Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 46
30 25. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Kvikmyndahátíðin North- ern Wave Film Festival er haldin í þriðja sinn dagana 5. til 7. mars næstkomandi. Hátíðin er haldin á Grundar- firði og í ár verður bryddað upp á skemmtilegri nýjung því á föstudagskvöldinu munu heimamenn keppa í fiskisúpugerð og mun lands- liðskokkurinn Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran til- nefna sigurvegarann. Dögg Mósesdóttir, framkvæmda- stjóri Northern Wave Film Festi- val, segir fiskisúpukeppnina vera til þess gerða að gefa Grund- firðingum tækifæri til að kynn- ast gestum sínum og bjóða þá velkomna. Þetta er í fyrsta sinn sem slík súpukeppni er haldin á Grundarfirði og að sögn Daggar er þátttaka góð. „Miðað við þann fjölda sem hefur skráð sig til leiks þá ættu menn að geta borðað sig metta af súpu. Fólk getur svo greitt uppá- haldssúpunni sinni atkvæði en úrslitavaldið hefur Hrefna Rósa. Við erum með góð tengsl við menn í fiskvinnslunni á Grundarfirði og þeir munu sjá um að útvega hrá- efni í súpurnar,“ segir Dögg. Hún mælir með að fólk mæti vel klætt því súpukeppnin verður haldin inni í fiskmarkaði Grundarfjarðar sem er niðri við höfn. Aðspurð segir hún sjö manns þegar hafa skráð sig í keppnina en gera megi ráð fyrir því að fleiri bætist í þann hóp á næstu dögum. Listamaðurinn Humanizer mun leika tónlist með karíbaívafi fyrir gesti og að auki verður boðið upp á snafs til að halda hita á mönnum. Hrefna Rósa segist hlakka mikið til að bragða þær fiskisúpur sem í boði verða. „Ég verð enginn Gordon Ramsey en ég mun taka dómarahlutverkið mjög alvarlega. Mér finnst alltaf gaman þegar almenningur tekur sig til og gerir eitthvað svona og oftar en ekki fær maður skemmtilegar hugmyndir í leiðinni,“ segir hún. Að fiskisúpu- keppninni lokinni verður haldið ball á nærliggjandi kaffihúsi þar sem heimamenn og gestir geta dansað saman inn í nóttina. Frítt er inn á Northern Wave Film Festi- val og að sögn Daggar er enn eitt- hvað um laust gistirými í bænum. sara@frettabladid.is Landsliðskokkur dæmir í súpukeppni Grundfirðinga GLEÐI Á GRUNDARFIRÐI Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri kvikmyndahátíðarinn- ar, segir keppnina vera til þess gerða að heimamenn fái að kynnast gestum sínum betur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN RÉTTLÁTUR DÓMARI Landsliðskokkur- inn Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran hlakk- ar mikið til að smakka fiski- súpurnar sem heimamenn munu bjóða upp á. FRÉTTABLAÐIÐ/ ARNÞÓR Í kvöld í Íslandi í dag verður hollustukokkurinn Sólveig Eiríksdóttir með snilldaruppskrift eins og venjulega á fimmtudagskvöldum og að þessu sinni er það heimagerð pestósósa. Allt hráefni er hægt að eiga á lager, þannig að auðvelt er að grípa til þess hvenær sem er og slá upp dúndurveislu. Skella pasta í pott og búa síðan til pestóið á örfáum mínútum. Getur ekki verið fljótlegra eða betra! Uppskrift: Speltpasta og heimagerð pestósósa 225 g speltpenne 100 g soðnar kjúklingabaunir 2 hvítlauksrif, skorin í bita 50 g ferskt basil 25 g furuhnetur, þurrristaðar á pönnu eða í ofni 25 g kasjúhnetur, þurrristaðar á pönnu eða í ofni 2 msk. sítrónusafi ½-1 dl græn ólífuolía smá sjávarsalt og cayenne pipar 2 döðlur Setjið penne út í sjóðandi vatn og sjóðið samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum. Á meðan það sýður setjið hvítlauk, ferskt basil, hnetur og sítrónusafa í matvinnslu- vél, maukið í smá stund og bætið svo ólífuolíu út í og bragðið til með sjávarsalti og cayennepipar, hellið vatninu af pastanu, setjið það í skál ásamt kjúklingabaununum og blandið pestóinu saman við. Speltpasta og heimagerð pestósósa > FARINN Í MEÐFERÐ Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur frestað framleiðslu á gam- anþáttaröðinni vinsælu Two and a Half Men eftir að aðalleikarinn Charlie Sheen ákvað að fara í með- ferð. Ekki fylgir sögunni hvers vegna. Tveir mánuðir eru liðnir síðan Sheen var handtekinn eftir að hafa ógnað og ráðist á eigin- konu sína, Brooke, sem er sömu- leiðis í meðferð. Keith Harris, umboðsmaður Stevie Wonder, heldur fyrirlest- ur á næsta fræðslukvöldi Útóns sem verður haldið þriðjudaginn 2. mars í Norræna húsinu. Þar verður fjallað um höfundarrétt- artekjur og samninga. Skoðuð verða tengsl höfundarréttar og sölu tónlistar í kvikmyndum, sjónvarpi og auglýsingum. Jenný Davíðsdóttir fjallar um hlutverk Stefs varðandi úrvinnslu upplýsinga, Hjördís Halldórsdótt- ir um helstu hugtökin í höfundar- rétti og tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds um reynslu sína af höf- undarréttarsamningum. Skrán- ing fer fram á thorey@utflutn- ingsrad.is og í síma 5114000. Umbi Stevie Wond- er kemur til Íslands STEVIE WONDER Umboðsmaður tón- listarmannsins Stevie Wonder heldur fyrirlestur á næsta fræðslukvöldi Útóns. HEILSUHORN Sollu og Völu Matt Haldin verður Kerlingarfjallaskemmt- un í veislusalnum í Skógarhlíð á föstu- dagskvöld þar sem Eyjólfur Kristjánsson verður í essinu sínu. Eyfi starfaði sem skíðakennari í Kerlingarfjöllum í fimmt- án sumur og spilaði einnig á kvöldvökum við góðar undirtektir. „Þetta var æðislegur tími. Ég byrjaði að vinna þar þegar ég var fjórtán ára. Það má segja að seinni hluti uppeldis míns hafi átt sér stað þarna og að ég hafi farið úr því að vera strákur í að vera maður,“ segir Eyfi. „Þetta var mjög rómantískur tími. Þarna urðu til ýmis sambönd og jafnvel hjónabönd. Ég get ekki sagt að ég hafi hitt eiginkonuna mína þarna en það voru einhver skot sem áttu sér stað. Ég var þarna fimmtán sumur og það var náttúrlega eitthvað sem átti sér stað,“ viðurkennir hann. Tilurð skemmtunarinnar er sú að starfsfólk skíðaskálans í Kerlingarfjöll- um í gegnum tíðina hittist á síðasta ári, hátt í tvö hundruð manns, og skemmti sér saman. Gekk það svo vel að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár og þá einn- ig fyrir þá sem heimsóttu Kerlingarfjöll. „Fólk getur fengið tækifæri á að upplifa þessa stemningu sem myndaðist í Kerl- ingarfjöllum,“ segir Eyfi og hvetur fólk til að láta sjá sig. Húsið verður opnað klukkan 21 og kvöldvaka hefst klukkutíma síðar. Eftir hana tekur við ball með Eyfa og hljóm- sveit. Hægt er að nálgast miða á Kerling- arfjoll.is og einnig við innganginn. - fb Rómantískur tími í fjöllunum Í KERLINGARFJÖLLUM Fyrrum skíðakennararnir Eyjólfur Kristjánsson og Gunnar Grímsson í Kerlingarfjöllum árið 1988. Sendu okkur símamynd! Nýtt fylgirit Fréttablaðsins Við viljum tvífara fræga fólksins! Er kærastan þín eins og Angelina Jolie eða er vinur þinn eins og Jack Black? Sendu okkur mynd til sönnunar og hún gæti birst í næsta tölublaði. POPP er nýtt fylgirit Fréttablaðsins og kemur út mánaðarlega. Við viljum að þið sendið okkur klikkuðustu símamyndirnar ykkar. Bestu myndirnar birtast í næsta tölublaði og höfundur bestu myndarinnar fær tvo kassa af Doritos í verðlaun. Sendið myndirnar í síma: 696 POPP (696 7677) eða á popp@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.