Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 28
25. FEBRÚAR 2010 FIMMTUDAGUR4 ● borðbúnaður og skreytingar
„Mjög margir foreldrar senda börn-
in sín á námskeið til mín og biðja
mig vinsamlegast um að „laga“
þau,“ segir Chris Stein, sem ferð-
ast þessa dagana um Bandaríkin
og heldur námskeið fyrir börn á
aldrinum átta til fjórtán ára. Þetta
kemur fram á fréttavef dagblaðs-
ins Frederick News Post.
Fyrri hluti námskeiðsins snýst
um að læra almenna kurteisi á
borð við hvenær er tilhlýðilegt að
tala og hvenær að þegja og hlusta,
réttu aðferðina við að taka í hönd-
ina á öðrum og þar fram eftir göt-
unum. Síðari hlutinn er hins vegar
eingöngu tileinkaður borðsiðum.
„Við förum í gegnum allt,“ segir
Stein, „hvorum megin við diskinn á
að raða hnífapörunum, hvernig á að
rétta öðrum matinn, hvernig á að
halda á hnífapörum og mismuninn
á Bandaríkjunum og Evrópu þegar
kemur að borðsiðum. Ég reyni að
kenna börnunum þessar reglur sem
lífsnauðsynlegt er að kunna, ekkert
snobb,“ bætir hún við. - kg
Ef leggja á skemmtilega á
borð gæti borðbúnaður eftir
hollenska hönnuðinn Maarten
Baptist komið til greina.
Með hönnun sinni segist Maarten
Baptist vilja fá fólk til að horfa á
hlutina í kringum sig með öðrum
augum. Jafnvel að það upplifi sömu
undrun og það gerði sem lítið barn
þegar það sá eitthvað nýtt.
Meðal vara eftir Maarten er að
finna matarstellið Nova en við gerð
þess var nánast ekkert hvikað frá
upprunalegum skissum hönnuðar-
ins sem hann rissaði upp
með blýanti. Brúnir
eru því ekki endi-
lega sléttar og
formið á bollum
og skálum ekki
réttilega kúpt.
Með þessu vildi
Maarten hverfa
frá þeirri stöðnun í
fjöldaframleiddum mat-
arstellum, að þau virðast öll
steypt í sama form.
Hnífapör sem hann kallar Open
air hafa fengið mikla athygli en
þau þykja geta farið vel með
hvaða diskum sem er
vegna einfaldleika
síns. Síðast en ekki
síst myndu glös
á þrífæti sem
hann kallar Lou-
ise setja skemmti-
legan svip á matar-
boðið.
Fyrir þá sem vilja
skoða nánar hönnun Mart-
een Baptist geta farið inn á síðuna
www.join.nl. - rat
Skemmtilegt og skrítið
Hnífapörin kallast Open Air og þykja
stílhrein og smekkleg við hvaða tækifæri.
Gestirnir rækju sjálfsagt upp stór augu
þegar fordrykkurinn yrði borinn fram.
Brúnir og kantar eru ekki slétt á matarstellinu Nova en þar voru upprunalegar skissur látnar halda sér út framleiðsluferlið.
MYND/ANETTE BORN
Með hönnun sinni vonast Maarten Baptist til að fólk horfi á hlutina í kringum sig
með öðrum augum. MYND/ALAIN BAARS
Bandarísk börn læra borðsiði
● FURÐULEGAR FÍGÚR-
UR Hnífapör hafa verið mörgum
hönnuðum viðfangsefni. Flest
eru þau hefðbundin og fáguð en
sumir hönnuðir fara alveg í hina
áttina og búa til glaðleg og jafn-
vel fyndin hnífapör.
Dæmi um slíkt eru þessar
bráðsniðugu skeiðar og gafflar frá
fyrirtækinu HeadChef. Hnífapörin
eru með grænan silíkonkropp
sem hægt er að móta á ýmsan
máta.
● FLUGVÉLAGAFFALL OG FLEIRA
Borðbúnaður þarf ekki endilega að
vera venjulegur og smekklegur, heldur
er margt vitlausara en að bregða á leik
endrum og eins og fjárfesta í skemmtileg-
um, litskrúðugum og jafnvel tvíræðum
hnífapörum og öðrum borðbún-
aði. Þessar myndir ættu að gefa
einhverjar hugmyndir um slíkt.
● TAKK FYRIR MATINN
Margir útlendingar furða sig
á því að Íslendingar segi takk fyrir
matinn að borðhaldi loknu enda
þekkist þessi siður ekki víða. Í ís-
lenskum „kurteisisbókum“ frá því um
miðja síðustu öld hnýta höfundar
einmitt oft í þennan sið og segja það
kotungshátt að þakka fyrir matinn. Slíkt
þekkist ekki í New York og öðrum stærri stöðum
og sé ekki heimsborgaralegt.
Siðurinn að þakka fyrir matinn er að minnsta kosti frá 16. öld og þótt
Bandaríkjamönnum og fleirum þyki siðurinn skrítinn þekkist slíkt líka til
að mynda í Danmörku og talið er að uppátækið hafi borist þaðan.
„Mjög margir foreldrar senda börnin sín á námskeið til mín og biðja mig vinsamleg-
ast um að „laga“ þau,“ segir Chris Stein námskeiðshaldari. NORDICPHOTOS/GETTY
Auglýsingasími
Allt sem þú þarft…