Birta hannaði kjól- inn sem Hera klæddist á úrslita- kvöldinu hér á landi og einnig kjól- inn sem söngkonan var í þegar hún hafnaði í öðru sæti í dönsku söngvakeppninni fyrir rúmu ári. „Ég hef alltaf verið mjög hrifin af hennar hönnun og hún hentar konum með mitt vaxtarlag mjög vel.“ Nafn Birtu hefur verið á allra vörum að undanförnu eftir að Fréttablaðið greindi frá bréfi Lindu Bjargar Árnadóttur, fag- stjóra fatahönnunarbrautar LHÍ, til Evu Maríu Jónsdóttur, þar sem kjólar hönnuðarins voru gagnrýnd- ir harðlega og þeir sagðir ljótustu kjólarnir sem sést hefðu í sjón- varpi. Birta sendi í gær fjölmiðlum afrit af bréfi sínu til rektors LHÍ þar sem hún óskaði eftir afsök- unarbeiðni frá skólanum en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá stendur rektorinn, Hjálmar H. Ragnarsson, með fagstjóranum, Hera segir að þessi umræða hafi ekki dregið þær niður. „Nei, síður en svo. Við látum þetta ekki hafa nein áhrif á okkur, við erum bara fullar eldmóðs og það er hlaupið í okkur eitthvert keppnisskap. Við getum bara ekki beðið eftir því að hneyksla fólk,“ segir Hera og hlær. Hera var reyndar ekki í mikl- um Eurovision-pælingum þegar Fréttablaðið náði tali af henni því hún var að renna sér á skíðum í Hlíðarfjalli með fjölskyldunni. „Maður verður að slappa líka af en vinnan er í fullum gangi,“ segir Hera en hamingjuóskum hefur rignt yfir hana, meðal ann- ars frá bakröddunum sem sungu með Heru í danska Eurovisioninu. Hera segir að bakraddirnar sem voru henni til halds og trausts í Söngvakeppni Sjónvarpsins verði með henni, að viðbættri stórsöng- konunni Kristjönu Stefánsdótt- ur. „Hún verður fjórða bakröddin og svo verður hún raddþjálfarinn minn. Þótt ég sé raddþjálfari líka þá þarf ég manneskju til að huga að röddinni.“ freyrgigja@frettabladid.is HERA BJÖRK ÞÓRHALLSDÓTTIR: HLAKKA TIL AÐ HNEYKSLA FÓLK Í OSLÓ Birta hannar kjól Heru BIRTA SNÝR AFTUR Birta Björnsdóttir mun hanna kjólinn sem Hera Björk Þór- hallsdóttir klæðist í Eurovision. Hera Björk klæddist kjól frá Birtu á lokakvöldi Söngva- keppni sjónvarpsins og þegar hún hafnaði í öðru sæti í danska Eurovision. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Það er afskaplega gaman að Þjóð- verjar skuli hafa áhuga á þessari bók,“ segir rithöfundurinn Elías Snæland Jónsson. Bók hans, Rúnagaldur, verð- ur gefin út í Þýskalandi á næsta ári og er þetta fyrsta bók Elíasar sem fær dreifingu erlendis. Ryður hún vonandi brautina fyrir næstu bækur hans. „Ég er mest hissa á því hvað þeir voru fljótir til því þeir höfðu samband strax í byrjun desember, nokkrum vikum eftir að bókin kom út.“ Bókin kemur út hjá forlaginu Aufbau sem er mjög virt á sínu sviði og ætti því að fá góða kynningu. Elías, sem hefur lengi fengist við ritstörf, hefur gefið út þó nokk- uð af barna- og unglingabókum. Nágrannalöndin hafa sýnt áhuga á að gefa þær út en aldrei hefur orðið af því. Hann vill þó ekki meina að langþráður draumur sé að rætast með útrásinni til Þýska- lands. „Maður er fyrst og fremst að skrifa fyrir íslenskan markað og íslenska neytendur. Það er rós í hnappagatið ef útlendingar hafa áhuga á að gefa út bækur eftir mann en það er ekkert sérstakt keppikefli í sjálfu sér.“ Rúnagaldur er spennusaga sem tengir saman sögur Eddukvæð- anna um norrænu goðin og þann áhuga sem sumir af forystumönn- um þriðja ríkisins höfðu á kvæð- unum. Bókin er einnig sú fyrsta sem útgefandinn Skrudda selur á erlendri grundu. - fb Rúnagaldur ryður brautina ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Rúnagaldur er fyrsta bók Elíasar sem fær dreifingu erlendis. Hún kemur út seinni part næsta árs á vegum Aufbau. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MORGUNMATURINN „Hann byrjar varla dagurinn án þess að ég fái mér rótsterkan kaffibolla. Það er aðaluppistað- an í morgunmatnum. Svo reynir maður að fá sér ávöxt eða eitthvað með þessu til að koma sér aðeins í gang.“ Bjartmar Þórðarson leikari. Norræni sjónvarps-og kvikmyndasjóð- urinn hafnaði því að styrkja sjón- varpsþáttaröð sem Gunnar Hansson og bróðir hans, Ragnar Hans- son, hafa verið að gera með mörgum af fremstu grínistum Norðurlandanna. Stöð 2 sætti sig ekki við niðurstöðu sjóðsins og hefur skrifað honum bréf þar sem farið er fram á að sjóðurinn endur- skoði ákvörðun sína. „Við borgum í þennan sjóð og við fórum fram á það við þá að þeir tækju umsókn- ina aftur til umfjöllunar,“ segir Pálmi Guðmundsson hjá Stöð 2. Hann segir þætt- ina vera einstaklega frum- lega og þeir hefðu þennan samnorræna brag. „Við höfum aldrei þurft að gera þetta áður en þetta sýnir kannski líka hvað við höfum mikla trú á þessum þáttum.“ Hið sama hefur danska sjónvarpsstöðin TV 2 gert sem hefur þegar keypt sýningarréttinn. Til stóð að RÚV myndi sýna þættina en Stöð 2 virðist vera með forskot í því kapphlaupi. Fréttablaðið hefur fylgst náið með gerð þáttaraðarinnar en meðal þeirra sem koma fram í henni eru Jón Gnarr, Björn Gustafsson og síðast en ekki síst Klovn-stjarnan Frank Hvam en Frímann og Hvam hittust meðal annars á Laundromat-kaffihúsi Frið- riks Weisshappel fyrir skemmstu. Þá upplýsti Gunnar í viðtali við Tvíhöfða um helgina að samkomulag við breska grín- istann Matt Berry væri í höfn og hann myndi koma fram í þáttunum. - fgg Norræni sjóðurinn hafnaði Frímanni María Sigrún Hilmarsdóttir hefur farið vel af stað í hlutverki sínu sem frétta- lesari. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur áhorfið á fréttir RÚV aukist eftir að hún tók við af Elínu Hirst, ekki síst meðal ungra karla. Ekki léleg byrjun það. RÚV hefur fengið á sig gagnrýni úr ýmsum áttum undanfarið. Kvikmyndagerðarmenn eru ósáttir við forgangsröðun hlutafélagsins opinbera á meðan aðrir setja spurningarmerki við uppsagnir og niðurskurð á öðrum sviðum. Karlinn í brúnni, Páll Magnússon, gefur færi á sér á laugardaginn, en hann hefir boðað komu sína í þátt Tvíhöfða, Sigurjóns Kjartanssonar og Jóns Gnarrs, á Kananum. Þeir ná oft alls kyns leyndarmálum upp úr viðmælendum sínum, svo að spennandi verður að heyra hvort útvarps- stjórinn varpar nýju ljósi umræð- urnar. Danski stórleikarinn Viggo Mortensen er staddur á landinu, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Stúlkan sem talað var um að væri með honum í för er spænska leikkonan Ariadna Gil, en hún lék meðal annars í stórmyndinni Pan‘s Labyrinth frá árinu 2006. Viggo og Ariadna hafa sést á leið aust- ur á land, en eins og fram kom í blaðinu í gær ferðast Daninn vopnaður myndavél og smell- ir af í gríð og erg. - fgg, afb FRÉTTIR AF FÓLKI SYNJAÐ Þáttaröð Gunnars Hanssonar fékk ekki styrk hjá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðum. Stöð 2 skrifaði sjóðnum bréf í fyrsta skipti og óskaði eftir því að sú ákvörðun yrði endurskoðuð. Matt Berry og Frank Hvam eru meðal þeirra sem koma fram. Auglýsingasími Allt sem þú þarft…
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.