Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 54
38 25. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. útdeildu, 6. tímabil, 8. fljótfærni, 9. meðal, 11. í röð, 12. vansæmd, 14. iðja, 16. mun, 17. beiskur, 18. siða, 20. þurrka út, 21. óheilindi. LÓÐRÉTT 1. elds, 3. óður, 4. vörurými, 5. suss, 7. heimilistæki, 10. flíkur, 13. raus, 15. skjótur, 16. kóf, 19. bor. LAUSN LÁRÉTT: 2. gæfu, 6. ár, 8. ras, 9. lyf, 11. rs, 12. skömm, 14. starf, 16. ku, 17. súr, 18. aga, 20. má, 21. fals. LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. ær, 4. farmrúm, 5. uss, 7. ryksuga, 10. föt, 13. mas, 15. frár, 16. kaf, 19. al. „Þetta er ekki mitt stærsta áhyggjuefni um þessar mundir,“ segir Hermann Hreiðars- son, landsliðsfyrirliði og leikmaður Ports- mouth í ensku úrvalsdeildinni. Hann var gripinn af lögreglunni í Bournemouth fyrir of hraðan akstur á A35 Puddletown-afleggj- aranum í Dorset. Leyfilegur hámarks- hraði þar er 70 mílur, eða 112 kílómetrar á klukkustund, en samkvæmt mælingum lögreglunnar reyndist Hermann vera á 175 kílómetra hraða. Málið var tekið fyrir í héraðsdómi Bournemouth á þriðjudaginn en Hermann var ekki viðstaddur. Hins vegar mætti lög- fræðingur hans á svæðið og lýsti skjólstæð- ing sinn saklausan. Málið verður tekið fyrir 2. júlí. Hermann var tekinn 3. október, sama dag og Portmouth lagði Úlfana í erfiðum útileik. Þetta var fyrsti sigur liðsins á keppnistímabilinu og Hermann viður- kennir að hafa gleymt sér aðeins í sigur- vímunni. „Þetta er ekkert stórmál,“ segir Hermann en komist héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að hraðaksturinn hafi átt sér stað gæti Hermann misst ökuskír- teinið í fjórar vikur og fengið sex punkta. Hermann hefur átt við erfið meiðsl að stríða á yfirstandandi leiktíð en fjárhagslegt ástand félagsins hefur heldur ekki verið upp á marga fiska. Yfirvofandi gjaldþrot hefur hangið eins og draugur yfir liðinu en mál þess ættu að skýrast í þessari viku. Líklegt er að níu stig verði dæmd af liðinu sem þýðir vænt- anlega að fall úr úrvalsdeildinni er nánast óumflýjanlegt. „Við verðum bara að taka alla leiki sem eftir eru,“ segir Hermann. - fgg Hemmi Hreiðars gripinn á 175 km hraða HERMANN Er kallaður Herm- inator af bresku pressunni og steig aðeins of fast á bensín- gjöfina eftir sigurleik. Löggan mældi hann á 175 km hraða. „Þetta er rosalega spennandi. Þeir vilja koma í leikhúsið og upplifa þetta Skoppu og Skrítlu- líf,“ segir leikkonan Hrefna Hallgrímsdóttir. Þrír framleiðendur sjónvarps- efnis eru á leiðinni hingað frá Los Angeles um helgina til að kynna sér betur vinkonurnar Skoppu og Skrítlu á nýrri leiksýningu þeirra í Borgarleikhúsinu. Þetta eru Steve Lyons og Íslendingurinn Freyr Thormodsson, sem hafa starfað saman að framleiðslu sjónvarps- efnis í borg englanna, og John F. Hardman. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá er hann list- rænn stjórnandi yfir útrás Skoppu og Skrítlu til Bandaríkjanna. Hann er fyrrverandi forstjóri Kids´WB! sem er barnaefnisarmur Warn- er Brothers-samsteypunnar. Kalli kanína, Batman og Scooby-Doo eru á meðal þeirra teiknimyndarisa sem stöðin hefur á sínum snærum. Þreifingar hafa verið í gangi um að taka upp sjónvarpsþætti um Skoppu og Skrítlu sem sýna á víðs vegar um heiminn með hjálp Bandaríkjamannanna. Vilja þeir athuga hvort mögulegt sé að fram- leiða þættina hér á landi. „Þeir ætla að koma og sjá aðstöðuna sem við höfum upp á að bjóða hérna heima og hvort hún sé fullnægjandi,“ segir Hrefna. „Við viljum skapa atvinnu hér fyrir okkar fólk. Við eigum orðið svo mikinn hafsjó af reyndu og duglegu fólki, þannig að þetta væri æðislegt.“ - fb Framleiðendur fljúga til Íslands SKOPPA OG SKRÍTLA Hrefna Hallgríms- dóttir og Linda Ásgeirsdóttir í hlutverk- um Skoppu og Skrítlu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég borða Cheerios og gróft Cornflakes sem ég blanda saman með mjólk og hálfum banana. Um helgar fæ ég mér kaffi og ristað brauð með góðum osti.“ Magnús Jónsson, gönguhrólfur og sögumaður. Forsvarsmenn Eddunnar, verðlauna- hátíðar kvikmynda- og sjónvarpsaka- demíunnar, bíða nú staðfestingar á því hvort Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra kom- ist á hátíðina en það er ekki víst vegna anna ráðherrans. Þótt allt krepputal eigi að vera víðs fjarri á Eddunni er því nú hvíslað meðal kvikmyndagerðarmanna að Katrín treysti sér ekki til að horfa framan í kvikmyndagerðarmenn sem eiga erfiða tíma fram undan í ljósi fyrir- hugaðs niðurskurðar. Eins og greint hefur verið frá verður Eddan sýnd í beinni útsend- ingu á Stöð 2. Gestir í stóra sal Háskólabíós þurfa ekki að kvíða því að þeim leiðist á meðan auglýs- ingahlé verða gerð því Högni Egilsson og Sigríður Thorlacius úr Hjaltalín skemmta fólki með lagasmíðum sínum í þeim pásum. Þá mun tvíeykið einnig afhenda verðlaun á hátíðinni. Tískuverslunin Nostalgía hefur verið lokuð undanfarna daga vegna breytinga. Verslunin verður þó opnuð aftur í dag og í kvöld verður haldið teiti í húsnæði verslunarinnar til að halda upp á nýtt útlit hennar. Fyrirsætan Elín Jakobsdóttir hefur tekið við sem verslunarstjóri Nostal- gíu og stílistinn Hrafnhildur Hólm- geirsdóttir sér um að handvelja hverja einustu flík sem seld verður í búðinni. Partíið heldur svo áfram á skemmtistaðn- um Boston og mun útvarpskonan og plötusnúðurinn Andrea Jóns- dóttir sjá um að leika skemmti- lega tónlist fyrir skvísur bæjarins. - fgg, sm FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er umfangsmesta frum- sýning íslenskrar kvikmyndar í Bandaríkjunum og þótt víðar væri leitað,“ segir Friðrik Þór Friðriks- son, leikstjóri Sólskinsdrengsins, en þessi íslenska heimildarmynd um einhverfa strákinn Kela verð- ur sýnd í sjötíu borgum Banda- ríkjanna. Fátítt er að kvikmyndir sem eru utan hins enskumælandi heims séu sýndar í svona mikilli dreifingu. Nærvera Óskarsverð- launaleikkonunnar Kate Winslet hefur þó eflaust sitt að segja en myndin verið gefið enska heitið A Mother’s Courage. Sjónvarpskonan Rosie O‘Donnell hefur einnig unnið ötullega að því að kynna myndina í Ameríku en ráðgert er að hún taki þátt í Óskarsverðlaunakapphlaup- inu fyrir næsta ár. Að sögn Frið- riks verður sérstök viðhafnarsýn- ing í höfuðstöðvum sjónvarpsrisans HBO í New York 22. mars en þang- að mæta þau Winslet, O’Donnell og Friðrik Þór. Myndin verður síðan frumsýnd á HBO 2. apríl en áskrif- endur sjónvarpsstöðvarinnar eru í kringum 38 milljónir. Þessi velgengni Sólskinsdrengs- ins hefur smitað út frá sér því önnur mynd Friðriks, Mamma Gógó, hlaut mjög góðar viðtökur á kvikmyndahátíðinni í Berlín og bandarískir dreifingaraðilar sýndu henni sérstaka athygli. Guðrún Edda Þórhannesdótt- ir, framleiðandi myndarinn- ar, segir umtalið í kring- um Sólskinsdrenginn hafa hjálpað til. „En þeir voru líka mjög hrifnir af myndinni, fannst hún tala til sín og þessi viðbrögð dreifingaraðila sýndu að vörumerkið „Friðrik Þór“ lifir enn góðu lífi,“ segir Guðrún og upplýsir að Mamma Gógó verði frum- sýnd í Noregi um mitt þetta ár og síðar meir í Þýskalandi. „Staðan er eiginleg þannig að eftir Berlínarhátíðina getum við hálfpartinn valið úr tilboðum,“ útskýr- ir Guðrún sem gerir sér jafnframt vonir um að myndin verði sýnd á Cannes- hátíðinni. Bæði Sólskins- drengurinn og Mamma Gógó segja með ólíkum hætti frá fólki sem glímir við erfiða sjúkdóma. Keli er einhverfur en Mamma Gógó greinist með Alzheimer-sjúk- dóminn. Friðrik segist hafa fengið mikil viðbrögð við báðum þessum myndum. „Þetta eru myndir með tilgang, aðstandendur fólks með Alzheimer-sjúkdómsins hafa hringt í mig og þakkað mér fyrir mynd- ina og svo er gaman að segja frá því að Keli er að blómstra í Austin,“ segir Friðrik en fjölskylda Kela er búsett þar um þessar mundir þar sem Keli stundar nú nám hjá Somu Mukhopadhyay, sérfræðingi í með- höndlun einhverfu. „Auðvitað er gaman að gera svona myndir sem öðlast einhvern veginn sjálfstætt líf utan hvíta tjaldsins og hreyfa við fólki,“ bætir Friðrik við. freyrgigja@frettabladid.is FRIÐRIK ÞÓR: VERÐUR VIÐSTADDUR VIÐHAFNARSÝNINGU Í NEW YORK Sólskinsdrengur í sjötíu borgum í Bandaríkjunum MÖGNUÐ VELGENGNI Friðrik Þór verður viðstaddur viðhafnarsýningu Sólskinsdrengsins í New York ásamt Kate Winslet. Velgengni Sólskins- drengsins hefur haft áhrif á áhuga bandarískra dreifingaraðila á Mömmu Gógó. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPURNING DAGSINS Svör við spurningum á síðu 8 1 Lars Lökke Rasmussen. 2 Tyrklandi. 3 Baltasar Kormákur. TILBOÐ Í VEITINGASAL Súpa fi skur og kaffi 1290 HUMARSÚPA • LÚÐUFLÖK • RAUÐMAGI, ÞORSKHNAKKAR • LAXAFLÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.