Fréttablaðið - 25.02.2010, Page 44

Fréttablaðið - 25.02.2010, Page 44
28 25. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Dr. Gunni Ég veit ekki hvers oft ég hef nöldrað yfir þeim hallærislegheitum að íslenskir popparar skuli endilega þurfa að syngja á ensku. Ég nöldra og rífst við menn, en þetta er bara ein af þessum endalausu umræðum sem enda hvergi. Hjá poppurum koma alltaf sömu afsakanirnar, þess- ar oftast: Enskan er tungumál rokksins / Við horfum lengra en til Íslandsmarkaðar / Það er svo erfitt að gera íslenska texta. Erfitt? Já, það er erfiðara að semja gjaldgengan texta á íslensku en eitthvað þrugl sem hljómar sannfærandi á ensku, en heitir það ekki metnaður að takast á við það sem er erfitt? Af hverju semja þá ekki allir íslenskir rithöfundar bækur sínar á ensku? Vilja þeir ekki meikaða í útlöndum líka? Mér finnst lágmark að fólk semji á því tungumáli sem það hugsar á. Og svo er það þetta með að ná lengra en á Íslandsmarkað. Sigur Rós, frægasta hljómsveit þjóðarinnar, söng á íslensku þegar hún sigraði heiminn og það má jafnvel gera því skóna að sigur- ganga hennar hefði orðið styttri hefði bandið sung- ið á ensku. Íslenskan gaf hljómsveitinni dulúð sem gekk upp í heildarpakkanum. Góðir textar á íslensku gera popp að miklu meira en bara eyrnakonfekti sem fer inn um annað og út um hitt. Þegar vel samin lög og góðir textar renna saman í þétta heild er hægt að fara að tala um máltíð – lögin lyftast upp á annað svið. Íslenskt rokk í dag er helsýkt af ensku. Kannski þess vegna er það ekki meira spennandi en það er. Í dag leggja örfáir rokkarar sig fram við að gera íslenska texta, bönd eins og Morðingjarnir og Ég eru að gera góða hluti, en restinni virðist alveg sama og tekur malbikið til Enskulands. Það er helst að íslenskan lifi góðu lífi í rappinu. Þar þykir geðveikis- lega bjánalegt að rappa á ensku, sem er viðhorf sem ætti að vera við lýði í rokkinu líka. Íslenska er frábært tungumál og með því eina sem gerir okkur sérstök og svöl sem þjóð. Það er ferlega asnalegt að nota sér það ekki. Syngið á íslensku! LILJA Í BLOODGROUP OG HAUKUR Í DIKTU Væru þau jafnvel enn betri á íslensku? Í vikunni kom út ný sam- starfsplata Ali Farka Touré og Toumani Diabaté. Ali, sem lést árið 2006, var eitt stærsta nafn heimstónlistar- innar, en stjarna Touman- is hefur risið jafnt og þétt síðustu ár. Hann er mjög eftirsóttur hljóðfæraleik- ari og spilaði meðal annars inn á plötu Bjarkar, Volta. Trausti Júlíusson lagði við hlustir. Plötunni Ali & Toumani, með mal- ísku tónlistarmönnunum Ali Farka Touré og Toumani Diabaté, hefur verið beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Fyrri plata þeirra félaga In The Heart Of The Moon sem kom út fyrir fimm árum sló ræki- lega í gegn og hlaut meðal annars Grammy-verðlaun. Síðustu upptökur Ali Farka Touré Ali & Toumani var tekin upp á þremur dögum í Livingston-stúd- íóinu í London sumarið 2005. Auk gítarleikarans Alis og Toumanis, sem er þekktasti kora-leikari heims (kora er vestur afrískt strengja- hljóðfæri, stundum kallað „belg- gítar“), spilaði kúbanski bassaleik- arinn Orlando „Cachaíto“ Lopez á plötunni og sonur Alis, Vieux Farka Touré spilaði á slagverk í þremur lögum. Ali lést í mars 2006 úr bein- krabbameini og Orlando sem var meðal annars bassaleikari Buena Vista Social Club, lést í febrúar 2009. Ali & Toumani er síðasta platan sem þeir léku inn á. Afríkublús Bæði Ali Farka Touré og Toum- ani Diabaté eru á meðal þekktustu tónlistarmanna Afríku. Ali fædd- ist 1939. Hann byrjaði að spila á gítar eftir að hann heyrði malíska gítarleikarann Keita Fodeba spila árið 1956. Ali hljóðritaði nokkrar plötur á áttunda áratugnum fyrir frönsku útgáfuna Sonafric, en vakti ekki athygli að ráði utan heimalands- ins fyrr en World Circuit endur- útgaf valið efni af þeim seint á níunda áratugnum. Gítarstíll Ali Farka Touré þykir magnaður, en hann á margt sameiginlegt með bandarískum blúsgítarleikurum á borð við John Lee Hooker. Ali gerði nokkrar plötur fyrir World Circuit, síðust þeirra var snilldarverkið Savane sem kom út árið 2006, nokkru eftir að hann lést. Vann með Björk og Damon Toumani er fæddur 1965. Hann er sonur kora-leikarans Sidiki Dia- baté sem hljóðritaði fyrstu kora- plötu sögunnar árið 1970. Toumani tók sína fyrstu plötu, Kaira, upp í London árið 1988. Á henni er hann einn með hljóðfærið. Auk þess að leika hefðbundna malíska tónlist hefur Toumani unnið töluvert með vestrænum tónlistarmönnum. Hann gerði plötu með ameríska blúsaranum Taj Mahal, tók þátt í Mali-plötu Damons Albarn og spilaði inn á Volta með Björk, svo dæmi séu tekin. Í kjölfarið koma hann fram á nokkrum tónleikum á Volta-túrnum við mikinn fögn- uð. Toumani þykir hafa náð meiri færni á koruna heldur en nokkur annar. Hans nýjasta sólóplata er The Mandé Variations frá 2008. Sérstakur seiður Ali og Toumani eru hvor frá sínu héraðinu í Malí. Ali er að norðan, en Toumani að sunnan. Á Ali & Toum- ani leika þeir þjóðlög frá báðum héruðum. Þó að Ali hafi verið flott- ur söngvari þá er tónlistin hér að langmestu leyti án söngs. Það er samspil þessara tveggja snill- inga sem galdrar fram þann sér- staka seið sem einkennir plötuna. Ali pikkar grunninn og Toumani dansar yfir með korunni. Ali var orðinn sjúkur maður þegar platan var tekin upp, en harkaði af sér. Hann vildi klára verkið. Platan hefur fengið frá- bæra dóma, til dæmis fullt hús í Songlines, Guardian og Observer. Seiðandi samspil snillinga TOUMANI OG ALI Auk þeirra spilaði bassaleikari Buena Vista Social Club, Orlando „Cachaíto“ Lopez, á nýju plötunni, en hún geymir síðustu upptökur Alis og Orlandos. > Plata vikunnar Insol - Hátindar ★★★★ „Gott yfirlit yfir feril trúbadorsins Insols sem er löngu tímabært að nái eyrum íslenskra tónlistaráhuga- manna.“ TJ > Í SPILARANUM Benni Hemm Hemm - Retaliate The Brian Jonestown Massacre - Who Killed Sgt. Pepper? Johnny Cash - American VI: Ain’t No Grave Black Rebel Motorcycle Club – Beat The Devil’s Tattoo Joanna Newsom - Have One On Me BENNI HEMM HEMM JOANNA NEWSOM Hinn angurværi tónlistarmaður Bonnie „Prince“ Billy, sem heitir reyndar réttu nafni Will Oldham, gefur út nýja plötu 23. mars. Gripurinn nefnist The Wonder Show of the World og er eignuð Bonnie „Prince“ og hljómsveitinni The Cairo Gang. Kemur hún út á vegum bandaríska indí-fyrirtæk- isins Drag City sem hefur áður gefið út tón- list með Pavement, Bill Callahan og Joanna Newsom. Á Valentínusardag sendi Bonnie „Prince“ frá sér stutt myndband þar sem gefið var í skyn að plata væri á leiðinni og nú hefur það sem sagt verið staðfest. Bonnie „Prince“ hefur verið sérlega afkastamikill á ferli sínum og gefið út fimmtán hljóðversplötur. Á síðasta ári komu út tvö stykki, hljóðversplatan Beware og tónleikaplatan Funtown Comedown. Árið 2006 tók hann upp plötuna The Letting Go í Reykjavík með Valgeiri Sigurðssyni og fékk hún góðar viðtökur gagnrýnenda, eins og reyndar flest það sem Bonnie „Prince“ hefur sent frá sér. Bonnie með undrasýningu Hljómsveitin Muse spilar á skosku tónlistarhátíðinni T In The Park í sumar. Bassaleikarinn Chris Wolsten- holme hefur miklar áhyggjur af því að tónleikar sveitarinn- ar stangist á við heimsmeistara- keppnina í fótbolta sem fer fram á sama tíma. „Úrslitaleikur- inn verður þessa helgi. Ef Eng- land kemst í úrslitaleikinn gæti ég þurft að horfa á landsleikinn í staðinn fyrir að spila,“ sagði hann. Rapparinn Eminem spilar einn- ig á hátíðinni og verður þetta í fyrsta sinn í sjö ár sem hann stígur á svið í Bretlandi. Þetta verður einnig í fyrsta sinn sem hann verður aðalnúmerið á tón- listarhátíð þar í landi síðan hann spilaði á Reading-hátíðinni árið 2001. Hann ætlaði reyndar að spila í Bretlandi á Evróputúr sínum árið 2005 en hætti við vegna ofþreytu. Meðal annarra flytjenda á T In The Park verða Jay-Z, Empire of the Sun, Kasabian, Wolfmoth- er, Gossip og The Prodigy. Þessi árlega hátíð sem verður haldin 9. til 11. júlí hefur jafnan verið troð- full af frægum hljómsveitum. Á síðasta ári spiluðu þar Kings of Leon, Blur, Snow Patrol og The Killers. Velur á milli Muse og fótbolta MUSE Hljómsveitin Muse spilar á tón- listarhátíðinni T In The Park í Skotlandi í sumar. BONNIE „PRINCE“ BILLY Bonnie „Prince“ Billy sendir 23. mars frá sér plötuna The Wonder Show of the World. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.