Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 38
22 25. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is GEORGE HARRISON FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Ég vil miklu frekar vera tónlistarmaður heldur en rokkstjarna.“ George Harrison (1943-2001) var gítarleikari, söngvari, laga- og textahöfundur, upptökustjóri og plötu- og kvikmyndaframleið- andi. Hann var einn af meðlimum Bítlanna og síðar einn af meðlim- um hljómsveitarinnar Traveling Wilburys. Harrison lést úr krabba- meini 29. nóvember árið 2001. Ragnhildur Helgadóttir var fyrst kvenna kosin forseti Norður- landaráðs á þingi sem haldið var í Reykjavík á þessum degi árið 1975. Ragnhildur er fædd 26. maí 1930, dóttir Helga Tómassonar yfirlæknis og Kristínar Bjarna- dóttur. Ragnhildur útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949. Hún tók lögfræðipróf við HÍ árið 1958 og varð hæstaréttarlög- maður árið 1965. Ragnhildur varð snemma atkvæðamikil í íslensku stjórn- málalífi, kjörin á Alþingi fyrst árið 1956 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún var síðar kosin forseti Alþingis, fyrst kvenna, árið 1961. Þá sat hún í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á árunum 1963-1971 og aftur 1979-1981. Einnig gegndi hún stöðu formanns Landssambands sjálfstæðiskvenna árin 1965-1969. Ragnhildur var menntamálaráðherra í fyrstu ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar 1983 til 1985 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í sömu stjórn 1985 til 1987. Sem fyrr sagði var hún kosin forseti Norðurlanda- ráðs árið 1975. Ragnhildur hætti þingmennsku árið 1991. Heimild: www.wikipedia.org og www.althingi.is. ÞETTA GERÐIST: 25. FEBRÚAR 1975 Fyrsti kvenforseti Norðurlandaráðs MERKISATBURÐIR 1672 Þórður Þorláksson er vígður Skálholtsbiskup. 1836 Samuel Colt fær banda- rískt einkaleyfi á Colt- skammbyssu. 1921 Rauði herinn setur upp kommúníska leppstjórn í Georgíu. 1942 Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna er stofnuð. 1944 Alþingi samþykkir ein- róma að sambandslögin um konungssamband Ís- lands og Danmerkur eru fallin úr gildi. 1964 Fyrsta skopmynd Sig- munds Jóhannssonar frá Vestmannaeyjum birtist í Morgunblaðinu. Hún sýnir landgöngu í Surtsey. Minning Árnína Torfhildur Guðmundsdóttir, fv. yfir- hjúkrunarkona á Barnaspítala Hringsins, var fædd í Neskaupstað 1. nóvember 1914, en lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 15. febrúar sl., 95 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Guðmundur Stefánsson frá Hólum í Norðfirði, f. 1. sept. 1873, d. í Reykjavík 18.8. 1959, og Valgerður Árnadóttir frá Grænanesi, f. í sömu sveit 1. júní 1881, d. í Reykjavík 19.7. 1948. Systkini Árnínu voru 1) Stefán Jóhann, f. 26.10. 1899, d. 29.10. 1988, kvæntur Elínu Guðjónsdóttur frá Eyrarbakka. Hans börn: a) Árni Geir, f. 3.11. 1932, d. 16.4. 2006. Hann eignaðist fjögur börn. b) Unnar, f. 20.4. 1934. Hann á þrjú börn. c) Óskírð dóttir, f. 10.4. 1936, d. 26.12. 1936. d) Guðmundur, f. 5.10. 1937. Hann á tvö börn. e) Guðjón Yngvi, f. 3.3. 1939. Hann á þrjú börn. f) Atli Þorsteinn, f. 11.12. 1942. Barnlaus. 2) Árni, f. 16.6. 1901, d. 8.12. 1926. 3) Guðrún, f. 25.12. 1902, d. 28.10. 1992, gift Ingvari Jónssyni frá Loftsstöðum í Flóa. Hennar börn: a) Guðmundur Valgeir, f. 15.12. 1933. Hann á þrjú börn. b) Jóna Þorbjörg, f. 12.10. 1935. Hún á þrjú börn. c) Steinþór, f. 8.10. 1936. Hann á tvö börn. d) Svanhildur, f. 11.10. 1937. Hún á eitt barn. e) Torfhildur, f. 11.10. 1937. Barnlaus. 4) Sveinn, f. 17.4. 1905, d. 16.8. 1981. Maki Unnur Pálsdóttir frá Skriðulandi í Hólahreppi í Skagafirði. Hans börn: a) Oddný Kristín Lilja, f. 1.6. 1925. Hún á fjögur börn. b) Garðar, f. 11.3. 1931. Hann á fjögur börn. c) Ásdís, f. 16.6. 1932. Barnlaus. d) Aðalheiður, f. 28.1. 1936. Barnlaus. 5) Kristín Guðríður, f. 5.9. 1907, d. 2.2. 1916. 6) Kristinn, f. 17.6. 1916, d. 7.4. 1992. Maki Helga Benediktsdóttir frá Miðengi í Grímsnesi. Börn hans: a) Halldóra, f. 11.3. 1945. Hún á þrjú börn. b) Valgerður, f. 3.10. 1946. Hún á tvö börn. c) Þórunn f. 10.4. 1949. Hún á tvö börn. d) Katrín, f. 13.9. 1952. Hún á þrjú börn. 7) Kristín Guðríður, f. 21.4. 1919. Maki Sigurður Guðlaugsson frá Vestmannaeyjum. Börn hennar: a) Kolbrún, f. 2.3. 1940. Hún á fjögur börn. b) Guðlaugur, f. 29.7. 1945. Hann á þrjú börn. c) Valgerður, f. 27.4. 1952. Hún á tvö börn. 8) Aðalbjörg Halldóra, f. 16.3. 1923. Maki Guðmundur Skaftason frá Gerði í Hörgárdal. Börn hennar: a) Valgerður, f. 7.1. 1949. Hún á þrjú börn. b) Skafti, f. 8.1. 1953. Hann á eitt barn. c) Sigrún, f. 6.12. 1956. Hún á tvö börn. Árnína lauk námi frá Hjúkrunarkvennaskóla Íslands 1943, stundaði framhaldsnám í skurðstofu- hjúkrun við Landspítalann, geðveikrahjúkrun við Kleppsspítala og barnahjúkrun við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn. Í framhaldi af því fór hún í námsferðalag um Danmörku, Svíþjóð og Finnland. Eftir að námi lauk starfaði hún við hjúkrun við Landspítalann, sjúkrahúsið á Ísafirði, á Kleppsspítala og um skeið á barnadeild Amtsygehuset í Hilleröd í Danmörku. Var deildarhjúkrunarkona barnadeild- ar frá 1957 til 1965, hjúkrunarstjóri Barnaspítala Hringsins frá stofnun hans 1. mars 1965 til 1. júní 1980 og var í hlutastarfi til 30. júní 1986 er hún hætti í fastri vinnu sökum aldurs. Hún var sæmd riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu á árinu 1985. Útför Árnínu fer fram frá Fossvogskirkju í dag kl. 11 árdegis. Árnína Guðmundsdóttir Ástkær vinur, bróðir og mágur, Guðmundur Ásbjörnsson Faxastíg 22, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þriðjudaginn 23. febrúar. Fyrir hönd annarra vandamanna, Sigurlaug Ólafsdóttir Fjölnir Ásbjörnsson Guðlaug Kjartansdóttir Garðar Ásbjörnsson Ásta Sigurðardóttir Við þökkum innilega veitta samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og mágs, Björns Jónssonar fv. skólastjóra Hagaskóla. Heiður Agnes Björnsdóttir Hákon Óskarsson Magnús Jón Björnsson Ragna Árnadóttir Kjartan Hákonarson Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir Brynhildur Magnúsdóttir Agnes Guðrún Magnúsdóttir Helgi Magnússon Björg Baldvinsdóttir Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Íslenska hlutafélagið ORF líftækni stendur á tímamótum í ýmsum skiln- ingi. Áratugur er liðinn frá því að fyrirtækið var stofnað en síðan þá þykir það hafa skipað sér í fremstu röð líftæknifyrirtækja. Ýmislegt er á döfinni á afmælisárinu og ber helst að nefna frekari markaðssetningu á sér- virkum próteinum, svokölluðum frumu- vökum, sem ORF líftækni framleiðir með nýstárlegri aðferð og verða notuð í stofnfrumurannsóknir og -lækningar í náinni framtíð. Þá á fyrirtækið í sam- vinnu við dótturfyrirtæki sitt, Sif Cos- metics, um framleiðslu á nýjum snyrti- vörum. „Við köllum þessi sérvirku prótein frumuvaka, en hver og einn þeirra býr yfir sérstökum eiginleikum sem stýra því í hvaða frumur stofnfrumur þróast,“ útskýrir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri og einn stofnenda ORF líftækni. Beðinn um að útskýra þetta aðeins nánar segir hann. „Í ein- földu máli sagt eru frumuvakar notaðir til að búa til ákveðnar gerðir frumna, eins og lifrafrumur eða hvít blóðkorn svo dæmi séu tekin. Við höfum sett 35 frumuvaka á markað og aðrir 100 eru í framleiðslu.“ Eins og fyrr segir þykir ORF líf- tækni hafa náð langt á sínu sviði á til- tölulega skömmum tíma og þar þykja framleiðsluaðferðirnar á frumuvök- unum vega einna þyngst. „Við hönnuð- um aðferð sem við köllum Orfeus™ og byggist á því að nýta sér erfðatækni og byggplöntur sem smiðju frumu- vakanna,“ segir Björn og bætir við að aðferðin sé einsdæmi þar sem líf- tæknifyrirtæki noti yfirleitt bakteríur og dýrafrumur frekar en plöntur. Vegna þessarar sérstöðu á markaði segist Björn hafa orðið var við mik- inn áhuga á framleiðslu ORF líftækni erlendis frá. „Við höfum fengið mjög jákvæða athygli þar sem okkar vörur þykja búa yfir eiginleikum sem sam- keppnisaðilarnir geta hreinlega ekki boðið upp á. Jafnvel þótt einhverjir tækju síðan upp á að feta í okkar fótspor þá yrði það þeim bæði tímafrekt og erf- itt,“ bendir hann á. Hann tekur fram að vegna forskotsins sem ORF hefur á keppinautana standi til að markaðs- setja fyrirtækið enn betur utan land- steinanna. „Við erum að fara af stað með markaðssetningu til að selja vör- urnar og hugsanlega koma á samstarfi við útlenda aðila.“ Þá hefur Sif Cosmetics, dótturfyrir- tæki ORF líftækni, hafið framleiðslu á sínum fyrstu vörum, EGF BIO-effect húðdropum, sem gefa húðinni fallegri áferð og hamla gegn áhrifum öldrunar á náttúrulegan hátt. Sif hefur átt í sam- starfi við erlend snyrtivörufyrirtæki, húðlækna og vísindamenn um þróun og framleiðslu á húðdropunum, en þeir innihalda meðal annars frumuvaka frá ORF, eru lyktarlausir og án allra rot- varnarefna. Gerð var könnun á virkni dropanna sem leiddi í ljós að þeir drógu úr þurrkblettum, baugum og húðvanda- málum svo dæmi séu tekin, að því er fram kemur í fréttabréfi fyrirtækis- inns en þeir verða settir í almenna sölu í apríl. Sjálft afmæli ORF líftækni ber síðan upp síðla árs en Björn segir að senni- lega verði þó ekki haldið upp á það fyrr en í ársbyrjun 2011. Spurður hvernig sé að standa á þessum tímamótum við- urkennir hann að mikið vatn sé runn- ið til sjávar frá stofnun fyrirtækisins. „Við eigum enn betri hljómgrunn í dag en fyrir nokkrum árum. Við erum eitt af mörgum fyrirtækjum sem höfum verið að berjast undanfarin ár en okkur hefur tekist að halda velli og þökkum það ekki síst góðu framleiðslukerfi og vönduðu viðskiptamódeli.“ roald@frettabladid.is. ÍSLENSKA HLUTAFÉLAGIÐ ORF LÍFTÆKNI: ER TÍU ÁRA Stefna á frekari landvinninga MARGT Á DÖFINNI Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Orf líftækni var stofnað árið 2000. Stofnendur fyrirtækisins stefna á frekari landvinn- inga á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.