Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 26
 25. FEBRÚAR 2010 FIMMTUDAGUROpen Up glasalínan 55cl rauðvínsglas 1.295,- 40cl rautt/hvítt 1.195,- Satinique línan frá C&S Koktailglös í miklu úrvali Kampavínsglös frá 363 krónum Helena hnífaparalínan frá Solex Hjá fyrirtækinu Fastus við Síðumúla 16 fæst borðbúnað- ur í góðu úrvali frá mörgum af þekktustu framleiðendum heims. „Nú er glasalína frá Chef & Somm- elier að vekja lukku vegna fram- úrskarandi hönnunar. Lögun glas- anna þykir sérstök og falleg og gerir það að verkum að léttvín, einkum þessi í yngri kantinum, bragðast öðruvísi og í raun betur,“ segir Örn Guðmundsson, deildar- stjóri fyrirtækjasviðs hjá Fastus, inntur eftir því hvað sé vinsælast um þessar mundir. Að sögn Arnar er glasalínan lýsandi fyrir þann metnað sem almennt er lagður í borðbún- að frá Chef & Sommelier. Línan gekk áður undir heitinu Mikasa sem fleiri kannast sjálfsagt við og heyrir undir hið virta franska fyrirtæki Arc. Framleiðandinn á sér langa sögu og er sá stærsti á sínu sviði, með um 50 prósent markaðshlutdeild í heiminum. „Þeir sem eitthvað þekkja til þessa geira hafa heyrst á Arc minnst enda vöruúrvalið ótrúlega mikið og vandað,“ segir Arnar og nefn- ir sem dæmi gott úrval hnífapara, diska og glasa, en fyrrnefnt Chef & Sommelier er ein af fínni línum sem kemur frá fyrirtækinu. Borðbúnaður frá Arc er þó að- eins brot af því sem er á boðstól- um hjá Fastus. Þar fæst líka meðal annars hágæðapostulín sem kemur alla leið frá Sameinuðu furstadæm- unum. „Þetta er vandað og sterkt postulín og ekki skemmir fyrir að það er á mjög hagstæðu verði,“ bendir Örn á og bætir við að post- ulínið sé mjög eftirsótt af íslensk- um fyrirtækjum, meðal annars mötuneytum og veitingastöðum. Hótel, veitingahús, stóreldhús og mötuneyti eru á meðal helstu viðskiptavina Fastus, en fyrir- tækið hefur frá stofnun árið 2006 sérhæft sig í sölu, þjónustu og ráð- gjöf á heilbrigðis- og fyrirtækja- markaði. „Vitanlega skarast þessi tvö markaðssvið þar sem við selj- um eldhúsbúnað og tæki, þvotta- vélar og þurrkara og rúm og hús- gögn bæði til heilbrigðisstofnana og fyrirtækja,“ tekur Örn fram. Mikið er lagt upp úr góðri þjón- ustu og ráðgjöf hjá Fastus. „Hér eru allir starfsmenn tilbúnir að veita faglega ráðgjöf og ég hvet sem flesta að hafa samband við ráðgjafa okkar. Sérstaklega í upp- hafi hönnunarferlis en við hönn- um meðal annars rými í þrívídd,“ útskýrir Örn. Hann bendir á að Fastus bjóði upp á tækniþjónustu með starfs- menn sem annast viðhald og þjón- ustu meðal annars á stóreldhús- tækjum og bætir við að vel sé tekið á móti öllum viðskiptavin- um, úr einkageiranum jafnt sem þeim opinbera. Arabískt postulín og frönsk hágæðahönnun Örn Guðmundsson, deildarstjóri fyrirtækjasviðs hjá Fastus, segir mikið lagt upp úr því að bjóða vandaðan borðbúnað. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is s. 512 5439 Blóm hafa löngum verið vinsælt borðskraut. Aldamótin 1900 birtist grein í Kvennablaðinu um hvern- ig blóm væru hentugust til borð- skrauts og liggja þar miklar pæl- ingar að baki. Í greininni segir til að mynda að til að blómin nái að halda jafnvægi sé best að hafa þau sem leggstyst og frekar nýúts- prungin, því þau séu fljót að breiða vel úr sér við hitann sem stafar frá borðinu. Séu villiblóm notuð er talað um að setja svolítið af sandi í botninn á vasanum, eða flöskunni, eftir því hvað er notað, þá standi blómin betur. Þá er einnig talað um hvaða liti skuli velja eftir því hvers konar vasar eru notaðir. Í silfurvasa er fallegast að nota bleik og ljósrauð blóm að sögn Kvennablaðsins en í gyllt og bronslituð ílát passa sterk- lituð blóm, svo sem skærgul og eld- rauð. Séu stilkar blómanna falleg á að nota kristalsvasa eða vasa úr gegnsæju efni en séu þeir ljótir þarf að fela þá í vösum sem ekki eru gegnsæir. - jma Blómaskreytingaráð frá 1900 Skærlit blóm koma oft vel út á borði. FRÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI ● UMHVERFISVÆN PLASTHNÍFAPÖR Moscardino Spork kallast þessi skemmtilega blanda af skeið og gaffli. Hönnuðir Spork eru hinir ítölsku Giulio Iacc- hetti og Matteo Ragni en Spork er framleitt af Pandora Design. Spork hlaut hin virtu ítölsku Compasso d’Oro-verðlaun árið 2001 en hugmyndina að lögun Spork fengu Giulio og Matteo frá kolkröbbum í Miðjarðarhafinu. Spork er búið til úr Mater-Bi sem er fullkomlega umhverfisvænt plast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.