Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 42
26 25. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af Í kvöld kemur hljómsveitin Árstíðir fram á tónleikum á Café Rosenberg. Upp á síðkastið hefur hljómsveitin verið að vinna að nýjum lögum í Hljóðrita í Hafnarfirði. Hljóðheimur og útsetningar bandsins hafa tekið miklum framförum en hljómsveitin hefur verið að vinna með upp- tökustjórunum Aroni Árnasyni, Styrmi Haukssyni og tónlistar- manninum Ólafi Arnalds. Tónleikarnir byrja kl 22.00. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 25. febrúar 2010 ➜ Síðustu forvöð Björg Atla sýnir akrýlverk í Listasal Garðabæjar á Garðatorgi 7. Sýningu lýkur á sunnudag og er opin alla daga kl. 13-18. ➜ Tónleikar 21.00 Trú- badorarnir og söngvaskáldin Uni (Unnur Arndísardóttir) og Jón Tryggvi halda tónleika á Prikinu við Laugaveg. 21.00 Hljómsveitin Tepokinn kemur fram á tónleikum í jazzkjallara Café Cultura við Hverfisgötu 18. ➜ Opnanir 17.00 Í D-sal Listasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu verður opnuð ljós- myndasýning á verkum Katrínar Elvars- dóttur. ➜ Bókmenntir 17.15 Bjarni Ólafsson ræðir um persónur í Njálu og erindi þeirra við lesendur nútímans á Bókasafni Kópa- vogs við Hamraborg 6a. Að erindi loknu verða umræður. Allir velkomnir og eng- inn aðgangseyrir. ➜ Pub quiz 20.00 Fótbolta Pub Quiz verður haldið á Enska barnum við Austurstræti. Vegleg verðlaun í boði og enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar á www.sammarinn.com. ➜ Leikrit 14.00 Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir verkið „Nakinn maður og annar í kjólfötum” eftir Dario Fo. Sýningar fara fram í Iðnó við Vonarstræti. 20.00 Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir gamanleikinn „Blessað barnalán” eftir Kjartan Ragnarsson. Sýningar fara fram í rými leikhússins í Gamla Lækjarskóla við Skólabraut. 20.00 Unglingadeild Leikfélags Kópavogs sýnir nýtt íslenskt leikrit, Blóðsystur, í Leikhúsinu við Funalind 2 í Kópavogi. ➜ Skák 15.30 Önnur umferð Reykjavíkur- skákmótsins hefst. Mótið fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og stendur til miðvikudagsins 3. mars. ➜ Bingó 20.00 Í safnaheimili Kristskirkju í Landakoti verður spilað Bingó. Allur ágóði fer til viðhalds orgels Kristskirkju og kórstarfseminnar. ➜ Fyrirlestrar 20.00 Sólveig Berg og Ásdís Helga Ágústsdóttir arkitektar hjá Yrki, sýna og segja frá helstu verkefnum sínum hjá Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. „Kannski er þetta framtíðin, að láta myndir liggja ókeypis á Net- inu. Okkur fannst bara að þessi mynd ætti að koma inn í umræð- una núna,“ segir Vera Sölvadótt- ir, sem gerði heimildarmyndina Burkino Faso 8600 km ásamt Þor- steini J. Myndina er nú hægt að horfa á ókeypis á slóðinni www. thorsteinnj.is. Í myndinni fylgja kvikmynda- gerðarmennirnir þeim Hinriki og Gullý frá Selfossi alla leið til Burkina Faso þar sem þau sjá um skólastarf á vegum ABC-hjálpar- samtakanna. „Þetta er mynd um von og það að taka afstöðu,“ segir Vera. „Þetta er efni sem snertir okkur í nútíman- um. Burkina Faso er þriðja fátæk- asta land í heimi og því er varla hægt að bera landið saman við Ísland. Þessi mynd fær mann til að hugsa um stöðu sína á kreppu- tímum. Hvað er kreppa? Þegar ég kom þarna var ég nýbúin að vera í brjálæðislegum vellystingum í Bandaríkjunum. Við vorum að kvarta yfir íslensku kreppunni og svo kemur maður þarna út og fólkið á bara ekki neitt. Ekki neitt. Maður fer að hugsa hvort þetta sé kannski bara eitthvert loft sem alltaf er verið að tala um á Íslandi. Auðvitað skiptir þetta máli sem við erum að kvarta yfir í kreppunni okkar, en þetta skiptir ekki máli upp á líf og dauða. Þegar búið var að segja fólk- inu úti frá því að það væri kreppa á Íslandi fékk maður spurningar eins og hvort það væri nóg að borða handa öllum. Maður hálfpartinn skammaðist sín þegar maður var að svara. Þau skildu ekki alveg hvað við vorum að tala um.“ Krepp- an á Íslandi hefur þó bein áhrif í miðri Afríku. „Það kom mér mest á óvart,“ segir Vera. „Hjálparsam- tök eru fjármögnuð með íslenskum peningum og þegar krónan hrynur og allir gefa minna þá hefur þetta mikil áhrif. Það er gríðarlegt von- leysi þarna og ef barn kemst ekki í skóla eins og búið var að lofa hefur það mikil áhrif. Barn sem gengur í skóla getur bjargað heilli fjölskyldu af því það kann að lesa.“ - drg Mynd um von og afstöðu BURKINA FASO 8600 KM Nú sýnd á www.thorsteinnj.is. Í kvöld kl. 21 Hljómsveitin Tepokinn kemur fram á Jazz- klúbbnum Múlanum í Café Cultura. Tepok- inn er kvintett, í bandinu er meðal annars Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommuleikari, sem tilnefndur er sem efnilegasti flytjand- inn á Íslensku tónlistarverðlaununum. Í kvöld fær bandið til liðs við sig spænsk- ættaða söngvarann og slagverksleikarann Ibirocay Regueira og er ætlunin að skapa sanna salsastemningu. Aðgangseyrir er 1.500 krónur, 1.000 krónur fyrir nemendur. Tveir Íslendingar hafa verið valdir á Liver- pool Biennial, stærstu listahátíð Bretlands, sem fram fer á tímabilinu september-nóv- ember. Þetta eru þau Hrafnhildur Arn- ardóttir og Hrafnkell Sigurðsson. Aðeins Ísland sendir tvo listamenn – einn lista- maður fer frá öðrum Norðurlandaþjóðum; Soren Thilo Funder frá Danmörku, Kalle Brolin frá Svíþjóð, Knut Asdam frá Noregi og Finnland sendir AV Arkki-listamanna- hópinn. Þá eru Færeyingar nú með í fyrsta skipti. Þaðan kemur listakonan Marianna Mørkøre. Tveir til Liverpool HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR Fer á Liverpool Biennial ásamt Hrafnkatli Sigurðssyni. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Póstkortamorðin - kilja Liza Marklund/J. Patterson Þegar kóngur kom - kilja Helgi Ingólfsson Stúlkan sem lék sér að eldinum - kilja - Stieg Larsson Það sem ég sá og hvernig ég laug - kilja - Judy Blundell Loftkastalinn sem hrundi - kilja - Stieg Larsson Veröld sem var - kilja Stefan Zweig Prinsessan og froskurinn Walt Disney METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 17.02.10 - 23.02.10 ÞÞ í forheimskunarlandi - kilja - Pétur Gunnarsson ÞÞ í fátækralandi - kilja Pétur Gunnarsson Bankster - kilja Guðmundur Óskarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.