Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 4
4 25. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 12° 8° 2° 8° 9° 8° 2° 2° 22° 10° 17° 3° 15° -6° 11° 15° -2° Á MORGUN Víða strekkingur en mun hægari NA-til. LAUGARDAGUR 5-10 m/s. 1 -4 -5 -6 -8 -12 -6 -7 -4 -12 -6 6 15 15 11 5 6 7 9 18 7 7 -4 -3 -10 -11-4 0 -1 -4 -6 -4 VÍÐA SNJÓKOMA Horfur eru á áfram- haldandi snjókomu um sunnan- og suðvestanvert land- ið næstu daga en það dregur held- ur úr ofankomu norðan og austan til þótt þar verði áfram einhver élja- gangur. Það verður hörkufrost norð- austan til í dag og á morgun. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður VERSLUN Rekstrarkostnaður Kringlunnar lækkaði um rúmar tvær milljónir árið 2009 eftir að byrjað var að flokka sorp. Nú er allur bylgjupappi, plast, dagblöð og tímarit flokkuð í Kringlunni. Verslunareigendur og starfsfólk flokkuðu um 100 tonn af slíku sorpi árið 2009. Það er nálægt 23 prósentum af öllu sorpi húss- ins og samsvarar því sem nemur að höggva um 1.780 fullvaxin tré. Með hverju flokkuðu kílói af sorpi sparast 21 króna. Markmið Kringlunnar er að innan þriggja ára verði 40 prósent af öllu sorpi flokkað. Árlega falla til 500 til 700 tonn af sorpi við reksturinn. -kk Umhverfisvernd í Kringlunni: Flokkun sorps sparar milljónir DÝRAHALD Íbúar í Hrísey og Grímsey munu kjósa um bann við hunda- og kattahaldi samfara sveitarstjórnarkosningum í maí ef tillaga framkvæmdaráðs Akureyr- ar verður samþykkt af bæjarráði. Framkvæmdaráðið fjallaði á síðasta fundi sínum um ábending- ar um ágang katta á Akureyri og lausagöngu hunda og óþrifnað af þessum dýrum á opnum svæðum og möguleg viðbrögð. Vinna á tillögur að lausnum vegna þess vanda sem sagður er hafa skapast af „ágangi katta og lausagöngu hunda og óþrifnaði af þeim“ eins og segir í fundargerð. - gar Kosið í Hrísey og Grímsey: Fara kettir og hundar í bann? DÝR „Langvarandi frost og snjó- leysi víða á landinu veldur því að sums staðar er nú ekkert vatn að hafa fyrir útigangshross,“ segir í áminningu sem birt var í gær á vef Matvælastofnunar. Eitt af hlut- verkum stofnunarinnar er að huga að heilbrigði dýra. Á vefnum eru eigendur og umráðamenn hrossa minntir á skyldur sínar til að fylgj- ast vel með hrossum á útigangi og tryggja að þau hafi aðgang að vatni. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að frost verður áfram um land allt út vikuna. - óká Matvælastofnun um hross: Í frosti þarf að gæta að vatni ATVINNULÍF Tekist var á um yfirlýsingar Ögmundar Jónassonar, þingmanns VG, um væntanlegt einkasjúkrahús á gamla varnar- svæðinu á Alþingi í gær. Fram hefur komið að leggja þurfi eitt hundrað milljónir króna til að endurbyggja gamla hersjúkrahúsið á svæðinu. Hefur Ögmundur lýst því yfir að þeir peningar hljóti að koma úr vösum skattgreiðenda og það á sama tíma og skera þurfi niður í heilbrigðis- kerfinu. Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, áréttar að 100 milljónirnar séu ekki skattfé. Hann segir að í heild hafi þróun á svæðinu á Keflavíkurflugvelli skilað heildarhagnaði í ríkissjóð. „Og þá fjármuni nýtum við til áfram- haldandi uppbyggingar,“ segir hann. Um leið segir Kjartan ljóst að ríkið hafi margfaldar tekjur af fjárfestingunni í upp- byggingu sjúkrahússins. Áætlað sé að árviss- ar skatttekjur ríkisins af störfum sem vegna hennar verði til nemi tæpum 300 milljónum króna á ári. Þá hjálpi fjárfestingin við að auka tekjur af öðrum eignum Kadeco, svo sem vegna íbúðablokka sem leigðar verði undir sjúklinga og aðstandendur. Ótaldar séu þá afleiddar tekjur vegna aukinna umsvifa. Þau hafi áhrif á ferðamennsku og fleiri svið. Þannig myndi koma fjögur þúsund gesta í sjúkrahúsið þýða sölu á átta til sextán þúsund flugsætum. Auknar tekjur flugfélaga gætu numið um 800 milljónum á ári. - óká Hundrað milljóna fjárfesting skilar árvissum ríkistekjum upp á 300 milljónir: Segist ekki setja skattfé í einkaspítalann KJARTAN ÞÓR EIRÍKSSON Hann segir endurbyggingu gamla herspítalans burðarásinn í uppbyggingu þekking- armiðstöðvar í heilsugeira á Ásbrú. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SJANGHAÍ, AP Kínverski vinnu- vélaframleiðandinn Tengzhong þarf enn að bíða eftir því að fá að kaupa Hummer-bíltegund banda- ríska bílarisans General Mot- ors. Kaupin áttu að ganga í gegn 31. janúar en þeim var frestað til 28. febrúar þar sem nauðsyn- legt leyfi kínverskra stjórnvalda hafði ekki fengist. Enn bólar ekk- ert á leyfinu en fyrirtækin eru engu síður bjartsýn á að kaupin gangi í gegn. Kaupverðið er talið vera um 150 milljónir dollara. Stjórnvöld í Kína hafa reynt að hafa hemil á ört vaxandi bílaiðn- aði í landinu og takmarka nýjar fjárfestingar í honum frekar en að laða þær að. - kk Hummer-bíltegundin til sölu: Kínversk stjórn- völd tefja sölu Hugmyndasjóður á Akranesi Akraneskaupstaður ætlar að stofna Hugmyndasjóð til að hvetja fólk til að koma fram með alls kyns hugmyndir að verkefnum og nýsköpun sem efla Akranes, mannlíf, atvinnulíf og vellíðan fólksins í bænum. NÝSKÖPUN EVRÓPUSAMBANDIÐ Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins mælti með því í gær að hafnar verði aðildarviðræður við Ísland. Leið- togaráð sambandsins tekur síðan endanlega ákvörðun á fundi sínum í næsta mánuði hvort farið verði í viðræður. Stefan Füle, nýr stækkunar- stjóri sambandsins, segir að fram- kvæmdastjórnin sjái enga ástæðu til þess að bíða eftir niðurstöðum úr samningaviðræðum Íslend- inga við Hollendinga og Breta um Icesave-málið, né heldur sjái hún ástæðu til að bíða eftir þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi í byrjun mars um sama mál. „Framkvæmdastjórnin er ekki þeirrar skoðunar að nein tengsl séu þarna á milli,“ sagði Füle á blaðamannafundi í Brüssel í gær, þar sem hann skýrði frá áliti fram- kvæmdastjórnarinnar á aðildar- umsókn Íslands. Hann sagði framkvæmdastjórn- ina engu síður fylgjast grannt með viðræðunum við Hollendinga og Breta. Hún muni einnig þurfa að meta að hve miklu leyti Íslending- ar verði færir um að uppfylla lög- gjöf Evrópusambandsins á þessu sviði, auk þess sem hún bíði niður- stöðu úr rannsókn Eftirlitsstofn- unar EFTA, ESA, á þessu máli, og á þá væntanlega við rannsókn ESA á neyðar lögunum svonefndu frá því í október 2008. Í áliti framkvæmdastjórnarinn- ar segir að Ísland uppfylli þegar að stórum hluta pólitísk, efnahagsleg og lagaleg skilyrði inngöngu í Evr- ópusambandið, bæði vegna aðild- ar Íslands að Evrópska efna- hagssvæðinu og vegna traustrar lýðræðishefðar á Íslandi. Hins vegar sé töluvert verk eftir óunnið á sviði sjávarútvegs, land- búnaðar, umhverfismála og fjár- mála, svo nokkuð af því helsta sé nefnt. Um þetta muni aðildarvið- ræður snúast. Sérstaklega er tekið fram að huga þurfi að sjálfstæði dómstóla á Íslandi, en ekki er talin ástæða til að óttast að Ísland muni ekki í framtíðinni geta ráðið við að taka þátt í markaðsumhverfi Evrópu- sambandsins. Füle benti á að þau ríki, sem fengið hafa aðild að Evrópusam- bandinu eftir að hafa verið um árabil aðilar að Evrópska efna- hagssvæðinu, hafi þurft að verja að meðaltali um fjórtán mánuðum í aðildarviðræður. Hann sagðist ekki sjá nein sér- stök vandamál sem geti orðið til þess að Ísland þurfi mikið meiri tíma en það í sínar viðræður. gudsteinn@frettabladid.is Ástæðulaust að bíða eftir lausn á Icesave Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælir með því að farið verði í aðildar- viðræður við Ísland. Framkvæmdastjórnin sér hvorki ástæðu til að bíða eftir niðurstöðu viðræðna um Icesave né eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál. STEFAN FÜLE Nýr stækkunarstjóri Evrópusambandsins kynnti ákvörðun framkvæmda- stjórnarinnar á fyrsta blaðamannafundi sínum í Brüssel í gær. NORDICPHOTOS/AFP Einhleypar fái gjafaegg Væntanlegt er frumvarp um að ein- hleypum konum með skerta frjósemi verði heimilt að nota gjafaeggfrumu við glasafrjóvgun. ALÞINGI AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 24.02.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 230,2354 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,18 128,80 198,19 199,15 173,83 174,81 23,353 23,489 21,628 21,756 17,738 17,842 1,4225 1,4309 196,29 197,45 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Við höldum með þér! Þú getur sótt um Staðgreiðslukortið á olis.is, á næstu Olís-stöð eða í síma 515 1141. Sæktu um Staðgreiðslukort á olis.is og njóttu betri kjara 3 kr. afsláttur af eldsneytislítranum frá dæluverði. 2,9 kr. (1,5%) afsláttur í formi Vildarpunkta Icelandair. 5% afsláttur af vörum, nema tóbaki, tímaritum, símakortum og happdrætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.