Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 16
16 25. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Hvaða lönd hafa náð mestum árangri í efnahagsmálum frá 1950? Sé miðað við hagkerfi, sem hafa vaxið um sjö prósent á ári eða meira í aldarfjórðung eða lengur, fylla þrettán lönd þennan flokk. Hagkerfi, sem vex um sjö prósent á ári, tvöfaldar framleiðslu sína á tíu ára fresti eða þar um bil. Þessi þrettán lönd eru í öllum heimsálfum. Sum eru stór, önnur smá. Flest eru í Asíu. Kína, Hong Kong og Taívan eru í þeim hópi og einnig Indónesía, Japan, Kórea, Malasía, Singapúr og Taíland. Hin fjögur eru Afríkulandið Botsvana, Brasilía í Suður-Ameríku, Evrópu- landið Malta – já, Malta – og Arabalandið Óman. Reynsla þess- ara þrettán landa sýnir, að lönd geta vaxið hratt, sé vel á málum haldið. Reynslan sýnir einnig, að ör hagvöxtur til langs tíma litið er enginn hægðarleikur, enda hafa aðeins þrettán af rösklega 200 löndum heims náð að vaxa um 7 prósent á ári eða meira í 25 ár eða lengur. Afríku er ekki alls varnað. Botsvana á heimsmetið í hagvexti. Þar náði framleiðsla á mann að átjánfaldast frá 1960 til 2005 á móti fjórtánföldun í Kína, ellefu- földun í Japan, sjöföldun í Taílandi og fjórföldun í Brasilíu. Indland og Víetnam sýnast líkleg til að slást í vaxtarræktarhópinn innan tíðar. Þessar upplýsingar eru sóttar í fróðlega yfirlitsskýrslu Alþjóða- bankans frá 2008. Hvað þurfti til? Hvað eiga þessi þrettán lönd sam merkt? Hvernig tókst þeim að vaxa svona hratt? Skýrsla Alþjóða- bankans tilgreinir fimm lykil- atriði, sem eru öll í góðu samræmi við hagvaxtarfræði nútímans. Í fyrsta lagi hösluðu öll löndin þrettán sér völl á heimsmarkaði. Þau breiddu út faðminn og fluttu inn hugmyndir, tækni og verklag frá útlöndum og fluttu út vörur og þjónustu, sem þeim hefði ekki tekizt að selja heima fyrir, þar eð heimamarkaðurinn er of lítill til þess. Þau fluttu inn þekkingu, sem þau vantaði utan úr heimi, og fluttu út varning, sem önnur lönd vanhagaði um. Í annan stað tókst löndunum þrettán yfirleitt að halda verð- bólgu í skefjum. Verðbólgan varð yfirleitt ekki svo mikil, að spari- fjáreigendur fengjust ekki til að leggja fé í banka. Fjármál ríkisins voru einnig yfirleitt í góðu lagi, svo að skuldir ríkisins héldust innan hóflegra marka. Engar kollsteypur þar. Í þriðja lagi tókst löndunum þrettán að leggja grunninn að miklum sparnaði innanlands og þá um leið mikilli fjárfestingu. Lítil verðbólga var nauðsynleg til að það mætti takast. Fjárfesting- in heima fyrir spratt af innlendum sparnaði frekar en erlendu lánsfé. Í fjórða lagi var markaðs- búskapur meginreglan í þessum löndum, ekki miðstjórn. Einka- framtakið fékk svigrúm til að njóta sín, en almannavaldið smíð- aði umgerðina og sá um eftirlitið. Í fimmta lagi var landsstjórnin yfirleitt í höndum hæfra og trú- verðugra manna. Efnahags- umræðan var á háu stigi, hvort heldur fyrir opnum tjöldum eða luktum dyrum, svo sem erlendir gestir vitna um. Náttúrugnægð og smæð Þótt náttúruauðlindagnægð hafi reynzt vera blendin blessun, búa sex þessara þrettán landa að ríku- legum náttúruauði (Botsvana, Brasilía, Óman, Indónesía, Malas- ía og Taíland) og hafa á heildina litið farið vel með hann. Ætla mætti, að náttúrauðlindir örvuðu jafnan hagvöxt, en reynsl- an sýnir annað eins og rakið er í skýrslunni. Vandinn er, að ríkið hneigist til að selja aðganginn að sameignarauðlindum of lágu verði eða heimta of lág gjöld af auðlinda tekjunum til sameigin- legra þarfa. Stundum er tekjunum beinlínis stolið, eða sérhagsmuna- hópar ná að sölsa þær undir sig og sóa þeim. Með því að sjá þjóðarbúinu fyrir gjaldeyristekjum byrgir auðlinda- gnægðin stjórnvöldum sýn á nauð- syn þess að renna stoðum undir fjölbreytta útflutningsframleiðslu; þetta er helzta einkenni Hollenzku veikinnar. Eina færa leiðin til að sneiða hjá þessum ógöngum er, að ríkið leysi til sín eðlilegan hluta rentunnar af sameignarauðlindum líkt og Norðmenn gera, leggi álitlegan hluta fjárins til hliðar erlendis handa komandi kynslóð- um og verji afganginum varlega til arðvænlegrar uppbyggingar heima fyrir. Skýrsla Alþjóðabankans bendir einnig á ýmsar hættur, sem fylgja fámenni. Kostnaður hvers íbúa af almannaþjónustu er mun meiri í litlum löndum en stórum. Vegna smæðarinnar hafa lítil lönd lakari skilyrði en stór lönd til fjölbreytts atvinnulífs, svo að smálöndin eru að því skapi viðkvæmari fyrir ýmsum áföllum. Svarið við vand- anum er náið samstarf við önnur lönd. Sum smálönd, til dæmis nokkur eyríki í Karíbahafi, styðj- ast við erlenda viðskiptabanka og sameinast um myntir, seðla- banka, sendiráð, dómstóla og jafnvel Hæstarétt í hagræðingar- skyni. Þau deila fullveldi sínu með öðrum. Þrettán lönd á fl eygiferð Ísland undir rós Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Katrín Jakobsdóttir skrifar um menntamál Hvernig tryggjum við öfluga og heildstæða menntun á þeim umbrotatímum sem nú eru? Þessari spurningu standa allir frammi fyrir á hverjum degi sem lifa og hrærast í menntageiran- um. Flest höfum við okkar eigin reynslu af menntakerfinu og skoðanir á þessu mik- ilvæga verkefni og jafnvel svör við mörgum brenn- andi spurningum en þurfum vettvang til að þróa þær frekar og koma þeim á framfæri. Þess vegna býður menntamálaráðuneytið til opinnar umræðu á Menntaþingi þann 5. mars nk. Á undarförnum árum hefur löggjöf um mennta- mál verið breytt þannig að segja má að allar meginstoðir menntakerfisins hafi verið teknar til endurskoðunar. Með nýjum lögum um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og opinbera háskóla og einnig um kennaramenntun og námsgögn má fullyrða að mörkuð hafi verið ný menntastefna. Segja má að á örfáum árum hafi verið sett heild- stæð löggjöf um menntakerfið allt. Um þessar mundir er unnið að innleiðingu hinn- ar nýju löggjafar með útgáfu reglugerða og þróun aðalnámskrár fyrir öll skólastig. Á menntaþinginu verður gerð grein fyrir þessu starfi og kynntir grunnþættir nýrrar menntastefnu og meginviðmið náms og kennslu í skólakerfinu. Þessi tímamót leyfa okkur að spyrja róttækra spurninga um fyrirkomu- lag náms, s.s. hvort tímabært sé að endurskoða námstíma eða skil milli skólastiga. Aðrar spurningar sem velt verður upp tengjast þeim umbrotatímum sem við lifum og þurfum að laga okkur að, s.s. hvernig við tryggjum velferð í skólum hjá nemendum, kennurum og öðrum starfs- mönnum á sama tíma og dregið er úr útgjöldum til skólamála. Þá skiptir líka máli að reyna að sjá fyrir sér sóknarfæri íslenska skólakerfisins og hvernig skólarnir geta tekið þátt í samfélagslegu uppbygg- ingarstarfi á Íslandi. Ég hvet sem flesta til að taka þátt í umræðunni. Upplýsingar um Menntaþing má nálgast á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Menntun á umbrotatímum KATRÍN JAKOBS- DÓTTIR M ikið óskaplega er íslenskt samfélag að verða leiðin- legt! Reiðin, pirringurinn, doðinn og meðvirknin tröllríður öllu og jákvæð umræða og fréttir komast vart að. Þeir Íslendingar sem nú ferðast að nýju til útlanda segja margir að það sé ekki eingöngu til að komast í betra loftslag heldur ekki síður til að komast burt frá landinu – komast burt frá neikvæðninni og andleysinu sem liggur eins og mara á þjóðinni. Því er hins vegar ekki að leyna að margir eiga um sárt að binda eftir hrunið og samfélagið verður að tryggja að þeir sem eru fórnarlömb hrunsins fái þá aðstoð sem þeim ber. Hluti af reiðinni snýst einmitt um það hversu seint og erfiðlega gengur að tryggja bæði heimilum og fyrirtækjum, sem eru sannarlega fórnarlömb aðstæðna, viðunandi úrræði. Hins vegar réttlætir hrunið ekki þá deyfð sem hvarvetna er sjáanleg í samfélaginu. Það er meira og minna allt í frosti og þeir sem geta og eiga að vera leiðandi í að rífa þjóðina áfram hafa orðið meðvirkninni að bráð. Þeir haga sér sjálfir eins og þeir séu fórnarlömb hrunsins í stað þess að drífa aðra með sér og koma samfélaginu í gang á ný. Það er hlutverk stjórnvalda að semja um Icesave. Það er hlutverk stjórnvalda að koma virkjunaráformum í gang þannig að stóriðju- framkvæmdir og fleiri orkufrekar framkvæmdir verði mögulegar. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að friður ríki í kringum einstakar atvinnugreinar en á meðan hver vikan af annarri líður án þess að hvorki fáist niðurstaða í þessi mál né önnur má þjóðin ekki láta pólitíkina draga sig niður í andlegt þunglyndi. Sem betur fer er til fullt af fólki sem á peninga í þessu landi og einnig fullt af fyrirtækjum sem eru svo til ósködduð eftir hrun. Þetta eru þeir sem verða að draga vagninn á meðan aðrir eru lask- aðir eða ófærir um að leysa úr sínum verkefnum. Helsta vandamál okkar Íslendinga um þessar mundir er einmitt hugarfarið. Þeir sem geta framkvæmt sitja með hendur í skauti og á meðan er nær ógerlegt að koma hjólum atvinnulífsins af stað að nýju. Það eru ótrúlega margir sem gætu framkvæmt og gert alla þessa litlu hluti sem skipta nú sköpum. Margar litlar gárur geta orðið að stórum bylgjum ef við komum þeim af stað því margfeldisáhrifin eru fljót að segja til sín. Ef þeir sem eru aflögufærir myndu átta sig á hlutverki sínu í núverandi stöðu – að það er þeirra að draga vagninn á meðan pólitíkin þráttar í kyrrstöðu – þá þyrftum við ekki að grafa okkur sífellt dýpra í kreppuna. Að lokum leysir pólitíkin úr sínum verkefnum með einhverjum hætti, en þjóðin má ekki sitja aðgerðalaus á meðan enda er það misskilningur að pólitíkin spili stærsta hlutverkið í núverandi stöðu. Þjóðin verður sjálf að taka ákveðið frumkvæði í sínar hend- ur og halda hjólum atvinnulífsins gangandi eftir fremsta megni því hún hefur mest um það að segja hvernig okkur reiðir af. Hér skiptir hugarfarið öllu og það er ekki að ástæðulausu að sagt er að hugurinn beri mann hálfa leið! Að skapa eigin örlög: Doði og aðgerðaleysi MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR SKRIFAR Nýtt 4 vikna byrjendanámskeið Innifalið í kortum eru allir opnir tímar ásamt þeirri þjónustu sem boðið er upp á í Veggsport. Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Sími: 695 8464 og 772 1025 www.jogastudio.org Ný og persónuleg jógastöð hefst 1. mars. Skráning hafi n í síma 695 8464 / 772 1025 eða á jogastudio.org • Hot jóga • Hatha jóga • Byrjendanámskeið • Krakkajóganámskeið Ákvörðun óskast Enn er óljóst hve stórt álver á að reisa í Helguvík og hvaðan orkan í það, verði það fullir fjórir áfangar, á að koma. Er til of mikils mælst að ákvörðun verði tekin um þetta mál sem fyrst? Er hægt að láta menn bíða upp á von og óvon um hvernig fram- kvæmdin verður og hvar á að virkja? Ef álverið á aðeins að verða 250 þúsund tonn er skylda stjórnvalda að upplýsa fyrirtækið og íbúana um það. Ef það á að verða 360 þúsund tonn er skylda þeirra að upplýsa um hvar á að virkja. Óljóst er eftir hverju er beðið, trauðla tefur Icesave þetta. Tefja þau skýrsluna? Andmæli tólfmenninganna við rannsóknarskýrslu Alþingis bárust í hús nefndarinnar í gær. Það veltur á þeim hvort þarf aukna rannsókn og efnisöflun, eða hvort skýrslan kemur út um mánaðamótin eins og fyrirhugað er. Stjórnvöld hafa sagt það afar óheppilegt að skýrslan tefjist fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Björgvin G. Sigurðsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru meðal tólfmenn- inganna. Verða svör þeirra kannski til að tefja skýrsluna? Sigur orðavaðalsins Hótel Saga og 1919 Hótel skiptu um heiti í gær og eru nú nefnd Radisson Blu Hótel Saga og Radisson Blu 1919 Hótel. Þetta markar víst ný tímamót í sögu hótelanna og er í kjölfar breyt- inga á eignarhaldi. Sem urðu reyndar 2006. Eftir mikla yfirlegu fann starfs- hópur um breytinguna að Blu væri málið. „Fljótlega kom í ljós að nafnið endurspeglar allt sem Radisson SAS stóð fyrir og það sem menn leituðu eftir. Það er alþjóðlegt, einfalt, fram- sækið, virðulegt og gefur hótelkeðj- unni nútímalegt yfirbragð“, eins og segir í tilkynningu. Það er nefnilega það. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.