Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 8
8 25. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR
5.000 umslög
UMHVERFISVOTTUÐ
PRENTSMIÐJA
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
sex saman í p
akka
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
S
A
4
58
61
0
4
/0
9
1 Hver er forsætisráðherra
Danmerkur?
2 Í hvaða NATO-landi er grun-
ur um að hópur herforingja
hafi áformað stjórnarbyltingu?
3 Hvaða kvikmyndaleikstjóri
verður kynnir á Eddu-hátíðinni
á laugardag?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38
ALÞINGI Seðlabankinn hefur veitt
bönkum lán gegn veðum í íbúða-
lánum en neitar
að upplýsa um
hvaða bank-
ar eiga í hlut.
Telur bank-
inn sig bundinn
þagnarskyldu.
Í lögum um
bankann segir
að stjórnendur
hans séu bundn-
ir þagnarskyldu
um allt það sem varðar hagi við-
skiptamanna bankans.
Gunnar Bragi Sveinsson, Fram-
sóknarflokki, spurði viðskiptaráð-
herra um íbúðalán Seðlabankans.
Í svarinu segir að bankinn hafi
ekki eignast nein íbúðalán en hafi
tekið veð í slíkum lánum. - bþs
Seðlabankinn á ekki íbúðalán:
Svarar ekki um
eigin veðtökur
GUNNAR BRAGI
SVEINSSON
UMHVERFISMÁL Íbúi einn í Kópa-
vogi segist ætla að leggja fram
kæru vegna mikils ónæðis frá
Sporthúsinu. „Í tæplega sjö ár hef
ég kvartað undan þessu við bæjar-
yfirvöld, forráðamenn Sporthúss-
ins og lögreglu án árangurs og
ekkert breytist. Ég get ekki hugs-
að mér að eyða enn einu sumrinu
í garðinum undir látlausum drun-
um frá Sporthúsinu,“ segir í bréfi
íbúans sem sent var undir yfir-
skriftinni „Endalaus hávaði“ og
barst bæjaryfirvöldum í maí í
fyrra.
Málið var rætt á síðasta fundi
skipulagsnefndar í kjölfar þess
að heilbrigðiseftirlitið hafði
mælt hávaðann og sagt hann yfir
mörkum.
Á fundinum kom fram að Sport-
húsið lofar úrbótum. - gar
Langþreyttur nágranni:
Angraður með
hávaða í átta ár
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður-
nesjum handtók í fyrrakvöld karl-
mann á þrítugsaldri sem talinn er
vera vitorðsmaður aldraðs fíkni-
efnasmyglara. Sá var handtek-
inn í Leifsstöð í síðustu viku með
með 877 grömm af kókaíni. Hinn
meinti vitorðsmaður var yfir-
heyrður í gær og síðan úrskurð-
aður í vikulangt gæsluvarðhald.
Hann er ekki ættingi þess gamla
og á ekki afbrotaferil að baki.
Ekki fást upplýsingar um það hjá
lögreglu hvort maðurinn er talinn
vera skipuleggjandi smyglsins. - sh
Úrskurðaður í gæsluvarðhald:
Meintur vitorðs-
maður tekinn
NOREGUR, AP Mordechai Van-
unu, ísraelski kjarnorkuvísinda-
maðurinn sem ljóstraði upp um
kjarnorkuvopn
Ísraels, hefur
öðru sinni ritað
norsku Nóbel-
snefndinni bréf
þar sem hann
hafnar friðar-
verðlaunum
Nóbels fyrir-
fram. Ástæðan
er einkum sú að
hann vill ekki
þiggja sömu verðlaun og veitt hafa
verið Shimon Peres, núverandi for-
seta Ísraels, sem fékk verðlaunin
ásamt Jasser Arafat árið 1994.
Vanunu sat í ísraelsku fangelsi
í átján ár en var látinn laus árið
2004. Hann má þó hvorki fara úr
landi né hafa samskipti við útlend-
inga. - gb
Ísraelskur kjarnorkufræðingur:
Hafnar öðru
sinni Nóbel
MORDECHAI
VANUNU
STJÓRNMÁL Framlög lögaðila til
Sjálfstæðisflokksins árið 2008
námu 8,6 milljónum króna, sam-
kvæmt ársreikningi flokksins.
Þessi framlög námu tæpum 57
milljónum árið 2007. Á sama
tíma fóru eignir flokksins úr því
að vera tæpar 462 milljónir og í
rúmar 705 milljónir króna. Eigið
fé flokksins fer úr 386,3 milljón-
um og í 662,7 milljónir, sem er
aukning um 71 prósent.
Þetta kemur fram í ársreikn-
ingi flokksins, sem var skilað
til Ríkisendurskoðunar í gær.
Þess ber að geta að ofangreindar
tölur eru samkvæmt óyfirfarinni
útgáfu reikningsins. Hún hefur
til að mynda ekki verið undirrit-
uð af þáverandi framkvæmda-
stjóra, Andra Óttarssyni.
Hin mikla aukning eigna virðist
að hluta liggja í fasteignum, því
þær voru metnar á 548 milljónir
2008, meðan allir fastafjármunir
2007 námu 410 milljónum.
Heildarframlög til flokksins
nema rúmum 253 milljónum 2008,
en voru 317,4 milljónir árið 2007.
Framlög ríkis og sveitarfélaga
nema tæpum 64 prósentum af
heildarframlögum 2008.
Rekstrargjöld fóru úr 351,5
milljónum 2007 og í 205 milljón-
ir 2008.
Reksturinn fór úr 37 milljóna
tapi 2007 og í 62,5 milljóna hagn-
að 2008.
Árið 2008 studdu 39 fyrirtæki
flokkinn og kemst listinn fyrir á
rúmlega hálfu A4 blaði. Árið 2007
var listinn, með ögn stærra letri,
tæpar sjö blaðsíður.
Þess skal getið að árið 2007
var kosningaár og því líklegt að
Sjálfstæðisflokkur á
meiri eignir en áður
Frjáls framlög til Sjálfstæðisflokks dragast mikið saman milli 2007 og 2008.
Flokkurinn virðist þó ekki fara mjög illa út úr hrunárinu fjárhagslega, miðað
við að eignir jukust um 52 prósent og eigið fé um 276 milljónir, eða 71 prósent.
ALÞINGI Breski hagfræðiprófess-
orinn Anne Sibert fær 2.000 bresk
pund, um 400 þúsund krónur, á mán-
uði fyrir setu sína í peningastefnu-
nefnd Seðlabanka Íslands. Þetta kom
fram í svari Gylfa Magnússonar,
efnahags- og viðskiptaráðherra, við
fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur,
Framsóknarflokki, á Alþingi í gær.
Sibert var skipuð í nefndina af for-
sætisráðherra. Auk launanna greiðir
Seðlabankinn fyrir ferðir hennar til
og frá London og hótelgistingu hér-
lendis. Kostnaður vegna þess hefur
numið um 1.650 þúsund krónum.
Einnig var spurt um kostnað við
Norðmanninn Svein Harald Øygard,
fyrrverandi seðlabankastjóra, og
þýskan bankaráðsmann Framsóknar-
flokksins, Daniel Gros.
Øygard hafði 1.575 þúsund krónur
í mánaðarlaun, auk þess sem greidd
var fyrir hann leiga á tveggja her-
bergja íbúð, flug til og frá Noregi á
tveggja vikna fresti á ódýrasta far-
rými og flug fyrir fjölskyldu hans,
allt að þrjú sæti í einu, á sex vikna
fresti. Sá kostnaður nam alls rúmum
1.680 þúsundum.
Gros fær 117 þúsund krónur í
mánaðarlaun, kostnaður vegna
túlkunar fyrir hann hefur numið
um 60 þúsundum og vegna flugs til
og frá Brüssel og hótelgistingar 340
þúsundum. Enn er óvíst hver ber
kostnaðinn umfram launin. - sh
Enn er óvíst hver ber aukakostnað af þýskum bankaráðsmanni Framsóknar:
Sibert með 2.000 pund á mánuði
ANNE SIBERT SVEIN HARALD
ØYGARD
Ríkisendurskoðun birti ársreikninga
hinna stóru flokkanna þriggja 4.
febrúar. Í þeim má sjá að minni
framlög lögaðila einskorðast ekki
við Sjálfstæðisflokkinn, því framlög
til Framsóknar fóru úr 28,6 milljón-
um 2007 í 540 þúsund krónur árið
eftir.
Framlög lögaðila til VG fóru á
sama tíma úr tæpum 17 milljónum í
núll krónur.
Samfylkingin missti minnst
hlutfallslega. Framlög frá lögaðilum
fóru úr 23,5 milljónum í tíu milljónir
hjá henni.
Framlög einstaklinga til VG og
Samfylkingar jukust milli ára, en
minnkuðu hjá Framsókn um tvær
milljónir og Sjálfstæðisflokki um
sextán milljónir.
Í SAMHENGI
FRAMLÖG SVEITARFÉLAGA TIL FLOKKSINS
Sextán sveitarfélög studdu Sjálfstæðisflokkinn árið 2008, miðað við fram-
kominn ársreikning. Helstu framlög komu frá eftirtöldum:
■ 14,4 milljónir
- Reykjavíkur-
borg
■ 2,5 milljónir -
Reykjanesbær
■ 2,2 milljónir
- Garðabær
■ 1,8 milljónir
- Kópavogur
■ 1,2 milljónir -
Hafnarfjörður
■ 985.633
krónur -
Akureyri
VALHÖLL Mikil
eignamyndun
flokksins milli ára, til
dæmis í fasteignum, er
óútskýrð.
flokkurinn hafi sóst frekar eftir
styrkjum en árið eftir, eins skýr-
ir það væntanlega meiri eyðslu
það árið. Hvorki náðist í Jónmund
Guðmarsson, framkvæmdastjóra
flokksins, né Andra Óttarsson í
gær. Bjarni Benediktsson for-
maður svaraði heldur ekki skila-
boðum.
klemens@frettabladid.is
VEISTU SVARIÐ?