Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 6
6 25. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR Dagur menntunar í ferðaþjónustu Ráðstefna á Grand Hóteli um mikilvægi fræðslu og símenntunar starfsfólks í ferðaþjónustu 25. febrúar kl.13:30-17:00. Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning á www.saf.is VERÐ KR. 9.900 VERÐ KR. 13.900 Handklæða-ofnar Hitastýrð sturtusett með öllu ASÍ krefst ... ... þess að stöðugleikasáttmálinn standi! Efling atvinnulífsins verði algjört forgangsmál. Nánari upplýsingar á www.asi.is VIÐSKIPTI Stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion, Íslandsbanki og Landsbankinn, hafa að undanförnu skipað fjölda fólks í stjórnir samtals 48 fyrirtækja. Hafa þær ráðstafanir komið í kjölfar yfirtöku bankanna á fyrirtækjunum, að hluta eða öllu leyti. Íslandsbanki hefur skipað fólk í stjórnir 21 fyrir- tækis, Landsbankinn í átján og Arion í níu. Að auki hefur Arion sett yfirtekna eignarhluti í fyrirtækj- um í sérstök félög sem hafa eigin stjórnir. Þessar upplýsingar koma fram í svari fjármála- ráðherra við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur Samfylkingunni. Ráðherra leitaði til bankanna sjálfra um svör. Í svari Íslandsbanka kemur fram að bankinn hefur ekki sett sér reglur um stjórnarskipanir og jafnframt að fjórðungur stjórnarmanna á hans vegum eru konur. Arion greinir aðeins frá stjórnarskipan í félögum sem „hafa verið í opinberri umræðu“ og ber við ákvæðum laga um trúnaðarskyldu. Segist bankinn stefna að jafnrétti kynjanna við skipun í stjórnir. Af gögnum bankans má ráða að konur skipa tvö stjórnar- sæti af þeim fjórtán sem bankinn hefur ráðstafað í fyrirtækjum sem teljast til úrvinnsluverkefna. Landsbankinn kveðst hafa sett sér virka jafnréttis- stefnu sem gildi um skipun manna í stjórnir. Hún taki mið af jafnréttislögum. Engu að síður kemur fram í upptalningu bankans á stjórnarfólki að af 47 stjórnarsætum sitja konur í þremur. - bþs Viðskiptabankarnir þrír hafa tekið fjölda fyrirtækja yfir að hluta eða öllu leyti: Bankamenn í stjórnum 48 fyrirtækja ÁBYRGÐARMENN BANKANNA Birna Einarsdóttir Íslands- banka, Finnur Sveinbjörnsson Arion og Ásmundur Stefáns- son Landsbankanum. DANMÖRK Danska stjórnin setur sér háleit markmið í nýrri stefnuyfir- lýsingu, sem Lars Løkke Rasmus- sen forsætisráðherra og Lene Espersen, nýr utanríkisráðherra, kynntu í gær. Daginn áður hafði Rasmussen stokkað upp í stjórninni með gjörbreyttri ráðherraskipan. Meðal annars stefnir stjórn frjálslyndra og íhaldsmanna að því að Danmörk verði eitt af tíu rík- ustu löndum heims. Einnig er stefnt að því að atvinnustig verði með því sem best gerist í heiminum, dönsk skólabörn verði með þeim allra duglegustu í heimi, og í það minnsta einn danskur háskóli verði í hópi tíu bestu háskóla heims. Þá er stefnt að því að frelsi verði meira í Danmörku en víðast hvar annars staðar og að óvíða gangi aðlögun útlendinga að samfélaginu betur en þar. Til þess að ná þessum markmið- um, og fleiri til af svipuðu tagi, er sett fram starfsáætlun í 76 liðum þar sem meðal annars er stefnt að ströngu aðhaldi í ríkisfjármál- um, fimm þúsund nýjum störfum á næsta ári, tryggt verði að dönsk börn verði fljúgandi læs að lokn- um öðrum skólabekk og sjúkling- um verði gert auðveldara að leggja fram kærur – svo aðeins fátt sé nefnt af þessum 76 liðum. - gb Forsætisráðherra Danmerkur kynnir stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar: Danmörk í hóp tíu ríkustu LARS LØKKE RASMUSSEN Setur ríkis- stjórn sinni háleit markmið. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL „Mér finnst þetta jákvætt álit og í því felst við- urkenning á Íslandi sem sam- starfsríki innan EFTA og EES og jafnframt á aðgerðum ríkis- stjórnarinnar til að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Vissulega kemur fram að margt sé eftir en líka að við séum á réttri leið. Þess vegna finnst mér fel- ast í þessu stuðnings- og traustsyfirlýs- ing við Ísland.“ Þetta segir Stefán Hauk- ur Jóhannes- son, sendiherra Íslands í Brus- sel og aðalsamn- ingamaður, um álit fram- kvæmdastjórn- ar Evrópusam- bandsins um aðildarumsókn Íslands sem fjallað er um framar í blaðinu. Framkvæmda- stjórnin telur Ísland fullnægja öllum skilyrðum sem umsóknar- ríki og leggur til við aðildarríkin að aðildarviðræður verði hafnar. Hugsanlegt er að formleg ákvörðun þar um verði tekin á fundi ráðherra ESB í marslok. Stefán Haukur segir Ísland fá jákvæða einkunn í flestu og raun- ar mjög jákvæða í sumum mála- flokkum. Niðurstaðan sé að við- ræður um málefni er varða EES og Schengen ættu ekki að verða flóknar. Aðlögun þurfi á öðrum sviðum, svosem í sjávarútvegi, landbúnaði og byggðamálum en það komi ekki á óvart. „Það hefur alltaf legið fyrir og um það verður samið. Viðræðurnar munu ganga út á hvaða sérlausnum við getum náð fram,“ segir Stefán Haukur. Eitt og annað í íslensku þjóðlífi er gagnrýnt. Til dæmis dómstól- ar, hagsmunatengsl, bankahrun- ið og einkavæðing fyrirtækja. „Það má kannski segja að vinur til vamms segi,“ segir Stefán Haukur. „Og ég tel að við þurf- um að taka þessar ábendingar alvarlega og reyna að bregðast við þeim. Evrópusambandið veiti ríkjum í raun aðhald hvað ýmis- legt svona lagað varðar.“ Árni Þór Sigurðsson, formað- ur utanríkisnefndar Alþingis, segir ekki koma á óvart að fram- kvæmdastjórnin telji Ísland upp- fylla skilmála fyrir aðild. Hann er ekki þeirrar skoðunar að Alþingi muni á næstu mánuðum og miss- erum drífa í að laga íslenska lög- gjöf að löggjöf ESB til að greiða fyrir aðild. „Það liggur ekki á því enda liggur ekki fyrir hver ákvörð- un þjóðarinnar í þjóðaratkvæða- greiðslu verður. En við getum auð- vitað tekið upp ábendingar um atriði sem okkur finnast sjálfsögð mál, burtséð frá aðild að ESB.“ bjorn@frettabladid.is Stuðnings- og trausts- yfirlýsing við Ísland Álit framkvæmdastjórnar ESB um aðildarumsókn Íslands er jákvætt, að mati aðalsamningamanns Íslands. Bregðast þurfi við gagnrýni í álitinu. Formaður utanríkismálanefndar segir ekki liggja á að laga íslensk lög að löggjöf ESB. HÖFUÐSTÖÐVAR FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR Íslenska samninganefndin heldur áfram sinni heimavinnu á meðan beðið er eftir formlegri ákvörðun ráðherra Evrópu- sambandsins um hvort hefja beri aðildarviðræður. FRÉTTABLAÐIÐ/BÞS STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON GRÆNLAND Óvenjumikil hlýindi hafa verið á Grænlandi í vetur, einkum þó á sunnanverðu land- inu. Janúarmánuður hefur verið sá hlýjasti síðan mælingar hóf- ust árið 1958. Ástæðan mun vera þrálát hæð yfir Grænlandi og Baffineyju, sem gerir það að verkum að kalda veðrið fer fram hjá, eins og til dæmis Bandaríkja- menn og Íslendingar hafa fengið að kynnast. Grænlendingar eru hæstánægð- ir með hlutskipti sitt, sérstaklega þeir sem búa syðst á landinu. - gb Hitametin falla: Óvenjuhlýtt á Grænlandi í ár Ætlar þú að fara og kjósa um gamla Icesave-samninginn ef betri samningur verður í boði? Já 66,7 Nei 33,3 SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætti að styrkja sjálfstæði íslenskra dómstóla? Segðu skoðun þína á Vísi.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.